Feykir


Feykir - 20.12.1995, Side 8

Feykir - 20.12.1995, Side 8
8FEYKIR 45/1995 Sumarferð í Hraunþúfuklaustur Texti og myndir: Rósa Þorsteins- dóttir frá Hofsósi Það hafói lengi staóið til hjá mér aó fara ffarn í Skagafjarö- ardali, en ekkert oröið af því. Eg veit aö ég fór þangað fram eftir einhvem tíma fyrir löngu, en það eina sem ég man úr þeirri ferð er hvað þaó var spennandi að fara í rútu. Það dugöi nefnilega ekkert minna þegar foreldrar mínir ákváóu aó fara í sunnudagsbíltúr með alla fjölskylduna og sumargestina. Ég held aó þá hafí verið fariö í Austurdal og þangaó hefur hugur minn stefnt: aö Merkigili og Abæ. Þaö fór þó svo aó áhugi minn fór aó beinast meira í aðra átt, eöa fram í Vesturdal. Astæðan fyrir því er sú að hvaö eftir annaö undanfarió hef ég rekist á skrif ýmissa manna og kvenna um Hraunþúfuklaustur. Forvitni mín var vak- in og mér fannst ég hreinlega veróa að líta þennan staó augum. Þaö var svo fyrir ári síóan, sem ákveðiö var að láta veróa af ferðinni og þegar við sunnanfólkið komum noró- ur fengum vió aó vita að búió væri aö fá staófróóan fylgd- armann með í ferðina. Sá reyndist vera Guðmundur Svein- bjömsson, en hann fæddist á Anastöðum í Svartárdal og varð seinna bóndi aó Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi. Ferðafélagarnir sestir á klausturbekk. Þriðjudagurinn 3. ágúst 1994 rann upp bjartur og fagur og Skagafjörður skein við sólu. Nú lögðum við í hann, tíu manns á tveimur bílum, fólksbíl og jeppa, og ókum sem leið lá fram í Vest- urdal. Fyrstan stans gerðum viö við brúna yfir Jökulsá vestari, en hún kemur ofan úr hamragili sem nefnist þó Hofsdalur. Hofsá hcit- ir aftur á móti áin sem fellur eftir Vesturdal, en Hof er fremsti bær í byggó vestan megin í dalnum. Austan megin eigum við enn eft- ir að fara ffam hjá Bakkakoti, Bjamastaðahlíó, Litluhlíö og svo Giljum sem er fremsti bær að austan sem enn er byggður. Hin- um megin árinnar ber Lækjahlíð nafn með rentu, en svo heitir suð- ur að Hrafnsgili. Guðmundur segir okkur að þar við gilið hafi verið bærinn Hrafhsstaðir, en lít- ið sést móta fyrir tóftum þar. En þá emm við komin inn að Þor- ljótsstöóum. Kristján Eldjám hefur skrifað um Þorljótsstaði í bók sinn Stak- ir steinar, en bærinn fór í eyði fyr- ir um það bil 50 ámm. Kumla- teigur fannst við bæinn og bendir til að þar hafi verið búið á 10. öld, en jarðarinnar er hvergi getið í fomritum. Við gengum niður að gamla torfbænum, sem er nú að mestu leyti fallinn. Þekjanerfall- in yfir gamla hlóðaeldhúsið, en ég skreið samt þar inn til þess að skoóa hlóðimar. Ameðandundu á mér spumingar að utan, eins og: „Ætlaróu að fara aö elda?“ og ,FJvað verður í matinn?“ Eg eld- aði ekkert en reyndi að gera mér í hugarlund hvemig það hefði verið að vinna í þessu eldhúsi um síðustu aldamót, en þá var fjósið þar inn af. Að vísu vom kýmar aðeins hafðar þar yfir veturinn, en til þess að koma þeim á básana þurfti að fara með þær í gegnum eldhúsið og svo hefur líka þurft að bera mykjuna frá fjósinu þar í gegn. Seinna vom svo gerðar úti- dyr á fjósið og er sjálfsagt enginn hissa á því. Gjöf frá huldumanni Ferðinni var heitið ennþá lengra og áfram héldum