Feykir - 24.01.1996, Blaðsíða 6
6FEYKIR 3/1996
Heilir og sælir lesendur góðir. Gerð
skal tilraun til að leiðrétta eina af vísum
Jóns Gissurarsonar sem birtist í síóasta
þætti.
Ennþá tíðin yljar blíð
ei mig níðir vandinn.
Afram líður œvin þýð
engum kvíða blandin.
Þá var í síðasta þætti spurt um höfund
vísu sem þar birtist. Tel ég mig hafa feng-
ið greinargóðar upplýsingar þar um og
mun höfundurinn vera Jón Benediktsson
Höfnum á Skaga. Þar sem vísan mun
ekki hafa verið rétt meðfarin tel ég rétt að
birta hana aftur.
Enga blíðu útifinn
enn er hríðar kliður.
Ætlar tíðar andskotinn
allt að ríða niður.
Ekki á þessi vísa við það góða tíðarfar
sem ríkt hefur nú undanfarið og gott hef-
ur verið að lifa við á þessum tíma árs. Ég
held að það hafi verið Bjami ffá Gröf sem
komst eitt sinn svo að orði.
Eg hefbeinar brautir lagt
burtu meinin skrifa.
Það er í einu orði sagt
unun hrein að lifa.
Mjög góður vetur mun hafa verið þeg-
arLúðvík Kemp orti svo.
Margt er ífréttum, mikið ort
messar séra Pétur.
Enda hefur engan skort
áfengi í vetur.
Onnur vísa kemur hér sem ber það með
sér að vera ort að vetri til. Held ég að hún
sé eftir Svein Hannesson frá Elivogum.
Óðum ber að bœttum hag,
bráðumfer að hlána.
Leysir frera lengir dag,
loftið er að blána.
Sú tíðindi spurðust nú í vetur að maó-
ur nokkur hefði lent í nokkuð tímafrekri
heimsókn í opinberri byggingu á Sauðár-
króki. Aðalbjöm Benediktsson orti svo
eftir að hafa spurt þessi tíðindi.
Ingvar hann rak sig á refsilög ströng
og reyndist það etfiður biti.
Hann varð að bíða og biðin var löng
hann beið efitir löggu með viti.
Ekki kann ég að segja frá af hvaða til-
efni næsta vísa hefur verið gerð en höf-
undur mun vera Steinbjöm Jónsson.
Drengja solli sig frá dró
svo ei olli skaða.
A til hollar óskir þó
Unnur Bollastaða.
Þá kemur þorrablótsvísa sem mun
vera eftir Steingrím Baldvinsson.
Mjöður er hér afmörgum sortum
nuetur eins og girnist hver.
Eg hefsjaldan áður ort um
efni sem er kœrra mér.
Einhverju sinni er Steingrími vom
veitt laun fyrir skáldskap orti hann svo.
Eg hélt ég vœri lítill listamaður,
litu fleiri eins á það,
bölvað er að vera verðlaunaður
og vita ekkifyrir hvað.
Ekki hefúr umræðan verið sérstaklega
gáfuleg að mati Steingríms þegar hann
orti svo.
Varla erfœrt upp úr vaðlinum hér
vitinu höfuð að teygja.
Algengust heimska í heiminum er
að hafa ekki vit á að þegja.
Einn af þeim sem lagt hefur vísnagerð
lið um æviárin, Þorsteinn Guðmundsson
á Skálpastöðum, hefur nú nýverið verið
kallaður úr þessum heimi. Eftirfarandi
vísa mun vera eftir hann.
Aldrei hestur beisli bar
betur sprettifeginn.
Var sem hryndu hendingar
hvar sem hann snerti veginn.
Þá held ég að eftirfarandi vísa sé
einnig eftir Þorstein.
Vel ég finn mér vœri það
veiga mestur auður.
Efþú gœtir gert mig að
góðum manni Rauður.
Þá kemur aó lokum fallega orðuð sú
hugsun sem margir hafa þegar birtan fer
að lengjast og vetrinum hallar á seinni
hlutann. Höfundur er Gissur Jónsson ffá
Valadal.
