Feykir


Feykir - 22.01.1997, Page 5

Feykir - 22.01.1997, Page 5
3/1997 FEYKIRS Steinn Rögnvaldsson á Hrauni með eldri dótturina, Herdísi Hrauns. Síðan séu þau með póstinn. „Mér líkar bara vel í póstinum. Ég er nú ekki alveg ein í póstinum yfir vetrartímann, nema færið sé þannig. Steini hjálpar mér oft, en það hefur kannski verið minna síð- asta árið, því við höfum verið að endurbyggja fjárhúsin. Það er líka fínt að komast út af heimilinu til að hitta annað fólk. Það er nauðsyn- legt líka”. Hverjar finnst þér nú bestu stundirnar í sveitinni? „Morgnarnir eru yndælir á vor- in, þegar sauðburðurinn stendur yfir. Þá er stundum alveg glans- bjart, og þegar maður kemur út í dyrnar heyrist í æðarfulginum, sem hefur sín sérstöku hljóð. Það er alltaf gaman að taka á móti lömbunum og mér finnst vorin stórkostleg þegar það er svona bjart. Mér finnst birtan skipta svo miklu máli hérna. Mér er alveg sama þó það sé ekki eins heitt á ís- landi og í Danmörku. Annars er ég svo heppin að geta skroppið til Danmerkur og verið þar 3-4 vikur yfir veturinn. Ég er búin að fara í frí þangað þrjá síðustu vetur, en hef ekki farið núna í vetur”, sagði Mer- ete að endingu. Hvað er Þann 17. desember sl. felldi Félagsdómur úrskurð í ágreiningsmáli Verkalýðs- félagsins Fram við Fiskiðjuna Skagfirðing. Stóð deilan um lögmæti þess að tilkynna vinnslustöðvun við frysti- deild fyrirtækisins á Sauðár- króki og saltfiskvinnsluna á Hofsósi frá 12. ágúst til 1. október. I raun og veru var tekist á um þetta eina orð; hráefnisskortur. Um túlkun- ina á því gekk dómurinn fé- laginu og starfsfólki í vil, sem kunnugt er. Við málflutninginn kom fram að íyrirtækið kvað á- stæðu þessarar ákvörðunar vera hráefnisskort og síðan taprekstur í þessum umræddu vinnslugreinum. Vfl. Fram taldi hinsvegar að eftir að það tímabil hófst, að sannanlega væri til nægjanlegt hráefni á vegum fyrirtækisins og gæti ekki staðist að hægt væri að halda fólki án vinnu vegna hráefnisskorts. Taprekstur kæmi þessu máli ekki við. Væri hann til staðar væru önnur rekstrarúrræði sem ættu við en þau að hætta vinnslu og setja fólkið á at- vinnuleysisbætur. Atvinnuöryggi Lengi framan af öldinni sem nú er senn liðin, var at- vinnuöryggi þess fólks sem hafði afkomu sína af vinnu við fisk í landi lítil. I áratugi fylgdi það reyndar ýmsum öðrum starfsgreinum, hvað þetta snerti. en eftir því sem atvinnulífið varð fjölbreyttara og fólk gat ráðið sig í „fasta“ vinnu, var áberandi hvað starfsöryggi fiskvinnslufólks- ins var lítið. Sveiflaðist það eftir því hvernig hagaði til með hráefnisöflun. Það, nán- Lcikflokkurinn á Hvammstanga Æfir Skáld-Rósu Leikflokkurinn á Hvamms- tanga hefur tekið til æfinga leikritið Skáld-Rósu eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjóri er Hörð- ur Torfason, leikari og vísna- söngvari. Þetta er fjórða upp- setning Harðar með leikflokkn- um frá árinu 1993. Leikendur í verkinu eru 23 og áætluð frum- sýning í lok febrúar. Skáld-Rósa byggir á ævi og ástum Rósu Guðmundsdóttur eða Vatnsenda-Rósu eins og hún var líka kölluð. Rósa fæddist á Þor- láksrnessu á því herrans ári 1795 að Asgerðarstöðum í Hörgárdal. Hún var ung í vistum á Möðru- völlum og þaðan lá leið hennar í Húnavatnssýslur. Hún giftist Ólafi Ásmundssyni en átti í hjónabandi sínu ástarsamband við Natan Ket- ilsson sem myrtur var á Illuga- stöðum. Morðið á á Natan leiddi síðan til síðustu aftöku á íslandi þar sem Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson vom háls- höggvin að Þrístöpum í Vatnsdals- hólum. Rósa og Natan áttu böm saman og til Natans orti Rósa ljóðabréf sem er annað tveggja ljóðabréfa eftir hana sem varð- veist hafa til jressa dags. Skáld-Rósa var frumsýnd í Iðnó af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1978. ST. hráefnisskortur? „Þetta