Feykir


Feykir - 11.09.1996, Síða 4

Feykir - 11.09.1996, Síða 4
4FEYKIR 29/1996 „Ég hef alltaf haft gaman af því að versla" Spjallað við Sigurpál Árnason í Lundi, sem af mörgum er talinn frumbygginn í Varmahlíð Það er komið vor í Varmahlíö og árið er 1942. Enn geysar stríó úti í heimi en þaó er bara friósældin og kyrrðin í Varmahlíó, og þaö er meira aö segja bara búið aó byggja eitt hús í hlíóinni austan undir Reykjarhólnum. Kominn er fyrsti hlutinn af Varmahlíðarhúsinu. Þaö er fátt á þessum tíma sem bendir til þess aö í Varmahlíð eigi eftir aó mynd- ast þorp á næstu áratugum. Bílaumferðin sem fór um þjóöbrautina þá var ekki nema lítió brot af því sem hún er í dag, enda bílaeign landsmanna lítil. Þaó var aö vísu búiö aö virkja heita vatnið sem rann upp úr jöröinni efst í pláss- inu og gera þvottalaug, og þangaó kom fólkið úr sveitinni meö fatnaðinn til þvotta. En þetta vor stendur til aö fara aö nýta vatnió til annarra hluta en þvotta og upphitunar eina hússins í Varmahlíó. Ungur maóur, fæddur og uppalinn í Hegranesinu og nýútskrifaóur úr garóyrkjuskóla ríksins aó Reykjum í Ölfusi, hefur fengió leyfi til aó reisa fyrsta gróöurhúsió í Varmahlíð. Húsió reisir hann vitaskuld skammt frá lauginni, til aó ekki þurfí aó leiða vatniö í leiðslum langar leióir. Þessi ungi maður var Sigur- páll Amason sem gjaman hefur verið kenndur við Lund í Varmahlíð. Margir vilja meina að Sigurpáll sé frumbygginn í Varmahlíð, og hann er altént sé sem reisti fyrsta gróðurhúsið í héraðinu. „Við emm að minnsta kosti þau einu sem emm eftir af því fólki sem kom hingað fyrsL Hinir em fluttir í burtu eða famir ofan í jörðina“, segir Hildur Kristjánsdóttir kona Sigurpáls í Lundi. Þau kynntust í Hvera- gerði meðan Sigurpáll var í garð- yrkjuskólanum og fóm saman í Varmahlíð til að byggja þar gróðrarstöð. Hildur er ffá Skaft- árdal á Síðu. Og búskapurinn byrjaði þetta fyrsta sumar í tjaldi í Varmahlíð og einnig höfðu þau herbergi niður í Húsey, sem þau sváfu í flestar nætur, en vinnu- dagurinn var langur. Þetta þætti í dag undarleg byrjun á hjúskap, að búa að megninu til í tjaldi fyrstu mánuðina á framtíðardval- arstaðnum, eins og þau Sigurpáll og Hildur gerðu. Forvitnilegt að kynnast einhverju nýju Þar sem blaðamaður Feykis er sestur inn í stofu hjá þeim heióurshjónum að Fumlundi 6 í Varmahlíó berst talið fyrst að uppmna Sigurpáls en hann er fæddur og uppalinn að Ketu í Hegranesi. Auk hefóbundinna bústarfa og tveggja ára vem í Hólaskóla stundar hann akstur sem ungur maður í Nesinu, þar á meðal mjólkurkeyrslu. Það lá því beint við þegar hann fór suð- ur nýorðinn tvítugur, að fara í meiraprófið. Sigurpáll segir að það hafi ýmislegt komið til greina hjá sér, en það orðið ofan á að hann færi til náms í garð- yrkju. „Það voru líka nokkrir fé- lagar mínir að fara að Reykjum og mér fannst forvitnilegt að komast eitthvað í burtu og kynn- ast einhverju nýju“, segir Sigur- páll. Að loknu tveggja ára námi að Reykjum, vann hann í eitt ár við garðyrkju syðra, á Reykja- koti í nágrenni skólans og í Reykjahlíð í MosfellssveiL „Já, þá datt mér í hug að byggja mér sjálfur gróðurhús og fara að vinna sjálfstætt. Það hlyti aö vera miklu skemmtilegra en vinna alltaf hjá öörum. Þama byrjaði maður með tvær hendur tómar, byrjaði á því að slá víxil fyrir efninu í húsið, og vinnan var mikil. Eg vann líka heilmikið með gróðurhúsaræktinni fyrstu árin“, sagði Sigurpáll. ,Já hann fór meira að segja fótgangandi út í Glaumbæ meðan verið var að byggja húsið þar“, skýtur Hildur inn í. ,Já þetta var nú aðallega að vetrinum sem ég vann út í frá. Fyrsta veturinn í Varmahlíð bjuggum við í Varmahlíðarhús- inu og þá var verið að byggja prestbústaðinn í