Daglega ég dreifi áfrest
döpru vetrar sinni.
Vorið hefur vakið best
von í sálu minni.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Körfubolti 1. deild kvenna:
Tap gegn íslandsmeist
urum Breiðabliks
Tindastóll er nú aftur farinn
að blanda sér í baráttu efstu
liða í úrvalsdeildinni og hefúr
þegar tryggt sér sæti í sæti í
úrslitakeppninni. Liðið vann
tvo góða sigra í síðustu viku.
Fyrst Skallagrím á Króknum
sl. fimmtudagskvöld með 20
stiga mun, 82:62, og síðan
Þórsara með 5 stiga mun á
Akureyri 76:71.
Tindastóll tók fljótlega ffum-
kvæðið í leiknum á Akureyri og
hittnin var góð, 9 þriggja stiga
körfur fóru ofaní í fyrri hálf-
leiknum. Þar af átti Lárus Dagur
fjórar úr fimm skotum, en Lárus
er mjög heitur þessa dagana og
skotnýtingin góð. Þegar skammt
var til leikhlés var forusta
Tindastóls oróin 19 stig, en
Þórsurum tókst að minnka mun-
inn í 13 stig fyrir leikhléið og þá
var staðan 46:33.
Þór skoraði síðan níu fyrstu
stigin í seinni hálfleiknum.
Tindstóll reif sig aftur upp, en
heimamönnum tókst í tvígang
að minnka muninn í eitt stig. En
þrautseigja Tindastólsmanna var
mikil, liðið sýndi styrk sinn og
vann öruggan sigur 76:71.
Liðsheildin hjá Tindastóli var
góð eins og í síðustu leikjum.
Lárus Dagur skoraði mest 18
stig, Torrey var með 17, Pétur
16, Ómar 10, Hinrik 7, Atli 6 og
Amar 2 stig.
„Þetta var sigur liðsheildar-
innar, baráttan góó og nú emm
við famir að gera hluti sem við
vomm að gera í byrjun móts í
haust. Nú þýðir ekkert annað en
setja stefnuna á fjórða sætið í
deildinni. Ef við vinnum Þór á
laugardaginn aukast möguleik-
amir á því“, sagði Pétur Guð-
mundsson ffamvörðurinn sterki
í Tindastólsliðinu eftir góðan
sigur liðs síns gegn .Skallagrími
á Sauðárkróki í skemmtilegum
og fjömgum leik á fimmtudags-
kvöldið.
Það vom gestimir frá Borgar-
nesi sem byrjuðu betur og það
var ekki fyrr en um miðjan hálf-
leikinn sem heimamönnum
tókst að komast yfir, en eftir það
höfóu þeir yfirleitt ffumkvæði í
leiknum. Skallagrímsmenn vom
þó vel inni í leiknum þar til
komið var fram yfir miðjan
seinni hálfleik. Þá kom góður
kafli hjá Tindastólsmönnum og
leiðir skildu. A lokakaflanum
var svo greinilegt hvort liðið var
sterkara og Tindastólsmönnum
tókst það sem þeir höfðu reynd-
ar lítið gælt við fyrir leikinn, það
er að vinna upp tapið ffá viður-
eign liðanna í Borgamesi fyrr í
vetur. Þá tapaði Tindastóll með
19 stiga mun, en liðið stendur
nú betur en Skallagrímur í deild-
inni er með 26 stig í 5. sæti
deildarinnar.
Liósheildin var góó hjá
Tindastóli en Pétur Guðmunds-
son þó bestur. Hinrik Gunnars-
son var drjúgur allan tímann og
lék ágætis vörn gegn Ermol-
inski. Láms Dagur var góður í
fýrri hálfleiknum og hitti vel á
þeim kafla sem Tindastóll náði
yfirhöndinni í leiknum. Omar,
Torrey og Arnar léku einnig
skínandi vel.
