Feykir


Feykir - 18.06.1997, Side 1

Feykir - 18.06.1997, Side 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Sigurður Haraldsson oddviti (Lh.) á tali við bormennina við holuna góðu í Reykjarhólnum. Forsvarsmenn Fiskiðjunnar Skagfírðings Segja tillöguflutning Hilmis hafa skaðað Aðilar frá bænum hafa frest til mánaðamóta FuIItrúar Sauðárkróksbæjar hafa frest til mánaðamóta til að ákveða hve stóran hluta húsnæðis Fiskiðjunnar þeir telji sig þurfa fyrir fyrirhugaða vinnslu. Þá verði einnig að liggja fyrir hvað leigutaki sé tilbúinn að greiða fyr- ir húsnæðið. Eftir þvi sem Feykir kemst næst er ekkert fast á hendi í dag hvort vinnsla kemst af stað í frystihúsi FISK vegna frumkvæðis bæjarins. Þarf talsvert að gerast þessa viku og næstu ef vænta má að eitthvað bita- stætt komi út úr þessum tillöguflutn- ingi Hilmis Jóhannessonar í bæjar- stjórn. Fulltrúar Sauðárioóksbæjar, Hilmir Jó- hannesson og Snorri Bjöm Sigurðsson bæjarstjóri hittu fulltrúa FISK á fundi sl. föstudag. Hilmir segir ekki hafa verið eins góðan samvinnutón á þessum fundi og þeim fyrsta sem þessir aðilar áttu. „Stefán Guðmundsson þingmaður og stjómarmaður í Fiskiðjunni, Jón Friðriks- son ffamkvæmdastjóri og Gísli Svan Ein- arsson útgerðarstjóri kvörtuðu yfir þvi að það umtal sem þessi tíllöguflutningur hafi valdið, hafi skaðað Fiskiðjuna Skagfirð- ing. Slíkt var aldrei mín ætlun, en hins vegar bendi ég á að ég átti engan þátt í því að frystingu á bolfiski var hætt hjá Fiskiðj- unni Skagfirðingi”, sagði Hilmir. Nú em liðnar þijár vikur frá þvf að Hilmir lagði fram þá tillögu í bæjarstjóm að bærinn óskaði eftir því að taka á leigu aðstöðu til frystingar og bolfiskvinnslu í Fiskiðjunni. Tillagan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa meirihlutans í bæjar- stjóm, tveir bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins sátu hjá og fulltrúi AJþýðu- bandalags greiddi atkvæði á móti. —KTeh^tl! — Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Góður árangur af borun í Reykjarhól vir) Varmahlíó Orkugeta hitaveitunnar mun þrefaldast Borun eftír heitu vatni í Reykjarhóli ofan Varmahlíðar bar ríkulegan ávöxt um helgjna þegar komið var niður á um 40 sekúntulítra af rúmlega 90 gráðu heitu vatni. Borholan, sem er of- arlega og vestan í hólnum, gefúr að talið er nægjanlegt vatn til að hita upp um 10 þúsund manna byggð. Orku- geta Hitaveitu Seyluhrepps mun þre- faldast með tifkomu nýju holunnar. Hún gefúr um 10 MW í orku, en það er hvorki meira né minna en þriðjungr af fyrirhugaðri ViIIinganesvirkjun. Ekki er ljóst hvenær ráðist verður í að virkja hina nýju vinnsluholu Hitaveitu Seyluhrepps, en dæla þarf vatninu úr henni og ljóst að virkjun hennar mun hafa talsverðan kostnað í för með sér. Borunarffamkvæmdimar kostuðu um 10 milljónir króna. Forráðamenn Hitaveitu Seyluhrepps höfðu heppnina með sér en hitaveitan hef- ur verið knöpp með vatn undanfarin ár og ekki ráðið við að bæta fleiri húsum við dreifikerfið. Frá liðnu hausti hafa verið boraðar 11 tilraunaholuríReykjarhólnum og var þessi nýja vinnsluhola staðsett út frá þeim rannsóknum. Hún er efst og í miðju jarðhitasvæðinu og kom borinn niður á miklar vatnsæðar víða á 2-300 metra dýpi. Samband er milli þessarar holu og gömlu vinnsluholunnar sem er í jaðri svæðisins og rétt ofan byggðarinnar í Varmahlíð, en hún gefur þrátt fyrir að nýtt op hafi opnast rúmlega 20 sekúntulítra af sjálfrennandi vatni. Sigurður Haraldsson oddviti segir að eftir sé að meta hvemig þessar holur verði nýttar saman í framtíðinni. Það sé næsta verkefni ásamt því að leggja hita- veitu að þeim húsum í Vallhólmi sem eft- Grásleppukarlar hafa að undanförnu verið í óða önn við að draga upp og greiða þarann úr, en undir lokin voru netin á litlu dýpi. Þeir Fjólmundur Fjólmundsson og Ragnar Sighvatsson á Leiftri voru bara ánægðir með ver- tíðina þótt þeir hefðu ekki verið meðai þeirra aflahæstu. Vertíðin var góð og margir fóru í 60 tunnur, þar sem tveir voru á. Haukur Steingrímsson á Króknum fékk tæpar 50 einn og Unasynir á Hofsósi fóru hátt í hundraðið. jm bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir ÍJ Hjólbarðaviðgerðir Réttingar jfcSprautun

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.