Glaumbæ. Eg þekkti smiðinn ágætlega sem byggði það, Ólaf Eiríksson. Ólafur var Hornfirðingur frá Hvalnesi í Lóni og byggði sér nýbýlið Hegrabjarg eftir að hann settist að hérna í Skagafirði. Hann byggði mörg hús héma í héraðinu sem reyndust vel. Sum- arið eftir byggðum við okkur síðan íbúðarhús, sem reyndar stendur enn efst í þorpinu, Norð- urbrún 5 í dag, en var fyrst kall- Varmahlíð í dag séð frá norðri. Efst og ber við Mælifellshnjúk félagsheimilið Miðgarður sem Sigurpáll í Lundi beitti sér mjög fyrir að byggt yrði á sínum tíma. Sigurpáll og HOdur við núverandi heimili sitt, þríðja húsið sem þau hafa byggt í Varmahlíð, Furulund 6. aður Lundur“. Með margt í takinu og varð að sleppa einhverju Sigurpáll byggir á næstu ámm tvö gróðuihús til viðbótar. Fyrsta húsið var um 100 fermetr- ar að stærð, eitt hús svipaðrar stærðar bætist við og annað sem er helmingi stærra. Ræktunin verður fjölbreyttari. Agúrkur bætast við tómataræktunina, og einnig blómarækt. Þar að auki em þau Sigurpáll og Hildur með talsvert af matjurtum ræktuðum utanhúss, sem Sigurpáll segir að ekki hafi verið til hér um slóðir. A þessum ámm er síldarævintýr- ið í algleymingi á Siglufirði og bærinn fúllur af fólki og athafna- lífi. Þetta var aðalmarkaðsvæðið fyrir afúrðimar og gekk ágætlega að selja framleiósluna. En fljótlega bættist fleira við hjá Sigurpáli. Eftir að fólki fjölg- aði í Varmahlíð og umferðin jókst þama um sá hann þörf fyr- ir verslun og fór að versla með ýmsan vaming. „Þegar ég var búinn að vera 15 ár í garðrækt- inni, var ég kominn með svo margt í takið að það varó að láta eitthvað, svo ég seldi gróðrar- stöðina. Eg hafði eignast jörð og var farinn að búa auk þess að versla“, segir Sigurpáll. Hann keypti Ibishól í Seyluhreppi sem er skammt frá Brekku. Mest var Sigurpáll þar með á fjóróa hundrað fjár, en reyndar eftir að Kristján sonur hans hafði gengið til liðs við hann í búskapnum. I- búðarhús hefúr ekki staðið lengi á Ibishóli. Gamall torfbær var jafhaður við jörðu þcgar Sigur- páll keypti jörðina. Það var síðan á árinu 1957 sem Sigurpáll og Hildur flytja ásamt þremur bömum sínum, sem þá vom fædd en þau urðu fimm, í nýjan Lund, sem þau byggðu niður við þjóðveginn. Þar byrjar Sigurpáll að versla fyrir alvöru. „Þetta var mikil verslun á þessum árum. Við versluóum með allt mögulegt, nýlenduvömr, fatnað o.s.frv.“, segir Sigurpáll og ljómar, enda segist hann alltaf hafa haft gam- an af því að versla. Það em þó orðin allmörg ár frá því að versl- unin í Lundi var lögð niður og húsnæðið um skeið leigt fyrir útibú Búnaðarbankans. En í mörg ár eftir að Sigurpáll hætti að hafa opna verslun, hafði hann með höndum viðskipti við bændur sem hann verslaði vió lengi. Keypti af þeim ull en seldi þeim fóður og áburð. Byggjum skólann fyrir gróðann Já ég var 16 ár í hreppsnefnd- inni. Eg var líka í ýmsu öðm en ætli maður fari nokkuð að telja upp viróingarstöðumar", segir Sigurpáll og kímir, og okkur Hildi kemur saman um að það verði sjálfsagt gert síðar við sér- stakt tækifæri. En einhvem tíma hafði blaðamaður heyrt af því að Sigurpáll hafi manna harðast beitt sér fyrir byggingu félags- heimilisins Miðgarðs. Þá hefði aðalágreiningsefnið verið hvort ætti að vera á undan í forgangs- röðinni bygging skóla eða fé- lagsheimilis. Fannst mörgum það steik rök hjá Sigurpáli þegar hann sagði í hita leiksins á fundi. „Við skulum bara drífa í því að reisa félagsheimili og byggja svo skóla fyrir gróðann af því“. „Já ég beitti mér kannski einna mest fyrir því að félags- heimilið væri byggt og var fram- kvæmdastjóri með byggingunni meðan hún stóð yfir. Það vom skiptar skoðanir um þetta mál,

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.