Feykir - 03.04.1996, Qupperneq 3
13/1996 FEYKIR 3
„Ótrúlegt hvað
árið líður f Ijótt"
Fregnir af Guðmundi frá Veðramóti
Sl. haust fór Guðmundur Ein-
arsson frá Veðramóti sem AFS
skiptinemi til Massachusetts
fylkis í Bandaríkjunum. Bær-
inn sem hann dvelur í heitir
Auburn og eru þrír unglingar
á heimilinu, ein stelpa og tveir
strákar. Við fengum fregnir af
dvöl Guðmundar ytra og kíkt-
um í bréf frá honum.
„Það er ótnílegt hvað árið er
fljótt að líða. Eg trúi því varla að
ég sé meira en hálfnaóur með
dvölina hérna. Það er búið að
vera mjög gaman, en það
skemmtilegasta af öllu var að
spila amerískan fótbolta. Eftir
um það bil 2 vikur byrja ég að
æfa frjálsar íþróttir sem endast út
maí“.
Guðmundur hefur ferðast
töluvert þennan tíma og farið
meðal annars á bændahátíð í
Woodstock, Connecticut og
einnig ferðast töluvert með AFS
en samtökin skipuleggja ferðir
með skiptinemum sem búa á
sama svæði. Farið var til Boston
og Rhode Island. Einnig hefur
Guómundur fengið tækifæri til
að fara á skíði sem er meira en
Skagfirðingar geta státað af
þennan vetur.
Guðmundur stundar nám í
bandarískum skóla og er í efsta
bekk. Þess má geta að í ensku
fékk hann hæstu einkunn í
bekknum eða 9,7. „Utskriftin
verður 7. júní og svo hef ég mán-
Guðmundi finnst ameríski
fótboltinn mjög skemmtilegur.
uð til að slappa af áður en ég
kem heim. Sjáumst í júlí!“, segir
Guðmundur.
AFS-deildin á Sauðárkróki
hvetur þau ungmenni frá 16 ára
aldri sem áhuga hafa á því að
fara sem skiptinemar að hafa
samband við Debbie í síma 453
6097 eða Ásdísi í síma 453 5045,
þar sem hægt er að fá nánari
upplýsingar.
Tilboð opnuð í hækkun Blöndustíflu:
Ræktunarsamband
Flóa- og Skeiða með
langlægsta tilboðið
Ræktunarsamband Flóa- og
Skeiða átti langlægsta tilboð í
hækkun Blöndustíflu en þau
voru opnuð hjá Landsvirkjun í
gær. Tilboð Flóa- og Skeiða-
manna var að upphæð 81,3
milljónir, eða einungis 51% af
kostnaðaráætlun, sem var 159
milljónir króna.
Völur hf. átti næst lægsta
tilboð 113,8 milljónir, Ingileifur
Jónsson bauð 117,6 milljónir,
ístak hf 128,5 milljónir, Háfell hf.
128,8 milljónir, Suðurverk hf
bauó 135,2 milljónir og langhæsta
tilboöið kom frá Firði hf. og
Rögnvaldi Ámasyni að upphæð
149,4 milljónir.
Verkið er fólgið í því að
Blöndustífla við Reftjamarbungu
verður hækkuð um 3,5 metra og
yfirfall Blöndustíflu verður
hækkað um 3,7 metra og lengd
um 130 metra eins og ráð var
fyrir gert við upphaflega hönnun
virkjunarinnar. Verkinu skal lokið
fyrir 1. nóvember nk.
Viö þessar framkvæmdir vex
flatarmál Blöndulóns úr 39 í 56
ferkílómetra og miðlunarrými úr
220 í 400 gígalítra. Þá eykst
orkugeta raforkukerfísins um 165
gígawattsstundir.
Gleðilega páska!
að kenna nema hlutaðeigandi.
Þessir fuglar eru eins og ég.
