Feykir


Feykir - 20.12.1995, Síða 12

Feykir - 20.12.1995, Síða 12
12 FEYKIR 45/1995 Vissi meira um bæina í næstu dölum við Þingið en um göturnar í Reykjavík" Guðrún J. Halldórsdóttir fyrrv. alþingismaður Kvennalistans. Lesandi góóur. Þegar ég lít til baka finnst mér aó ég geti ekki annaó sagt en að ég hafi verið lánsöm í líf- inu. Stundum heíur glópalánið bjaigað mér, stundum finnst mér að vemdarhendur hafi veriö aó verki. Ég fæddist uppi í Kleppsholti áriö 1935. Þá var enn kreppa og þröngt í búi hjá öllum almenningi. Móöir mín sagöi mér, að stundum hefói hún á þessum árum, þ.e. fyrir 1940 ekki vitaó, hvaö hún gæti haft í matinn næsta dag. Þá var hennar ráö að biöja guö um hjálp og aldrei brást henni það aó bæninni var svarað og einhver úrlausn fannst. Kleppsholtið var á þessum árum á mörkum sveitar og borgar og lífið þar með nokkuð öðrum blæ heldur en í Vestur-, Mið- og Austurbæ. Víða voru húsdýr, að- allega kýr og hænsni, tún breiddu úr sér um allan Laugardalinn, og heyskapur var heilmikill. Sumir voru einnig með hesta, t.d. Magnús, faðir Sigurðar A. Magnús- sonar, en Sigurður hefur skrifað snilldar- bók, Undir kalstjömu, um æsku sína á þessum slóðum. Æska mín var samt harla ólík hans æsku, þótt sama væri umhverfið. Foreldrar mínir voru báðir Húnvetning- ar aó ætt og uppruna og raunar skyld, en samt hafði uppvöxtur þeirra verið harla ólíkur. Faðir minn hét Halldór Jónsson f. 6. maí 1894 og móðir mín Þorbjörg Jóns- dóttir f. 4. janúar 1900. Föðurforeldrar mínir þau Guðrún Ólafsdóttir frá Eiríks- staðakoti í Svartárdal og Jón Ólafsson ffá Leysingjastöðum í Þingi bjuggu sinn stutta búskap á Másstöðum í Vatnsdal, en urðu fyrir því óláni að skriða tók allan búsmala þeirra og batt það enda á búskap þeirra. Guðrún gerðist ráðskona í Galtanesi í Víðidal en Jón var lausamaður og fékkst við tamningar og varð raunar víðþekktur hestamaður. Hann varð síðar bóndi á Mýr- arlóni ofan við Akureyri og ætíð kenndur við þann bæ. Faðir minn fæddist eftir að þau slitu búskap og ólst upp hjá móður sinni ásamt eldri systur sem Ingibjöig hét. Ingibjöig var námshestur mikill og braust til mikillar skólagöngu innan lands og utan. Varð ffamkvæmdastjóri KFUK á Norðurlöndum og síðar rithöfundur og fyrirlesari í Englandi. Halldór faðir minn gekk hins vegar eina viku á ævi sinni í skóla. Samt talaði hann norsku og dönsku, skildi sænsku og hrafl í fleiri málum. Höf- uðáhugamál hans voru þó jarðfræði og landaffæði. Hann var sem sagt dæmigerð- ur sjálfmenntaður, greindarmaður, eins og mörg önnur böm lióinnar aldar. í sveit á ættarslóð í júní 1942 kom ég í fyrsta sinn á Norð- urland. Jón Kr. Jónsson, afi minn á Más- stöðum, varð 75 ára 28. júní og við mamma fómm að heilsa upp á hann. Ekki svo að skilja að ég þekkti ekki Húnavatns- sýslu fyrir, síður en svo. A bemskuheim- ili mínu í Reykjavík var um fátt meira rætt en Vatnsdalinn og Þingiö og Húnavatns- sýslumar yfirleitt. Ég vissi meira um bæ- ina í næstu dölum við Þingið heldur en um götur Reykjavíkur og karlamir og konum- ar þar vom mér miklu kunnuglegri en þeir sem settu svip á bæ í Reykjavík. Þetta kemur til af því að ég er Húnvetningur í ótal ættliði aftur og slíkt verður ekki skol- að af á einni kynslóð. Aldrei þegar ég ek um Húnavatnssýslu finnst mér ég vera ein á ferð. Ég veit og finn að á hverjum götu- slóða em spor forfeðra minna og ættingja og ég þekki örlög þeirra margra þó að hula tímans hafi breiðst yfir sögu þeirra að miklu leyti. Gaman væri að vera skáld og geta skrifað nokkrar Guðrúnar ffá Lundi bækur um sögu þess. Þessi koma mín í afmæli afa á Más- stöðum var upphafið að því að ég var sum- ar eftir sumar í sveit í Húnavatnssýslu. Fyrst hjá afa þar sem ég gat mér það helst til frægðar að detta þrisvar í flórinn sama daginn. Afi og Halldóra síðari kona hans vom framfarafólk. Ræktuðu grænmeti meira en flestir aðrir, komu upp trjágarði með gosbmnni og settu upp saunabað í torfbænum sínum. Stundum fékk ég að vera hjá afa úti í smiðju og horfa á hann smíða skeifur. Hann átti líka rennibekk inni í baðstofú þar sem hann renndi stóra og