Feykir


Feykir - 18.06.1997, Síða 2

Feykir - 18.06.1997, Síða 2
2FEYK1R 22/1997 Hofeós og Hólar í Hialtadal Mikið að gerast á Jónsmessuhátíð Margt verður til skemmtunar á Jónsmessuhátíð á Hofsósi og Hólum um næstu helgi. Hátíð- in hefst í Plássinu á Hofsósi á fostudagskvöld og lýkur síðan á Hólum á sunnudag. Heið- ursgestur hátíðarinnar verður Vigdís Finnbogadóttir fyrr- verandi forseti Islands. Jónsmessuhátíðin hefst með því að grillað verður við Sólvík kl. 18 á föstudagskvöld. Kl. 20 verða frambomar þjóðlegar veit- ingar á Pakkhúsloftinu. Að því loknu verður skemmtidagskrá í samkomutjaldi íPlássinu. „Troddu þér inn í tjaldið hjá mér”, heitir dagskráin og þar verður fjölda- söngur og dragspilið þanið af Sturlaugi Kristjánssyni. Harald- ur Bessason prófessor flytur er- indi um Guðríði Þorbjamardótt- ur, Sigurður Rúnar Jónsson leik- ur á fiðlu, lesið verður upp úr Hí- býlum vindanna eftir Böðvar Guðmundsson og Jóhann Már Jóhannsson syngur. Spaugari kvöldsins verður Karl Ágúst Úlfsson. Dagskráin á laugardag hefst með bama- og fjölskyldudag- skrá, „það er leikur að leika sér“, sem aðallega fer fram við ' Vesturfarasetrið. KJ. 17 verður sungið og spilað í Staðarbjargar- vík. Karlakórinn Heimir syngur og málmblásarar úr Sinfoníu- hljómsveit íslands leika. Ef að- stæður leyfa mun varðskipið Óð- inn sigla með áheyrendur frá höfninni á Hofsósi yfir í Staðar- bjargarvík. Skemmtun verður síðan um kvöldið í félagsheimilinu Höfða- borg. Þar verður boðið upp á söng og tónlist af sömu flytjend- um og í Staðarbjargarvík og að auki mun Jón Reynisson 8 ára Skagfirðingur leika á harmoniku. Fm Vigdís Finnbogadóttir flytur hátíðarræðu. Kynnir er Sigurður Rúnar Jónsson. Miðaldamenn leika síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Dagskrá sunnudagsins á Hól- um hefst með tónlistarmessu í Hóladómkirkju kl. 11. Bolli Gústavsson vígslubiskup messar og hljóðfæraleikarar úr Sinfoníu- hljómsveit íslands leikur og Gerður Bolladóttir syngur ein- söng. Kl. 13,30 verður opnuð sýningin „Rfðum heim til Hóla”. Fleimir og málmblásarar sjá um tónlistaratriði og folaldshiyssur Hólabúsins verða sýndar. Einnig verður teymt undir bömum og sýnd söðulreið eins og hún gerð- ist á fyrri tíð og akstur í hesta- kerru. Um miðjan dag verður kaffihlaðborð og lýkur þar með Jónsmssuhátíð að þessu sinni. Vatnalífssýningin á Hólum verður opin frá kl. 9-18. Farið um Söguslóð á staðnum og húsdýragerði til sýnis gestum. Læknar vilja breikka brýr í kjördæminu „Læknar á Norðvestur- landi hafa þungar áhyggjur af íjölda einbreiðra brúa á þjóð- vegi 1 í kjördæminu. Slysa- tíðni við þessar brýr er há og kostnaður samfélagsins sem af því hlýst mikill og mun hærri en sem nemur kostnaði Vegagerðinnar af því að lag- færa brýmar. Fundurinn telur það forgangsmál að breyta þessum brúm í tvíbreiðar”, segir í ályktun frá aðalfundi Læknafélags Norðvesturlands sem haldinn var á Blönduósi nýlega. Fundurinn skorar á þing- menn kjördæmisins að koma fram með sérstaka fram- kvæmdaáætlun sem tryggi að brýmar verði gerðar tvíbreið- ar á allra næstu ámm. Gistiheimilið Mikligarður Kirkjutorgi 3, Sauðárkróki, Sími 453 6880 Núna rétt fyrir helgina, eða á svipuðum tíma og Stebbi í Grænumýri er venjulega að byrja slátt, voru 10 bændur úr Skagafirði samankomnir á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki að ná í sláttuvélar sem þeir höfðu keypt í einum pakka, að forgöngu Sigmars Jóhannssonar bónda í Sólheimum. Með þeim á myndinni er Theódór Júlíusson frá Búvélum sem annaðist innkaupin fyrir bæn- duma en sláttuvélarnar voru tollafgreiddar á Sauðárkróki og settar þar saman. Sauðárhlíðin gegnum skólahverfið var malbikuð í síðustu viku, ásamt tveggja metra breiðum göngu- og hjólastíg meðfram brautinni. Ljóst er að þetta svæði verður mjög fallegt og snyrtilegt þegar búið verður að þekja og græða vegkantana í brekkunni. JSlhloill Þrátt fyrir kalsamt veður á landinu var mjög góð þátttaka í kvennahlaupinu sem þreytt var sl. sunnudag. Á Sauðárkróki létu þær yngri ekki sitt eftir Iiggja að taka þátt, eins og sést á myn- dinni. En það var Aðalheiður Amórsdóttir sem ávarpaði konumar íyrir hlaupið. Keniur út á miðvikudöguni. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarar: Sesselja Traustadóttir og Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 160 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 180 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.