Stig Tindastóls: Pétur G. 20,
LámsD. 17, ÓmarS. 14, Torrey
13, HinrikG. 10, AmarK. 8.
Það er alkunna aó skammdeg-
ið leggst misjafnlega í fólk og
margir fagna því þegar sól fer að
hækka á lofti að nýju. Nú er rúm-
ur mánuður liðinn frá því að sól-
argangur var skemmstur og það
má því segja að svartasta
skammdegið sé að mestu liðið.
Upp frá þessu fer daga að lengja
hraðar en gert hefur frá vetrarsól-
stöðum og fólk fer aó sjá vem-
legar breytingar á birtutíma á
næstu dögum.
I fyrradag 22. janúar er birt-
ing kl. 9,31, sólris 10,40, sólarlag
16,08 og myrkur 17,18. Frá ára-
Kvennalið Tindastóls hafði
ekki erindi sem erflði þegar Is-
landsmeistarar Breiðabliks
komu í heimsókn sl. laugar-
dag. Það voru fyrstu mínútur
leiksins sem reyndust Tinda-
stóli afdrifaríkar. Heimamenn
voru þá afar slakir og íslands-
meistararnir gengu á lagið.
I>egar síðan Tindastólsliðið fór
í gang gaf það úrvalsliðinu í
Kópavoginum lítið eftir og t.d.
tapaðist seinni hálfieikurinn
aðeins með fjórum stigum.
Staðan í Ieikhléi var 21:36 og
lokatölur 57:76.
Strax í fyrstu sókn Tindastóls
hmndi tuminn í Tindastólsliðinu
Audry Codner og þurfti að yfir-
mótum hel'ur dagrenningin færst
fram um 19 mínútur, en myrkur
aftur um 47 mínútur. Daginn
mun lengja mun meir á næstu
þrem vikum, dagrenningin mun
þá færast fram um 49 mínútu og
myrkur færast aftur um 64 mín-
útur. Daginn mun því lengja á
þessum tíma um þrjá stundar-
fjórðunga umfram það sem gerst
hefur í byrjun ársins. Birting 12.
febrúar nk. verður kl. 8,33, sólar-
lag kl. 17,26 og myrkur verður
kl. 18,22. Þessar upplýsingar eru
fengnar úr almanaki Háskóla Is-
lands.
gefa völlinn, en hún á við þrálát
hnémeiðsli að stríða. Þegar
Audrey síðan kom inn á um
miðjan hálfleikinn og sýndi
meiri keppnishörku en hún hefur
oftast sýnt í vetur, í þeim leikjum
sem blaðamaður hefur séð, þá
fóru hlutirnir að ganga hjá
Tindastóli. Vamarleikur Tinda-
stóls var á stórum köflum ágætur
og sóknarleikurinn í lagi.
Audrey Codner var langbest í
liði Tindastóls. Kristín, Sigrún
og Rúna Bima léku líka ágæt-
lega og í heild barðist liðið vel.
Codner skoraði 26 stig, Kristín
Magnúsdóttir 11, Rúna Bima
Finnsdóttir 8, Sigrún Skarphéð-
insdóttir 6, Sandra Guðlaugs-
dóttir 2, Dagbjört Hermunds-
dóttir 2 og Eygló Agnarsdóttir 2.
í liði Breiðabliks fór banda-
ríski leikmaðurinn Betsy Harris
á kostum, skoraði 28 stig auk
fjölda stoðsendinga. Hanna
Kjartansdóttir lét líka mikið að
sér kveða, skoraði 19 stig. Þær
stöllur Bima Valgarðsdóttir og
Inga Dóra Magnúsdóttir, fyrr-
verandi Tindastólsmenn, eru
meðal þeirra bestu hjá Breiða-
bliki og báðar i byrjunarliði.
Bima gerði 10 stig í leiknum og
Inga Dóra 6. Báðar léku þær vel,
en það gefur auga leið að með
svo frábæran leikmann innan-
borðs og Harris, þurfa hinir í lið-
inu ekki að sýna eins mikið
frumkvæði.
Birtutíminn lengist