Feykir


Feykir - 18.06.1997, Síða 6

Feykir - 18.06.1997, Síða 6
6 FEYKIR 22/1997 hagyrðingaþáttur 332 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Kristján Ámason á Skálá sem byrjar þáttinn að þessu sinni. Eft- ir að hafa verið í megmn yrkir hann svo. Vœflast ég nú í villu og elg þau vilja ekki passa götin. Afhvaða andskotans ístrubelg erfði ég sparifötin. Eftir að hafa fylgst með drætti í lottóinu yrkir Kristján. Fimm urðu fullirkceti, enfyrir mig bara leitt. Andskotans óréttlœti, ekki fékk ég neitt. Eftir að hafa hlustað eftir lands- og heimsmálum dregur Kristján svofellt fréttayfirlit. Svanfríður eflir við Jóhönnu jag. Jeltsín er hœttur að stríða. Síró hinnfranski er svekktur í dag. Svíamir nenna ekki að ríða. Um sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði verður þetta til. Handan, framan, úl að austan, urðum gamalt þras og jag. Gerum saman garðinn traustan, gott og tamið samfélag. Ein vísa kemur hér enn skagfirskrar ættar. Vom tildrög þau að maður nokk- ur reið dag einn fram hjá sútunarverk- smiðjunni Loðskinni og fór geyst. Kristján Runólfsson einn af starfs- mönnum fyrirtækisins ávarpaði reið- manninn með svofelldum orðum. Ætíð flögrar andi þinn um á vœngjum þöndum. Eins og sjálfui• andskotinn elti þig á röndum. Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa- stöðum hafði einhveiju sinni í vinnu hjá sér vörubílstjóra sem það orð fór af að hann færi einstaka sinnum fijálslega með ávísanaheftið. Vildu dekk undir bíl hans springa nokkuð oft og gekk vinnan þar af leiðandi seint. Um svo- fellt ástand mála orti Þorsteinn. Einatt hrekkjar einhver sút ónýt dekkin júna. Geturðu ekki gefið út gúmmítékka núna? Einhveiju sinni er Dagbjartur Dag- bjartsson á Refsstöðum hugsaði dl látins samferðamanns varð til eftirfarandi vísa. Kveðjan eftir œviveg er ífáum línum. Fáein orð ogfátœkleg, flcekt í huga mínum. Nú í vor þegar búið var að knýja fram almenna prestkosningu í Garða- prestakalli og umsækjendur fóm að til- kynna sem óðast að þeir tækju ekki þátt í slíku, orti Dagbjartur. Klerkamir kvikuðu affjöri meðan kirkjanfékk leigur í smjöri. En prstakall eitt er í pattstöðu leitt það er kosning, en enginn í kjöri. Komið hefur fyrir að málefni kirkj- unnar manna hafa verið Dagbjard hug- leikið yrkisefni. Efdr eina slíka um- ræðu verður til eftirfarandi vísa. Þótt ég ýmsan ófögnuð yrki glöðum huga. Leiðist mér að lasta guð, lœt mér þjón hans duga. Dagbjartur hugleiðir þau neyðarkjör sem sauðíjárbændur búa við í dag og reynir að koma auga á ljósan punkt. Um kaupfélagsins kosti œ kveð afgömlum vana. Aburðinn ég eflaustfœ út áfrípunktana. Geta lesendur sagt mér eftir hvem eftirfarandi vísa er? Hátt\’irt landsstjóm herti tökin, hér varfundin leiðin ný. Leggja skatt á breiðu bökin bœndurfengu að kenna á því. Sama formála má hafa að næstu vísu. Ekki er held ég hcegt að sjá hvar ég muni lenda. Þegar lífs míns skattaskrá skrifað heftil enda. Það mun hafa verið grínisdnn Benedikt Axelsson sem lýstí á efdrfar- andi hátt tilraunum sínum til að hag- ræða ögn tölum í framtali sínu. Það er eilífur bratti í efnahagssnatti afrakstur sjá menn vinnunnar sinnar. Enginn mig latti ég laug undan skatti og lagði við drengskapinn konunnar minnar. Bið lesendur að hugsa til þáttarins með efni og leita síðan til Kristjáns á Skálá með lokavísuna þar sem hann íjallar um fyrstu ástina. Hún átti munn svo ungan, rauðan, þyrstan, ástarkossinn þáði hjá mérfyrstan. Síðan margan sveininn hefurkysst’ann sífellt bcett á varamanna listann. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Fótbolti 3. deild: Tindastólsmenn enn í efsta sætinu Söngsveitin Drangey heim á Krókinn og syngur í Bifröst Söngsveitin Drangey. í tilefni afmælLsárs á Sauðár- króki, 125 ára afmæli bæjar- ins og 50 ára kaupstaðarétt- inda, heldur Söngsvcitin Drangey tónleika ásamt ein- söngvurum í félagsheimilinu Bifröst laugardaginn 21. júní nk. og hefst hún kl. 20,30. Stjórnandi er Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir, undirleikari Árni Elvar og einsöngvarar Friðbjörn G. Jónsson og Árni Gunnarsson. Söngsveitin býður bæjarbú- um og gestum til þessarar skemmtunar svo lengi sem hús- rúm leyfir og vonast eftir því að sem flestír sjái sér fært að vera með okkur þessa kvöldstund. Söngsveitin var stofnuð í til- efni 100 ára afmælis bæjarins og kom þá fram í fyrsta skipd. Margir sem þá vom með, syngja enn með söngsveitinni. Að sjálf- sögðu eru flestir ættaðir úr Skagafirðinum og þeir sem ekki em það em hálfgerðir Skagfirð- ingar í sér, segir í tilkynningu ffá Drangey. TindastóU hélt toppsæti sínu í Norðurlandsriðli 3. deildar með sigri á Nökkva í síðustu viku og Hvatarmenn og KS unnu einnig sína leiki. Hvatarmenn eiga tvo mjög mikilvæga leiki á næstu dögum. Annað kvöld mæta þeir Tinda- stóli á Króknum og fá síðan KS- inga í heimsókn á mánudags- kvöldið. Tindastólsmenn vom mun betri aðilinn í fyrri hálfleiknum gegn Nökkva á Akureyri og gerðu þá út um leikinn. Staðan var 3:0 í leikhléi, en síðari hálf- leikur var jafnari og lokatölur urðu 4:1. Oli Þór Magnússon skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Jóhann Steinarsson og Kristmar Bjömsson sitthvort markið. Neistamenn vörðust vel á mölinni á Siglufirði. Mitsa tókst engu að síður að skora tvö mörk fyrir KS í fyrri hálfleiknum en Neistamenn héldu hreinu í seinni hálfleiknum, einum færri þó, þar sem Stefán Ragnarsson var rekinn af velli. En Neisti náði heldur ekki að skora og lokatölur urðu 2:0 fyrir KS. Magnamenn byijuðu mjög vel gegn Hvöt á Blönduósi og komust í 2:0. Við svo búið settu Hvatarmenn á sig rögg og náðu að jafna fyrir hlé og skora síðan sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Gísli Torfi Gunnars- son gerði tvö mörk fyrir Hvöt og Hörður Guðbjömsson eitt. Sjálfsagt hafa Tindastóls- menn fullan hug á því að koma fram hefndum á Hvatarmönn- um þegar þeir koma í heimsókn annað kvöld, fimmtudagsvöld, en Hvöt vann stórsigur á Tinda- stóli í Kók-bikamum. Á sama tíma leika Neisti og Nökkvi á Hofsósi og Magni og KS á Grenivík. Stelpurnar unnu Leiftur Stelpurnar í Tindastóli unnu góðan sigur á Leiftri í kvenna- deildinni í síðustu viku Lyktir leiksins urðu 3:0. Það vom Sólborg Her- mundsdóttir ( 2) og Sigríður Garðarsdóttir sem skomðu mörk Tindastóls.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.