er neyðarréttur sem ekki er heimilt að nota nema sem slíkan“. ast eitt verkafólks bjó við þau kjör að verkstjórar gátu sagt við það að kveldi, að ekki væri þörf fyrir vinnu þess næsta morgun eða næstu daga. Það yrði látið vita. Sumsstaðar var notuð sú að- ferð að draga flagg að húni á áberandi stað, sem merki þess að nú hæfist vinna næsta dag. Kauptryggingar- samningur Á áttunda áratugnum var farið að vinna að því að breyta þessu ástandi. Þá var gerður hinn fýrsti kauptrygg- ingarsamningur, sem fól það m.a. í sér að tilkynna varð með nokkurra daga fyrirvara ef vinnslustöðvun vegna há- refnisskorts var framundan. Með betur búnum skipum og aukinni tækni við veiðar og vinnslu var um leið hægt að gera meiri kröfur til fyrirtækj- anna um jafnari hráefnisöfl- un. Enda var sá tilgangurinn, jafnframt kröfunni um aukið atvinnuöryggi. 1986 vom gerðar vemlegar breytingar á kauptryggingarsamningnum. M.a. var það, að væm horfur á hráefnisskorti, bæri að til- kynna vinnslustöðvun með fjögura vikna fyrirvara. Að loknum þeim tíma eru þá greiddar atvinnuleysisbætur, eftir rétti hvers og eins. Við kjarasamningagerð 1995 vom gerðar breytingar á ýms- um þáttum þessa samnings, sem flestir miðuðu að því að auðvelda fyrirtækjunum að- gang að opinbem fé til að geta haldið fólki á launum. Samkv. reglugerð um greiðslu atvinnuleysisbóta í hráefnisskorti, er heimilt að tilkynna vinnslustöðvun með þriggja daga fyrirvara, enda haldi fólk þá dagvinnulaun- um. Hefur þá fyrirtækið rétt á að fá endurgreitt frá Atvinnu- leysistrygginarsjóði vemleg- an hluta launakostnaðarins, eða sem nemur ca 85%. Hugtakið „hráefnis- skortur“ Löngum hefur verið uppi nokkur ágreiningur um túlk- un á orðinu „hráefnisskortur" í þessu sambandi. Hafa fisk- vinnslufyrirtæki sótt í að túlka það svo, að þeim sé heimilt að búa til „hráefnis- skort“. Hefur t.d. viljað til að skip hafa verið látin sigla með afla til sölu erlendis, en starfsfólki tilkynnt vinnslu- stöðvun og það sett á at- vinnuleysisbætur. Af hálfu verkalýðsfélaganna hefur því sjónarmiði jafnan verið hald- ið fram, að hráefnisskortur verði að koma til af ófyrirsjá- anlegum ástæðum, t.d. ó- veðri, stórfelldum bilunum, bmna eða skipstapa. Um þetta var í rauninni deilt fyrir Félagsdómi. Reyndar hafa mál af þessu tagi farið fyrir dóm áður og niðurstaða fallið á annan veg en nú var. Það virðist hinsvegar stafa af því að forsendur og málsatvik hafa verið með öðmm hætti. Niðurstaða dómsins Nú lá fyrir nægjanlega „- hreint“ mál, þannig að dóm- urinn þurfti ekki að taka tillit til annars en aðalatriðisins; Þegar það var sannarlega á valdi fyrirtækisins að geta haft hráefni til vinnslu, var þá hægt að segja „hráefnisskort- ur“? Fyrir lá að frá 1. septem- ber 1996 hafði fyrirtækið yfir að ráða hátt í 10 þúsund þorskígildistonnum. Niður- staða dómsins í þessu efni er ótvíræð. Þetta er ólögmætt ífá og með 1. september. Rekstr- arlegar forsendur, s.s. tap- rekstur í ákveðinni rekstrar- einingu eða deild fyrirtækis- ins er ekki hægt að taka til greina. Að ráðstafa skipum fyrirtækisins til veiða annars- staðar, t.d. í Smugunni, kem- ur þessu ekki við. Að stöðva vinnslu með þeim hætti sem hér var gert - og hefur raun- ar oft verið gert áður, stenst ekki. Þessu ákvæði kjara- samningsins er ekki hægt að beita sem almennu rekstrar- úrræði. Þetta er neyðarrétlur sem ekki er heimilt að nota nema sem slíkan. Niðurstaða dómsins er sú, að ekki ber síður að taka tillit til hags- muna starfsfólksins en hags- muna fyrirtækjanna. Jón Karlsson, formaður verkalýðsfélagsins Fram. Bændur - Hestamenn! Graskögglaverksmiðja KS í Vallhólmi boðar verðlækkun á takmörkuðu magni af graskögglum. Nánari upplýsingar í síma 453 8233. Kaupfélag Skagfírðinga Vallhólmi

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.