Feykir


Feykir - 26.11.1997, Síða 3

Feykir - 26.11.1997, Síða 3
41/1997 FEYKIR 3 Af götunni Skagfírska skólanetið Svo er verið að senda menn utan Eins og fram kemur í blað- inu í dag vilja tveir fyrrverandi bæjarfulltrúar á Króknum, Hörður Ingimarsson og Erlend- ur Hansen meina að sameining- arkosningin á Króknum sé ólögmæt, mistök haft verið gerð varðandi framlagningu kjör- skrár. Herði var fremur heitt í hamsi þegar hann lagði fram kæruna til sýslumanns. Hann hafði á orði við tíðindamann Feykis að þetta væri svolftið pínlegt fyrir okkur héma á Króknum. Islendingar væm að senda menn utan til að fylgjast með kosningum og sjá til þess að þær væru rétt framkvæmdar, en síðan gætum við héma á Króknum ekki séð til þess að kosningar fæm fram með lög- mætum hætti í bænum. Hefði ekki breytt neinu í Lýdó „Vitað var um nokkra ein- staklinga á stofnuninni sem vildu neyta kosningaréttar síns, helgasta réttar í lýðræðisþjóðfé- lagi. Hefðu þeir fengið að nota rétt sinn em yfirgnæfandi líkur á því að úrslit kosninga hefðu orðið með öðmm hætti í Lýt- ingsstaðahreppi, sem hefði þá sjálfkrafa leitt til endurtekinna kosninga um sameiningu sveit- arfélaga”, segja þeir Hörður og Erlendur og gagnrýna að ekki haft verið opin kjördeild á Sjúkrahúsi Skagfirðinga. Samkvæmt því sem Feykir kemst næst stenst það ekki hjá þeim félögum að það hafi breytt einhverju með úrslitin í Lýt- ingsstaðahreppi ef kjördeild hefði verið opin á sjúkrahúsinu. Þar hefði eingöngu fengið að kjósa á kjördag fólk sem var á kjörskrá á Sauðárkróki. Það nefnilega tíðkast ekki, og er ekki leyfilegt, að kjósa utankjör- staða á kjördag. Fyrir unga fólkið Bjöm Hannesson á Laugar- bakka, ritstjóri Einherja, lifir og hrærist í sameiningammræð- unni þar vestra. Bjöm, sem er sameiningarsinni, segist óttast það einna mest ef sameiningin verði samþykkt alls staðar nema í sínum hreppi. „Það er slæmt ef við lendum einir utan við”, seg- ir Bjöm. Hann segir skoðanir skiptar og misjafnt hvað menn hafi til málanna að leggja. „Skynsam- legasta sjónarmiðið sem ég hef heyrt, var frá öldruðum bónda úr Fremri-Torfustaðahreppi. Hann sagðist svo sem ekki vera hrifinn af því að sameina, en hann sæi samt ekki annað en það væri í þágu þeirra sem ættu að taka við, unga fólksins, því þetta væri ffamtíðin”. Nýjung í skólum í Skagafírði og Sighifírði í vetur er bryddað upp á nýj- ung í skólastarfi í Skagafirði og á Siglufirði með „skag- firska skólanetinu”, mark- vissri notkun tölvu og tölvu- nets í náttúrufræði og stærð- fræðikennslu. Kennarar úr Skagafirði komu saman til síns annars skipulagsfundar í vetur um skólanetið nú fyrir helgina, en stofnaður hefur verið nokkurs konar hug- myndabanki varðandi sam- skiptaverkefni og kennir þar margra grasa. Starfshópar kennara vom að vinna að skipulagningu verkefna þegar tíðindamann Feykis bar að garði. Einn hópurinn var t.d. að fjalla um verkefni tengt veðri sem verður væntanlega á dagskrá í janúar og annar hópur var að tína til Ieiki á netið, sem nýst gætu nemendum við verkefnin og í tómstundum. Á skagfirska skólanetinu verður safnað hugmyndum að kennsluefni í stærðfræði og nátt- úmfræði og sett upp á vefsíðu. Skólamir verða tendir saman á póstlista þar sem umræður fara fram og kennarar og nemendur efldir í töluvsamskiptum. Skagfirska skólanetið á að halda utan um kennsluhugmynd- ir og upplýsingar sem er safnað á meðan verkefnið „Námsum- hverfi og samskipti” standa yfir, en verkefnið fékk styrk frá þró- Togarar FISKí heimahöfn um jólin Forráðamenn FISK hafa á- kveðið að allir togarar félagsins verði í höfn um næstu jól. Þetta er breyting ffá síðustu ámm. í fyrra var Skagfirðingur á veið- um yfir hátíðamar og þar áður vom þrjú skip Skagfirðings úti um jól og áramót. Skagfirskir sjómenn geta því haldið jólin hátíðleg í faðmi ijölskyldunnar að þessu sinni. Að sögn Gísla Svan Einars- sonar útgerðarstjóra FISK hafa markaðamir verið að breytast síðustu mánuðina og misserin. Það kemur nú betur út að senda fiskinn með gámum á markað- inn, og það þykir núorðið ekki eins eftirsóknarvert og áður að koma fiski í sölu á fyrstu dög- um ársins, en þá hefur verðið á mörkuðum í Þýskalandi og Bretlandi oft verið mjög gott. Skagfírskir kennarar á skipulagsfundi. unarsjóði gmnnskóla fyrir þetta minni heimabyggð, umhverfis- söguspuni, dagur í lífi mínu, skólaár. mál/náttúra í Skagafirði, tæknin í pennavinir, ratleikur á neti, þorra- Meðal verkefna á hugmynda- kringum mig, skagfirskar þjóð- blót, óhefðbundnar íþróttagrein- listanum má nefna: daglegt líf í sögur, húsdýrin, sögurúlletta- ar, söfn í Skagaftrði o.fl. W -**--- ;j|M æof KAUPMEMÁ KRÓKNUM 'x jólaskap* •** og taka vel á móti þér! # ■# # WM* Luigurdagiir haugarthmuv Liiu<ardai>nr $iiiumdai(ur Fimniiudagiir Fösfudagur Laugardagur Sunuudagur Máitudagiir Þridjudagur Midvikiidiigui' 2í). uórcmber kl. 10 «. dcstmbcr kl. 10 lð.dcscmber kl. 10 14. descmbcr kl. 13 18. dcsiciidicr kl. Oí) 19. dcscmber kl. 09 20. dcscmbcr kl. 10 21. dcscmbcr kl. 13 22. dcscmlicr kl. 09 23. dcscmbcr kl. 09 24. desembcr kl. 09

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.