Feykir


Feykir - 06.11.1996, Blaðsíða 6

Feykir - 06.11.1996, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 37/1996 Heilir og sælir lesendur góðir. Vegna vísu Sigurðar á Gilsbakka, ,3eitir víða veiðiklónum“, er birtist í síó- asta þætti varð til eftirfarandi vísa hjá Kristjáni Runólfssyni á Sauðárkróki. Þegar allskyns œti finn undir snjó og klaka, get ég sagt þér góði minn gjaman fœðist staka. Ekki verður undan vikist að játa þá staðreynd að kominn er vetur. Það er María Helgadóttir á Stóm-Ökrum í Blönduhlíð semyrkirsvo. Víst hann tekur völdinflest á vetri gránar kjóllinn. I kólgunni nú hvergi sést kœri Tindastóllinn. Önnur vísa kemur hér eftir Maríu. Sólin gyllir fjöll ogfjörð, fónn á syllu og bala. Fegurð snilli og frost á jörð frið ei spillir dala. Þegar haustið nálgast og séð er að hveiju stefnir yrkir Rúnar Kristjánsson svo. Norðanátt um mela og móa magnar slátt og döggin grœtur. Haustar brátt við Húnaflóa, hélugrátt mun verða um nœtur. Staddur á Fossum í Svartárdal yrkir Rúnar. Óskahnoss ég orða nú ör og hress í vöku, að á Fossum blessist bú bið ég þess í stöku. Til samferðamanns yrkir Rúnar svo. 77/ Rögnvaldar í Réttarholti renni ég mínum huga enn. Þrátt ég fyllist þjóðarstolti þegar ég hugsa um slíka menn. Þá koma næst tvær sléttubandavísur eftir Rúnar sem einnig em hringhentar. Em þær ortar til Kjartans Keen listmálara. Kjartan reigðu höfúð hátt hryggðar fleygðu pínum. Bjartan eygðu þráðinn þrátt þrœða sveigða línu. Hertu skalla þrumu Þór þeygi halla kvíðinn. Vertu allar stundir stór starfsins kalli hlýðinn. Þegar ég nú sit hér og vinn þáttinn með þessu ágæta ífamlagi frá Skaga- strönd rifjast upp ferð sem Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps fór þangað á sl. vetri með söngskrá sína til flutnings í þeirra ágætu kirkju. Hafði undirritaður velt nokkuð fyrir sér hverjir mundu koma á konsertinn og staldrað þá ákveðið vió einn mann í huganum sem ég var alveg viss um að myndi koma. Fylgdist ég vel með þegar tónleikagestir komu inn og um það leyti sem kórmenn gerðu sig klára til að flytja fyrri hlutann af söngskránni varð hugsunin á þennan veg. Bágt er nú að bíða hér bregðast traustir hlynir. Þessi vinur verður mér verri en ýmsir hinir. Um það leyti er kórinn var að ljúka flutningi fyrsta lagsins opnaðist kirkju- hurðin og inn gekk sveitarstjórinn með fnðu fömneyti. Var nú ekki um annað að ræða en gera bragabót og hafði það tekist um það leyti er flutningi fyrri hluta söng- skrárinnar lauk. Bregðast ekki bestu menn bágt, er orðið þá að lasta. Magnús Jónsson átti enn ejtir teningnum að kasta. Næst koma tvær fallegar hringhendur eftir Rósberg G. Snædal, en ekki veit ég til hvers hann yrkir svo. Þú hefurfengið frost og él frœgð og gengi þegið. Þú hefur lengi lista vel Ijóðastrenginn slegið. Syngdu snjallan blóma brag brátt þófalli snærinn. Frjáls um allan œvidag eins ogfjallablœrinn. Ein vísa kemur hér enn sem ég held að sé eftir Rósberg en ekki man ég um hvem hún er. Hrœðist valla veður stór vog þó falla taki. Sá sem alla œvi fór einn að fjallabaki. Maður nokkur hafði áhyggjur af heilsufari konu sinnar og orti svo af því tilefni. Sorg mín speglar ásýnd sína í tregans bláa vami. Það œtlar að verða bið á því að Sigríði minni batni. Að lokum þessi góða kveðja sem Kári ffá Valadal sendi eitt sinn nokkmm kunn- ingjum. Ykkar vaka verði góð, vel það drengjum scemir. Takið lagið töfrið fljóð tilfinninganæmir. