Feykir - 03.04.1996, Side 4
4FEYKIR 13/1996
„Óttast að dalurinn eigi eftir að fara í eyði"
segir Sigmundur Jónsson bóndi á Vestari-Hóli í Flókadal í Fljótum
„Þaó lá fyrir aó laga þyrfti fjósió
eitthvað ef ég ætlaói aó halda
áífam mjólkurffamleiðslu, kröfum-
ar þar eru alltaf að aukast. Ég var
byrjaður á því, farinn aö negla stál-
klæöninguna upp í loftið þegar
annar handleggurinn bilaði. Þá sá
ég aö þetta þýddi ekki lengur, enda
var ég líka kominn á tímann“, seg-
ir Sigmundur Jónsson bóndi á
Vestara-Hóli í Flókadal í Fljótum.
Vestari-Hóll er nú næst ffemsti
bærinn sem búió er á í Flókadal. A
síðustu árum hafa farið þrír bæir
þama framan vió í eyöi, og þrír
aórir þar ffaman viö fóm í eyði um
miöja öldina. Sigmundur óttast þaó
eins og fleiri Flókdælingar aó dal-
urinn eigi allur eftir aö fara í auðn
og jafnvel Rjótin öll. Sveitin er
snjóþung og nær ógjömingur að
stunda vinnu meó búinu vegna erf-
iðra vetrarsamgangna í venjulegu
árferói. Sigmundur á Vestara-Hóli
þráast þó enn vió. Hann er ennþá
meó kýr til heimilis og um 70 fjár.
Sjálfur segist hann efast um að afi
sinn, sem lengi bjó á Vestara-Hóli,
hafi nokkum tíma verió meó svona
stórt bú.
Ég er fæddur héma á Vestara-Hóli og
ólst upp við mikið ástríki hjá afa mínum
og ömmu, Sigmundi Jónssyni og Hall-
dóm Baldvinsdóttur. Ég held að afi hafi
ekki skammað mig nema einu sinni og
hló þá um leið. Foreldrar mínir fluttu
fljótlega eftir að ég fæddist að Hálsi, býli
sem var héma hinum megin vió ána og
faðir minn var þar síðasti ábúandi. Þegar
ég var á sjöunda árinu fluttu þau suður
ásamt systur minni. Hér undi ég mér svo
við leik og störf til fúllorðinsáranna. Sum-
arið 1956 fór ég í fyrsta skipti í burtu til
að vinna, fór þá í vegavinnu. Um veturinn
var svo haldið á vertíð til Vestmannaeyja.
Síðan kom ég heim um vorið og var í
vegavinnu um sumarið. Fljótlega upp úr
því tók ég svo við búi hér á Vestara-Hóli
og hef dundað hér á hólnum síðan".
Eitthvað minnistætt frá bemskuámn-
um?
,J>að er auðvitað mars að minnast. Ég
var t.d. ekki gamall þegar ég fór að vinna
og ekki nema 10 ára þegar ég fékk borgað
kaup í fyrsta skipti, og það var reyndar
íyrsti peningurinn sem ég eignaðist. Þetta
vildi þannig til að þá var verió að leggja
veginn héma fram dalinn. Þá vom ung-
lingar og þrekminni menn látnir teyma
hestana sem vom fyrir malarkermnum, og
kallaðir kúskar. Vegna veikinda vega-
vinnumanns þurfti að færa einn 14 ára
strákinn úr kúskinu í það að moka möl í
kermmar og við það losnaði pláss handa
mér. Ég fékk vinnu í einn dag og vann
mér inn sjö og hálfa krónu, sem mér
fannst vitaskuld miklir peningar. Þá var
tímakaup unglings 75 aurar á tímann eða
helmingur af tímakaupi fúllorðinna.
Góð veiði
Ég held mér sé samt ekkert eins minn-
isstætt út bemskunni og eitt skiptið sem
von var á mömmu í heimsókn. Ég var
smápolli þegar þetta var. Þaó var búið að
búa mig í sparifötin og sagt að hafa hægt
um mig. A þessum ámm var hver lækjar-
spræna full af fiski og ég hafði ákaflega
gaman af veióiskap. Ég gat ómögulega
stillt mig um að veiða í Hólsánni héma
fyrir norðan bæinn, þó ég væri komin í
sparifötin. Þessi veiðiferð mín endaði með
því að ég steyptist á hausinn í ána og
þurfti að draga hverja spjör rennblauta af
mér.
Svo var það í annað skiptið sem ég var
við veiðiskap í Hólsánni og var þá einnig
afar kappsamur. Ég veiddi fiskinn þannig
að ég lá á bakkanum með ullarvettlinga á
höndunum, óð ofan í ána og greip fiskinn
og henti honum upp á bakkann. Það var
svo gott að vera með ullarvettlingana
vegna þess að fiskurinn varð svo stamur á
þeim að það var alveg nóg að ná í sporð-
inn á honum, þá fékkst hald. Veiðin gekk
vel þennan dag og ég henti hverjum fisk-
inum á fætur öðram upp á bakkann. Þegar
ég svo ætlaði að taka veiðina saman og
fara með heim, þá var enginn einasti fisk-
ur á bakkanum. Ég hafði ekki gáð að því
að bakkinn hallaði svo mikið að þeir náðu
allir að sprikla út í aítur“.
Hjálpsamir nágrannar
Hvemig var svo á vertíð í Eyjum?
„Þó ég haíi búið hérna einn, þá hef ég
aldrei komist í nein vandræði“, segir
Sigmundur á Vestara-Hóli.