Þeir hafa ekki nennt að tálga
blýantinn en sitja bara súrir á
svip og naga hann og ætlast til
aó aðrir túlki þær skoðanir sem
þeir em talsmenn fyrir. Eg segi
hiklaust að Sauðárkrókur mundi
setja stórlega niður ef Feykir
væri ekki hér og það yrðu fleiri
en við sem mundum sakna
hans.
Þá er ég kominn að því sem
ég vildi nota sem umræðuefni.
Er hér fyrirkomulag sem
bjargað gæti þjóðkirkjunni?
Þegar ritstjórinn spurði mig,
hvort ég vildi segja fréttir „Und-
ir Nöfúm“ var ég ekki viss um
hvort ég hefði tíma, hvort ég
gæti sagt eitthvað af viti, eða
hvort mig langaði til að hafa
skoðun á lífinu yfirleitt.
Við nánari yfirvegun sá ég
að ekkert af þessu var rétt, víst
hafði ég tíma, vit og skoðun og
gat þess vegna skrifað pistilinn.
Það sem mig vantaði var vilji og
dugnaður. Sem sagt, ég nennti
því ekki, en það er auðvirðileg-
asta afsökun sem til er.
Þórhallur kvartar réttilega
undan deyfð manna og afskipta-
leysi um Feyki, meðan hlutimir
em nokkum veginn í eðlilegu
fari. Hitt er ég sannfærður um
að kæmi til tals að leggja blaðið
niður mundi mikill grátkór fara
af stað og þá væri ég að öllum
líkindum forsöngvari, að
minnsta kosti líklegur umsækj-
andi um stöðuna. Málfrelsi er
svo dýrmætt að án þess gæti
ekki þrifist eðlilegt mannlíf á Is-
landi, en þessu gleymi ég stund-
um og þá líka því að ef ég legg
ekkert að mörkum til að varð-
veita og viðhalda því, gæti það
glatast.
Þetta er mergurinn málsins „-
Litla gula hænan“ lenti í þessu
þegar allir sögðu „ekki ég“ og
oft er svo með mig að þessi fá-
ránlega setning kemur á tung-
una, „þetta er ekki mitt mál“.
Þrátt fyrir að Feykir er mest-
anpart skrifaður af ritstjóranum,
hefur tekist að halda því fari, að
óháða línan er ráðandi. Auðvit-
að em alltaf einstaka vælukjóar
sem rísa upp á afturfótunum og
kvarta, segja að hitt og annað
sem birt er, sé ekki nægjanlega
skoðað og þau sjónarmið sem
þeir hafi fái ekki nægjanlega
umfjöllun, en það er engum um
Ég sakna þess að hér á Krók
er allt í sæmilegu ástandi. Hér er
verið að tala um sameiningu
sveitarfélaga í Skagafírði. Hvers
konar dauðyfli em þetta? Því er
ekki rifist og skammast? Það
væri mikið meira gaman.
Eins er með safnaðarmál.
Fjölmiðlar standa á öndinni
vegna Langholtsdeilunnar og
biskupamála, en enginn talar um
það að hér á Krók er allt safhað-
arstarf og trúarmálefm í einingu
og bræðralagi.
Af hverju fer enginn af þess-
um vösku fréttariddurum að
rannsaka það, hvort hér hafi ver-
ið fundið upp það fyrirkomulag
sem gæti oröið til bjargar þjóð-
kirkjunni á þessum síðustu og
verstu tímum.
Ég spyr bara svona?
Króksari.
Vegna páskanna kemur næsta bla
.7.
Ng vs5«f.jr'
Z&M t
1 ÉwWL
m
Páskamót í
knattspyrnu
á Sauðárkróki
Mánudagur 1. apríl kl. 20,00 Neisti - Hvöt (úrslit 1:1)
Mióvikudagur 3. apríl kl. 20,00 Tindastóll - Kormákur
Laugardagur 6. apríl kl. 10,30 Tindastóll - Neisti
Mánudagur 8. apríl kl. 13,00 Tindastóll - Hvöt
Mánudagur 8. apríl kl. 15,00 Kormákur - Neisti
Þriójudagur 9. apríl kl. 15,00 Hvöt - Kormákur
Tindastóll.