Feykir


Feykir - 18.06.1997, Blaðsíða 5

Feykir - 18.06.1997, Blaðsíða 5
22/1997 FEYKIR 5 Fjörleg ráðstefna um stjómmál og sveitarstiórnir Örlaði fyrir smátitnngi vegna komandi kosninga Fjörugar umræður urðu á ráðstefnu um stjómmálaflokka og sveitarstjómarmál, sem afmælisnefnd Sauðárkróks og Fé- lag stjómmálafræðinga gekkst fyrii' sl. laugardag og haldinn var í bóknámshúsi Fjölbrautaskólans. Meira að segja örlaði á smátitringi vegna sveitarstjómarkosn- inga að ári, eða öllu heldur borgarstjóm- arkosninganna, og áttu þar hlut að máli Sturla Böðvarsson þingmaður sjálfstæð- ismanna á Vesturlandi og Steinunn Ósk- arsdóttir borgarfulltrúi R-listans í Reykjavík, en þau vom þátttakendur í pallborðsumræðum ásamt Jóhanni Geir- dal varaformanni Alþýðubandalagsins og bæjarfulltrúa í Suðumesjabæ og SivFriðleifdóttur þingmanni Framsókn- arflokksins og bæjarfullrúa á Seltjamar- nesi. Fulltrúi Alþýðuflokksins átti ekki heimangengt til pallborðsins. Eins og við var að búast var ráð- stefnugestum tíðrætt um sameingingar- mál og rauði þráðurinn í þeirri umræðu var sú skoðun að sveitarfélögum ætti eft- ir að fækka stórlega á næstu ámm og vonandi þyrfd ekki að koma til lögþving- ana í þeim efnum. Sturla Böðvarsson taldi menn gera helst til mikið úr þessu, Hluti gesta á ráðsefnunni sem fram fór í ráðstefnusal Bóknámshússins. Frummælendurnir fjórir í pallborði: Steinunn V. Óskarsdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Jóhann Geirdal og Sturla Böðvarsson. vandamálið varðandi stærð sveitarfélag- anna í dag væri ekki eins stórkostlegt og menn létu í veðri vaka. „Vandamálið er stærsta sveitarfélagið. Hvemig það beit- ir afli sínu”, sagði Sturla og vék þar að því hvemig Landsvirkjunarmálið þróað- ist. R-lisúnn hafi þar sýnt ofríki og platað fulltrúa ríkisins og landsbyggðarinnar. Steinunn Óskarsdóttir brást hart við þess- um orðum Sturlu og sagði það eilífa til- hneygingu ýmsra landsbyggðarþing- manna að stilla borginni og landsbyggð- inni upp sem andstæðum, rétt eins og sameiginlegir hagsmunir þessara aðila væm engir, sem alls ekki væri rétt. Mátú á orðum Steinunnar skilja að málflutn- ingur Sturlu stafaði af öfund, vegna vel- gengni R-listans á þessu kjörtímabili, og sagði hún það svo sem ekki mikið þó Sjálfstæðisflokknum hefði tekist að gera eitthvað á þeim 60 ámm sem hann hefði setið við stjómvölinn í borginni, s.s. að byggja upp félagsþjónustu, en Sturla hafði vikið að því í framsögu sinni á undan. Ýmsum spumingum var velt upp á ráðstefhunni, svo sem hvort sveitarstjóm- ir væm kjörinn vettvangur til sameining- ar flokkanna sbr. R-listinn. Skiptar skoð- anir vom um það. Hins vegar vom allir er þátt tóku í pallborðsumræðunum sam- mála um að sveitarstjómarmál væm í eðli sínu flokkspól i tf sk og ættu að vera það. Aherslur væm hins vegar mismunandi milli svæða. Meðal fmmmælenda á ráðstefnunni vom Skúli Þórðarson stjómmálafræðing- ur og bæjarstjóri á Blönduósi, Ámi Gunnarsson aðstoðarmaður félagsmála- ráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Ávörp við upphaf ráðstefnunnar fluttu Bjöm Sigurbjömsson formaður bæjarráðs Sauðárkróks og Ragnar Garð- arsson formaður Félags stjómmálafræð- inga. Stjómmálafræðingamir Hólmfríð- ur Sveinsdóttir og Þorvarður Hjaltason stjómuðu pallborðsumræðunum. Dagskrá helgina 19-22 júní Afmælisár á Króknum Fimmtudaginn 19. júní kl. 17.00 Sýningin Konur á Króknum opnuð. kl. 20.30 Dagskrá í Guðrúnarlundi. Fösmdagur 20. júní kl. 20.30 Dagskrá í Guðrúnarlundi kl. 22,00 UMFT sýnir revíuna Glaðar tíðir - gamalt og nýtt kl. 23,45 Gúttó 100 ára dag- skrá og flugeldasýning á vegum Skátafélagsins Eilífsbúa. Laugardagur 21. júní kl. 13-30 Niðjamót: Brúðkaup aldarinnar í Sauðárkrókskirkju. kl. 15.00 Dagskrá á Faxa- torgi, leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, skyggnumynda- sýning í Gúttó. kl. 17.00 Dagskrá í Guðrún- arlundi. kl. 20.30 Söngsveitin Drangey býður Króksurum á söng- skemmtun í Bifröst. kl. 22.30 Revíusýning í Bifröst. Sunnudaginn 22. júní kl. 14.00 Afmælisveisla á Króknum, Rúvak-Rás 1; bein útsending á fjölbreyttri dag- skrá til kl. 16.00 kl. 17.00 Revíusýning í Bifröst. Niðjamót kl. 13.30 Sauðárkrókskirkja; Brúðkaup aldarinnar - Séra Gísli Gunnarsson ávarpar kirkjugesú - Herdís Sæmundardóttir flytur ávarp fyrir hönd bæjarstjórnar Sauðárkróks - Bygging Sauðárkrókskirkju og brúðkaupin 1902 og 1904; Jón Ormar Ormsson - Ávarp Margrét Thoroddsen - Brúðhjónin Ami Þorbeigsson og Sigrún Óladóttir verða gefm saman í hjónaband. Söngur: Söngsveitin Drangey og Kirkjukór Sauðárkróks. kl. 15.00 Örstutt dagskrá á Faxatorgi; Söngsveitin Drangey og atriði úr revíunni Glaðar tíðir. Leiktæki á Flæðunum fyrir bömin, Héraðsskjalasafnið, smiðja Ingimundar Bjarnasonar, Sauðárkrókskirkja og Gúttó opið fyrir gesti til kl. 19,00. Skyggnumyndasýning í Gúttó. kl. 20,30 Söngsveitin Drangey býður Króksurum á söng- skemmtun í Bifröst T51 51 151 151 151 151

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.