Feykir


Feykir - 22.01.1997, Blaðsíða 2

Feykir - 22.01.1997, Blaðsíða 2
2FEYK1R VI997 Útför Helga Tónssonar frá Merkigili Söguleg jarðarför að Ábæ í dag Sögulegur viðburður á sér stað í dag þegar Helgi Jóns- son einbúinn á Merkigili verður tii moldar borinn að Ábæ. Helgi var eina sóknar- barnið í Ábæjarsókn og hafði óskað þess að vera greftraður fremra. Síðast var jarðað á Ábæ árið 1956 og þar verður talsvert fyrirhafnarmikil jarð- arför í dag, enda ófært að Ábæ á þessum árstíma og yflr jökulfljót að fara. Þrenn far- artæki þarf í þessa hinstu för Helga á Merkigili og síðasta spölinn verður kistan borin, um einn og hálfan kílómeter. Það er Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð sem tók að sér að koma kistu Helga fram í Ábæ og einnig að grafa gröfina. „Þar sem Helgi hafði óskað eftir því að vera jarðaður á Ábæ, vildum við tryggja að ekki vantaði mannskap til að koma því í kring, og buðum þess vegna fram aðstoð okkar. Við fórum fram eftir sl. sunnu- dag til að taka gröfina. Geng- um tíu menn frá bænum á Merkigili og fram að Ábæ, lið- lega fimm kflómetra. Á leið- inni sáum við að það yrði von- laust verk að ryðja snjó og klaka af vegarslóðanum og gera hann færan. Gilskoming- ar eru fullir af snjó og stór- hættulegir svellbunkar, þannig að við höfum undirbúið þetta þannig að vera með tiltæka bæði dráttarvél á keðjum og bát, sem við notum ef vöxtur verður í ánni. Við komust á bfl með kistuna þónokkuð suður fyrir Skatastaði og förum síðan yfir Jökulsána á vaði. Síðasta spölinn verðum við síðan að bera kistuna en það er yfir þægilegt land að fara, tiltölu- lega slétt og svellalaust”, segir Böðvar Finnbogason hjá Flug- björgunarsveitinni í Varma- hlíð. Böðvar sagðist reikna með að lagt yrði af stað í birtingu og þegar búið væri að hreinsa skarimar af Jökulsánni og gera klárt til að flytja kistuna yfir ána, yrði líklega komið hádegi. Áætlað væri að mannskapur- inn yrði kominn að ánni aftur að lokinni greftmn um þrjú leytið. Böðvar segir að sam- kvæmt veðurspá sé útlit fyrir stillt veður í dag. Veðurfræð- ingar segja uppstyttu milli lægða og frost. „Það er heppi- legasta veðrið fyrir okkur”, sagði Böðvar. Fjölmenni var viðstatt útför Helga Jónssonar, sem fór fram frá Reykjakirkju í gær. Ekki komst nema lítill hluti kirkju- gesta fyrir innandyra, hinir sátu í bílum sínum við kirkjuna og fylgdust með útförinni sem var endurvarpað á útvarpsbylgju. „Er eittthvað títt? Það var loksins að hann gerði hlé á þessum umhleypingum“. Kári Steinsson og Björn Ásgrímsson taka tal saman fyrir framan kirkjuna á Sauðárkróki. Þorvaldur Þorvaldsson, Búbbi í Vísi, eins og hann var gjarnan kallaður, lét fara makinda- lega um sig í stólnum hjá Hlyn rakara í Pýramídanum, þegar ljósmyndari Feykir Ieit þar inn á dögunum. Það er ekki að sjá að aldurinn færist yfir gamla kaupmanninn á horninu, eða hvað sýnist ykkur brottfluttir Króksarar? Feykir Blaðið þitt! Sími 453 5757 Undir Borginni Sj álfsbj argarviðleitn i n er þeim í blóð borin Þá er árið 1997 gengið í garð og vonandi verður það gott ár fyrir land og þjóð. En ekkert ár er svo gott að það krefjist ekki sinna fóma. Það varð mörgum sár fregn að heyra að Helgi bóndi á Merkigili hefði látist af slyförum þann 12. janúar, hrapað niður í gilið sem bær hans dregur nafn af. Það er löngum svo að segir fátt af einum. Þá er eina sóknarbam Ábæjar- kirkju fallið í valinn og skarð fyrir skildi á þeim slóðum. Þó Helgi væri ekki Skagfirðingur að ætt og upp- runa var hann samt orðinn samgró- inn héraðinu á margan hátt og stóð með heiðri sína vakt sem útvörður byggðar í Austurdal. Það finna margir til þess að bæir fari í eyði og gömul byggðasaga fái sinn lokapunkt. Þeir sem veija lífi sínu til að hamla gegn þeirri þróun em af sumum taldir sérvitringar og þverhausar, en aðrir meta staðfestu þeirra og tryggð við sögu og sveit. Sjálfsbjargarviðleimin er þeim í blóð borin og það er meira en hægt er að segja um suma. Einhvem veginn standa menn eins og Helgi á Merkigili manni fyr- ir hugarsjónum sem miklu sannari fulltrúar íslenskrar þjóðhátta en aðr- ir. Slfldr menn leggja það ekki í vana sinn að elta hvert fyrirbæri hé- gómans sem berst til lands okkar frá andlausum umheimi. Þeir una glað- ir við sitt og þó lífsbaráttan sé hörð og óvægin, einkum að vetrinum, þá stælast þeir við erfiðleikana og verða menn að meiri. Það má nefna ýmsa kjamakvisti af hinum þjóðlega stofni, sem berj- ast við vetrarhörkur og stórhríðar í afdalabyggðum og hörfa ekki um fet. Þar í flokki er Jón í Gautsdal, sem glímir við óblíð náttúmöflin í herklæðum hins íslenska bónda, með klakað skegg og sindur í aug- um. Það er ekki að undra að rnyndir af honum öðlist háan sess, því slík er persónan. Og ekki em konumar síðri þar sem þær standa á verðinum. Enn beijast hetjukonumar á Balaskarði við vetrarríkið og grimmd náttúm- aflanna. Þær vilja hlynna að búi sínu og heimareit þó baráttan herðist í mörgu og bæir fari í eyði í kring. En það verður stundum mannfall í liði þeirra sem standa ysta vörð mann- legrar búsetu, en sannarlega sveipar þar særndin klæðum um hvem fall- inn. Ég bið almáttugan Guð að blessa og styrkja alla þá sem heyja harða lífsbaráttu í ystu byggðum okkar harðbýla lands. Og ég veit að þá bæn biðja margir með mér. Hver veit svo nema sá dagur renni, að aft- ur verði land numið og sveitimar fyllist á ný, að samtakamáttur vax- andi mannfélags eflist á ný og þar með öryggi hvers og eins, á þeim slóðum sem nú em í hættu vegna fólksflótta úr dölum og dreifbýli. Sannarlega væri það gott mál, að hið kunna aldamótaljóð Hannesar Hafstein yrði sungið með endumýj- uðum slagkrafti við upphaf komandi aldar. Mannlíf sveitanna hefur nefni- lega löngum verið það heilbrigðasta sem völ er á. Rúnar Kristjánsson. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Aðalgata 2, Sauðárkróki. Póstfang: Pósthólf 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 160 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 180 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Sást hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.