„Það var ágætt, þá var mikið líf á ver-
tíð í Eyjum eins og er sjálfsagt enn. Mikil
vinna, sérstaklega um tíma þegar algjör
landburður var af fiski. Þá var unnið eins
lengi og menn þoldu. Eftir nokkra daga
var liðið farið aó grisjast ansi mikið, menn
uppgáfu sig gjörsamlega og mætingamar
versnuðu til muna. Ég kunni ágætlega við
vinnuna og hefði vel getað hugsað mér aó
setjast að í Eyjum ef ekki hefði komið eitt
til. Ég fann að mig bráðvantaði skepnum-
ar.
Hvað búskaparárin varðar, þá hefur
mér liðið ákaflega vel héma á hólnum.
Sáttur við guð og menn og sveitastörfin
hafa verið mér hugleikin. Þó ég hafi búið
héma einn, þá hef ég aldrei komist í nein
vandræði með það sem ég hef verið að
gera. Ef mig hefur vantað aðstoð þá hafa
sveitungar mínir alltaf verið tilbúnir aó
rétta mér hjálparhönd. Ég minnist þess að
þegar ég byggöi fjósið árið 1977 og þurfti
á þónokkm liði að halda í steypuvinnu, að
þá var aðeins einn maður sem gat ekki
hjálpað mér og ég vissi að hann gat það
alls ekki. Þessa hjálpsemi er erfitt að iúll-
þakka.
En ég hef líka bmgðið mér af bæ ein-
staka sinnum. Skemmtilegustu dagar sem
ég hef lifað, átti ég líklega á Laugarbakka
helgi eina síðasta sumar, en þar var haldið
ættarmót í ættinni minni. Þetta var ákaf-
lega fjölsótt samkoma og ég varð alveg
undrandi á því að hitta allt þetta fólk, því
margt af því hafði ég ekki hugmynd um
að væri til.
Kúbeinshvarfið
En það er eitt atvik sem ég get sagt þér
frá , sem sýnir að þó menn þekki hverja
þúfu á sínum heimaslóðum verða þeir að
fara varlega. Það hagar svo til í hnjúknum
héma fyrir ofan að klettabelti er bæði að
norðan og sunnan, á milli er svo móhella.
Maður var vanur að fara þama yfir og
markaði þá aðeins ofan í móhelluna. Það
var svo einu sinni þegar ég var í göngum
þama og gekk út á móhelluna að ég mark-
aði ekki ofan í og var í þann veginn að
renna. Ég náði að halda mér með fingur-
gómnum við klettabeltið og fikra mig
yfir. Þegar ég kom á skeiðina hinum meg-
in skalf ég eins og hrísla og þurfti aó hvíla
mig þar langa stund. Það höfðu verió
miklir þurrkar lyrir göngumar sem gerðu
móhelluna svona eitilharða. Þama um
haustið hrapaði veturgömul kind til dauðs
á þessum sama stað“.
Talið berst að huldufólki og öómm
kynjavemm sem fólk í Fljótum telur sig
hafa orðið vart við, en t.d. var álitið að
Þorgeirsboli hafi verið þar á ferð.
„Ég veit ekki hvað skal segja, en get
þó ekki neitað því að eitt atvik gerðist hér
sem ég hef ekld fengið neinn botn í. Það
var þannig að þegar ég var með fé í
gömlu fjárhúsunum héma íyrir ofan átti
ég kúbein sem ég lagði alltaf frá mér á
sama bitann og gat þar gengió að því. Svo
einu sinni þegar ég ætlaði að fara að nota
kúbeinið, var það ekki á bitanum. Mér
fannst þetta ansi sérkennilegt en gleymdi
þessu svo er fiá leið. En nokkmm vikum
seinna sá ég svo mér til undmnar að kú-
beinið var komið aftur á bitann. Ég hef
aldrei getaö fundið neina áþreifanlega
skýringu á hvarfi kúbeinsins“.
Ónýtur til puðs
Sigmundur gerir þónokkuð að því að
setja saman vísur og hefur oft samið bragi
fyrir þorrablótið og fleiri skemmtanir.
„Þetta dettur bara í mann allt í einu, en
svo getur maður lokast svo stundum að
það er vita ómögulegt að setja nokkuð
saman".
Hvemig hafa sveitungar þínir tekið því
þegar þú hefur ort um þá?
„Bara vel. Það hafa allir tekið þessu
sem saklausu gríni, sem það hefur verið,
og enginn móðgast. Ég samdi t.d. einu
sinni heilmikinn brag þar sem naffi hvers
einasta bónda í sveitinni var nefnt og þeir
tóku því allir vel. Þessi bragur var saminn
í tilefni samkomu sem hér var haldin á
vegum búnaðarfélagsins, en á tímabili
buðu búnaðarfélögin í nágrenninu hvert
öóm á skemmtanir sem þau héldu.
Einu sinni var ég að bera inn fóður-
blöndu og var orðinn ansi þreyttur. Þá
varó þessi vísa til.
Ónýtur ég er til puðs,
annað lífnm dreyma.
Krafturinn er kominn til guðs
en kroppurinn ennþá heima.
Þegar fé var slátrað í Haganesvík
fengu bændur að hirða pungana af hrútum
sínum. Þegar slátmn í Haganesvík var
hætt og farið var að slátra uppi á Sauðár-
króki var úr sögunni að bændur fengju að
hirða pungana. Heyrði ég einn bóndann
tala um að það væri djöfullegt að taka
pungana svona af bændum
Sölumenn á Sauðárkrók
sjá nú hag í vœndum.
Það píslavœttis pínu jók,
þeirpunga tóku afbœndum".
□