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Tindastóll án stiga úr tveim síðustu deildarleikjum Þrátt fyrir stórgóðan leik Tindastólsmanna í fyrri hálf- leik og í byrjun þess síðari gegn Grindvikingum sl. sunnudagskvöld, urðu þeir að sætta sig við 18 stiga tap gegn Suðurnesjamönnum, 75:93. Þá fóru Tindastólsmenn illa að ráði sínu sl. fimmtudagskvöld þegar þeir glutruðu niður unn- um leik móti IR-ingum á síð- ustu sekúndum leiksins. Hlut- irnir virðast enn ekki vera smolinir saman hjá Tinda- stólsliðinu en cngin ástæða þó til að örvænta um gengi liðsins í úrvalsdeildinni. Næstu leikir Tindastóls eru í Lengjubikarn- um gegn Grindvíkingum. Þeir fara enn á ný til Grindavíkur nk. fimmtudagskvöld en fá síð- an Suðurnesjamennina í heim- sókn á sunnudagskvöldið. Leikur Tindastóls og ÍR í Sík- inu á fimmtudagskvöldið var hnífjafn og spennandi. Heima- menn vom þó yfirleitt með frum- kvæðið, en það brá ævinlega þannig við að þegar liðið var komið yfir, þá gerði einhver taugaveiklun vart við sig. Tinda- stólsmenn höfðu sigurinn innan seilingar, höfðu eins stigs forustu þegar 20 sekúntur voru til leiksloka og nýbúnir að ná bolt- anum, en gestimir pressuðu stíft, náðu boltanum strax aftur og innbyrtu sigurinn. Jefffey Johns- son var besti maður liósins og þeir Lárus Dagur og Sesaro Piccini komust mjög vel frá leiknum. Stig Tindastóls: Jeffrey Johnson 35, Lárus D. Páls 17, Sesaro Piccini 14, Amar Kára 10, Ómar Sigmars 5 og Yorek Parke 4. Tindastólsmenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik í Grindavík á sunnudagskvöldið. Jeffrey Johnsson átti stórleik, sem og Amar Kárason, og Lárus Dagur Pálsson var drjúgur. Stað- an í leikhléi var jöfn 43:43 og Tindastólsmenn byrjuóu seinni Jeffrey Johnson lék mjög vel í Grindavík. hálfleikinn vel og byrjuðu á því að ná sjö stiga forskoti. En það var eftir að Johnson fékk sína fjórðu villu og þurfti að fara af velli, sem halla tók undan fæti hjá Tindastóli. Um það leyti fóm langskyttur heimamanna í gang og þá var ekki að sökum að spyrja. Grindvíkingamir komust yfir og juku forskotið jafnt og þétt. Lokatölur eins og fyrr segir 93:75. Jeffrey Johnson skoraði 28 stig fyrir Tindastól, Amar Kára- son 23, Láms Dagur 9, Ómar 7 og þeir Sesaro Piccini og Yorek Parke 4 hvor. ljós punktur í tilverunni... Fjölmennt að venju á uppskeruhátíð Neista Ungmennafélagið Neisti heldur uppi þróttmiklu starfl fyrir ungmenni á Hofsósi og í sveit- unum í kring. Uppskeruhátíð féiagsins er jafnan íjölsótt og mættu tæplega 200 manns á há- tíðina að þessu sinni, en hún var haldin í Höfðaborg sl. laugar- dagskvöld. Skemmtincfnd hafði undirbúið dagskrá og að henni lokinni voru afhcnt verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur og ástundun á liðnu sumri. Nýr bikar bættist nú vió þá gripi sem stjóm Neista úthlutar til íþróttafólksins. Sigrún Ivarsdóttir færði félaginu bikar til minningar um Söndm dóttur sína sem lést af slysfömm á liðnu vori, frá sér og systkinum Söndm heitinnar. Bik- arinn skal veittur í meistaraflokki kvenna í knattspymu fyrir góða ástundun og prúðmannlega fram- komu innan vallar sem utan. Bik- arinn hlaut nú í fyrsta sinn sem hann var veittur, Anna Freyja Vil- hjálmsdóttir. í knattspyrnunni var Ragn- heiður Bjamadóttir valinn besti leikmaður kvennaflokks og Elva Frióriksdóttir efnilegusL í meist- araflokki karla var Sigmundur Jó- hannesson valinn besti leikmaður- inn og Guðmundur Stefánsson sá efnilegasti. Kristján Jónsson var með bestu ástundun og Oddur Jónsson varð markakóngur liðs- ins.^ í yngri aldursflokkum var Vió- ar Steinþórsson valinn sá besti í flokki 11-14 ára og Gréta Jóns- dóttir efnilegusL I flokki 10 ára og yngri var Friðrik Pálmason valinn besti leikmaóurinn og Gísli Bjöm Reynisson sá efnilegasti. Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir var útnefnd íþróttamaóur Neista og hún var einnig valin besti frjáls- íþróttamaður félagsins. Þá fékk Þröstur Valgeirsson viðurkenningu fyrir góðan árangur í frjálsum íþróttum eldri flokki og Garóar Vilhjálmsson hjá þeim yngri. Góðir áskrifendur! Muniö aö greiöa sem fyrst heimsenda greiösluseóla fyrir áskriftargjöldunum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.