við eftir að Guðmundur var búinn aó benda okkur í ýmsar áttir og fræða okkur um ömeftti. Hlíðin vestan árinnar heitir Reitir frá Hrafhsgili og fram að Fossá, sem rennur úr vestri í Hofsá. Þar framan við er vað á Hofsá, sem vió ætlum yfir. Hofsá skiptir reyndar um nafti þama fram frá og heitir þar Runukvísl. Skammt framan við Þorljótsstaói lögðum við fólksbílnum utan slóóar og gengum af stað á meðan hinir héldu áframájeppanum. Þaðer yndisleg tilfinning sem fylgir því aó leggjast á magann á lækjar- bakka og teiga hreint vatnið beint úr fjallalæk, enda var það eitt af íyrstu verkum okkar mæðgnanna. Við höfðum ekki gengið lengi þegar mágur minn kom til baka að sækja okkur á jeppanum. Hann hafði þá skilið þau hin eftir og látið þau ganga síðasta spölinn að vaðinu. Hópurinn sameinaðist síðan við vaðið og við settumst niður og fengum okkur bita. A meðan sagði Guómundur okkur söguna af því þegar hann fékk gjöf frá huldumanni, þegar hann var á fyrsta árinu. Þetta er merki- leg saga. Við lögðum síðan í vað- ið, sumir í jeppanum, en elsti ferðafélaginn og þeir yngstu létu sér fátt fyrir brjósti brenna og óóu yfir. Þá vomm við komin í Lambatungur, en svo heitir vest- anárinnar. I brekkunni beint fyr- ir ofan vaðið em tóftir sem við Guðmundur gengum aö og skoð- uðum. Hann sagði mér að sam- kvæmt munnmælunum hefðu verið þar tveir bæir, Tunga og Tungukot. Daniel Bmun rann- sakaði nokkrar eyðibyggðir á Is- landi árið 1897 og birtust niður- stöóur hans í Arbók Hins íslenska fomleifafélags 1898. Þar telur hann að hér hafi staðið bærinn Tunga og hafi neðri tóftimar ver- ió af bæjarhúsum og fleiru en þær efri af fjárhúsum. Við tóftimar er ekkert túnstæði, en Bmun telur að kví eða rétt hafi verið ffaman við húsin. Aðrar tóftir er aö sjá aust- an við ána og stutt á milli þeirra. Norðar er Þrælsgerði, en Hringa- nes sunnar. Daniel Bmun lýsir þessum tóftum vel í áðumeftidum niðurstöðum, en mun minna virð- ist mér sjást af tóftum nú. Þó sést hringlaga túngarðurinn á Hringa- nesi greinilega. Nú segja munn- mælin að byggð svo framarlega í dalnum hafi lagst af í Móðuharð- indunum, en reyndin er sú að það hefur gerst miklu fyrr. Af Jarða- bók Ama Magnússonar og Páls Vídalín sést aó enginn þessara bæja var í byggð árið 1713 og sumra þeirra er ekki einu sinni getið þar. Fram að klaustrum Við létum sauðkindina ráða ferðinni og fylgdum fjárgötum ffarn hlíðina. Gættum þess þó að fara að ráðum Guðmundar og halda okkur nógu ofarlega til þess að hitta á Klifið. Þar er eini stað- urinn á leiðinni, sem gæti virst hættulegur, þar sem fara þarf eft- ir stuttu einstigi. Illagil sker aftur á móti hlíðina að austan og gerir gönguferð þar um ekki aólaðandi. Frá Hlagili og ffam í dalbotn nefn- ist hlíðin Runa og draga Runu- kvísl og Runufoss nafn sitt af henni. Það gerir Runu-Flekkur einnig, en hann var hundur, sem samkvæmt gömlum munnmæl- um átti að hafa verið vakinn upp og magnaður til að granda sauð- fé bóndans á Þorljótsstöóum, og hafðist við inni í dalsbotninum. Við gáfum okkur góðan tíma, nutum útsýnisins, veðurblíóunnar Guðmundur og strákarnir vaða yfir ána.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.