smáa hluti. Hjá þeim var ég þó aðeins eitt sumar en fór næsta sumar að Bjama- stöðum til móðursystur minnar, Guðrúnar, og var þar í fimm sumur. Þar lærði ég að kveðast á, Pálmi bóndi kenndi mér það. Og þama tók ég þátt í öllum almennum sveitastörfum. Bærinn á Bjamastöðum var torfbær og að hluta til á annað hundrað ára gamall. Jarðnæði er lítið á Bjamastöðum og sótt- um við engjar á stórbýlinu Hjallalandi. Við fómm ríðandi að morgni og höfðumst við á engjunum til kvölds. Engjamar vom líka hólmar úti í Hóðinu sem er stórt stöðuvatn yst í Vatnsdal og myndaðist við mikil skriðuhlaup úrfjallinu um 1720. Djúpt var á milli sumra hólmanna og þurfti stundum að gæta að sér svo hestamir lentu ekki í hyljum og fæm á sund. Þetta vom dýrðar- dagar. Auðugir af reynslu og hæfilegri vinnu fyrir ungar herðar. Dvölin í Vatnsdal og Víðidal mótaði mig mjög Guðrún frænka mín og Pálmi maður hennar áttu þrjá syni. Sá yngsti, Ellert, var helsti leikfélagi minn. Var ekki laust við að ég hefði slæm áhrif á hann á köflum, var enda eldri og brellóttari. Eitt sinn, til dæm- is, höfðum við fengið leyfi Pálma bónda til að ríða milli hliðanna sem girtu af landar- eignina. Okkur fannst þetta afar gaman og ég gaukaði því að Ella, að pabbi hans hefði ekki sagt hve oft við mættum fara. Þetta sá Elli, að var ekki nema satt og við hófum nú þeysireið milli hliðanna meðan Pálmi faðir hans var reiðari og reiðari heima á hlaði. Loks sáum við að við væmm að gangaoflangt enda hestamir þreyttir eft- ir strit dagsins og héldum til bæjar og biðu okkar óblíðar viðtökur. En ekki var þetta erft við okkur lengi. Hey var bundið á engjum og það flutt á klakk til lands og stundum alla leið út að Bjamastöðum. Þessir búskaparhættir vom að hverfa með nýrri tækni og heyra nú sögunni til. Síðustu tvö sumrin mín í Húnvatns- sýslu var ég á Litlu-Asgeirsá í Víðidal hjá systur minni Elínborgu og manni hennar Halldóri Gíslasyni frá Hvarfi. Þau bjuggu á Litlu-Ásgeirsá sem var bær rétt á móti Galtanesi þar sem faðir minn fæddist og var ég nú enn á ættarslóðum, og í Auðunn- arstaðakoti handan Víódalsár, skáhallt sunnan Auðunnarstaða, hafði amma mín Elínborg fæðst. Á Litlu-Ásgeirsá var líka torfbær og varð að ná í vatn út í ána sem fellur í fallegum fossi milli Stóm- og Litlu- Ásgeirsár. Halldór mágur minn var dugn- aðarmaður og slík hamhleypa að hann hljóp jsegar hann rifjaði flekki og annað var eftir því. Hann hafði geysimikla og fall- ega tenórrödd og söng mikið. Systir mín hafði líka gaman af söng og kastaði einnig fram vísum. Þennan hæfileika hafði hún frá föður mínum sem var góður hagyrð- ingur. Þau Elínborg systir og Halldór keyptu sér eyðijöiðina Kambshól í Víðidal sem var heiðarbýli. Þau byggðu upp á jörðinni og bjuggu þar myndarbúi. Nú var Halldór látinn og sonur þeirra tekinn við búi. Pabbi byggði fyrir þau bæjaihúsið og hafði af því mikla gleði. Hann hafði meðan bömin hans vom í bemsku á Másstöðum sent þeim lítið oigel að gjöf. Nú var oigelið flutt að Kambshóli og möig kvöldin komu sveitungamir sam- an í Kambshól og spiluðu á orgelið og sungu fram á nótt. Nú er þetta orgel í byggðasafninu í Hrútafirði. Þau hjónin áttu tvö böm, Jón og Elísabetu. Jón býr á Kambshóli og Elísabet er gjaldkeri í spari- sjóðnum á Hvammstanga. Dvölin í Vatnsdal og Víðidal mótaði mig mjög og gaf mér innsýn í tilveru fólks til sveita sem gagnast hefur mér vel á lífs- leiðinni. Það má segja að borgin og sveit- in eigi jöfn ítök í mér. Þegar ég var ung fyrir norðan þurfti ég ætíó að standa klár á því að verja Reykjavík og Reykvíkinga en fyrir sunnan skipa ég mér í hóp þeirra sem tala máli sveitanna og reyni að stuðla að þeirra hag. Búskapur var að mesm lífrænn þegar ég var fyrir norðan og ég er ekki í nokkmm vafa um, að í lífrænni ræktun og ræktun landsins, baráttu gegn örfoki og ræktun nytjaskóga er fólgin framtíö Is- lands, ekki síður en í hinni mannlegu þekkingarauðlind sem við verðum líka að hlúa að, og margir mæra sem helstu auð- lind okkar. (Kaflabrot úr bókinni, Lífsgleði, frá Hörpuútgáfunni.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.