Feykir


Feykir - 22.01.1997, Qupperneq 7

Feykir - 22.01.1997, Qupperneq 7
f mmningu Helga Jóns- sonar bónda á Merkigili Helgi Jónsson fœddist á Herriðarhóli í Rangárvalla- sýslu 31. ágúst 1937. Hann lést af slysförum 12. janúar sl. Helgi fluttist að Merkigili í Austurdal árið 1974 og bjó þar til dauðadags. Líkt og Austurdalurinn sjálf- ur birtist okkur aðdáendum hans, stórbrotinn og hreinn. kom Helgi ávalt til dyranna eins og hann var klæddur. Stórbrotinn í orðum og framgöngu, jafnvel svo að þeir sem ekki þekktu hann hrukku við og drógu sig í hlé. En undir niðri bjó hin hreina og einlæga sál, sem öllum þótti vænt um sem honum kynntust. Helgi var hraustmenni mikið bæði til líkama og sálar, enda má ljóst vera að búskaparár einbú- ans á Merkigili hefðu orðið færri ef efniviðurinn hefði ekki verið sterkur. I eðli sínu var Helgi gleðimaður og naut samvista við fólk, hvort sem það voru vinir hans eða ókunnir ferðalangar, sem nutu gestrisni hans. I huga Helga var vorið ekki aðeins tími gróandans, þegar lömb og folöld léku sér um gmnd, heldur var Merkigil allt í einu komið í þjóðbraut eftir langan og einmanalegan vetur. Um það vitna gestabækumar á Merkigili. Og það sem í þær er skráð lýsir kannski best gestrisni Helga og vilja hans til að leysa hvers manns vanda. Oft mun Helgi hafa gengið úr verkum til að taka á móti gestum og sinna þörfum þeirra. Þeir sem leið eiga um Austur- dal, rnunu sakna gleðistundanna á Merkigili og þess anda sem þar ríkti, en minningamar lifa. Helgi á Merkigili er horfinn úr dalnunt. Eftir stendur auður bær, auður dalur. Hann hefur lagt upp í langferðina miklu sem bíður okkar allra, og enginn sér fyrir hvenær blásið verður til brottfar- ar. Hið skyndilega brotthvarf Helga á Merkigili vekur okkur til minnis um hverfulleik lífsins. Hve oft er stutt milli lífs og dauða. Að eitt örlagaskref sem stigið er fram á veginn geti skil- ið þar á milli. En svona er Guðs vilji óskiljanlegur mannlegri hugsun og tilfmningum. Engin rök sem leiða okkur til skilnings eða tilgangs. Samt vitum við það eitt að allt hefur sinn tilgang þó við komum ekki auga á hann. Við getum aðeins trúað því að hið örlagaríka spor í Merkigilinu hafi verið heillaspor á þroska- ferli Helga. Að hann hafi verið kallaður til meiri starfa „Guðs um geim”. Eftir stendur vina- hópurinn stóri, hljóður og fár. Minningabrotin hrannast upp í huganum og verða að myndum frá liðnum samvemstundum í Austurdal. Göngum á mildum haustdegi. Eftirleitum og svaðil- fömm í snjó og hríðum. Fjár- rekstmm yfir hið örlagaþmngna Merkigil og gleðistundum í eld- húsinu á Merkigili eftir erfiðan gangnadag. Við minnumst einnig sumarferðanna í Austur- dal þegar Helgi var gestur okk- ar í litlu tjaldborginni á Ábæjar- eymm sem ókrýndur konungur Dalsins. Helgi hefúr sdgið sitt örlaga- skref inn í nýja vídd. Við biðjum honum blessunar og velfamaðar á ókunnum leiðum. Langferðin er hafin. Hún hófst með einu skrefi. Það vorar um grundir sem venjan er og vaxa mun jarðar gróður. Hverdögun ífaðmi dásemd ber, en Dalurinn verður hljóður. Sigurður Hansen f. h. Gangna- mannafélags Austurdals. Áskrifendur góðir! Þeir sem enn eiga í fórum sínum ógreidda greiðsluseðla fyrir áskriítargjaldinu, eru vinsamlegast beðnir að bregðast fljótt við og greiða þá. Feykir. Körfubolti, úrvalsdeild Tindastóll - KFÍ fimmtudagskvöld kl. 20,00. Komið og sjáið spennandi leik og hvetjið Tindastól til sigurs! 3/1997 FEYKIR 7 Ókeypis smáar Til sölu! Til sölu gamlir og góðir ódýrir bílar. Upplýsingar gefur Bjami, t.d. Lancer ‘84, Toyota Carina ‘87. Merdedes Bens, Unimo o.fl. Uppl. síma453 5137. Tilboð óskast í Land-Rover disel árg. ‘73. Bifreiðin er gangfær og þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í sínta 453 5765. Til sölu Toyota Landcruser árg. ‘89, bensín, ekinn 71.000 mílur, bein innspýting o.fl. Upplýsingar í sírna 453 6133. Til sölu sófasett, 3+2+1. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 453 6745 (Halldór). Til sölu nýlegt sjónvarps- og myndbandstæki. Upplýs- ingar í síma 453 6353. Til sölu 4 stk. negld jeppa- dekk á 6 gata 10 tomrnu felgum. Uppl.ísíma 453 5024 e.kl. 19. Merkigil - Helgi Jónsson Gilið hið mikla og merka er mótað í stórbmtna jörð. Hamrana stóra og sterka er standa við gilbanninn vörð. Margan wn dulúð þess dreymir og dýrðlegan iðandi streng sem merkustu minningar geymir um mœtan og hreinlyndan dreng. Ort daginn eftir andlát Helga Jónssonar. Kolbeinn Konráðsson. Lifði einn við litinn auð lífs í hœttu spili. Náttúrunni byrginn bauð bóndinn á Merkigili. Ort að kveldi dánardags Helgi Jónssonar. Þorleifur Konráðsson. ...ftillt hús iwi€*tar‘ Afmælisárið á Króknum Leikfélag Sauðárkróks og Kirkjukór Sauðárkróks flytja dagskrá í tali og tónum um listamanninn og heiðursborgarann Eyþór Stefánsson. Dagskráin verður í Sauðárkrókskirkju á afmælisdegi Eyþórs, fimmtudaginn 23. janúar og hefst kl. 21,00. Afmælisnefnd Sauðárkróks. Eins og undanfarin ár bjóðum við úrvals þorramat á góðu verði! KJÖTVINNSLA Verðum með þorrabakka fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Útbúum þorramat í trog fyrir stærri hópa. Trogin full af fjölbreyttum og kjarngóðum mat á kostaverði.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.