Feykir


Feykir - 20.01.1999, Qupperneq 5

Feykir - 20.01.1999, Qupperneq 5
3/1999 FEYKIR 5 Blessuð sértu sveitin mín Skotlandsbréf Gunnars Rögnvaldssonar frá Hrauni Gleðilegt nýtt ár kæru Skagfirðingar og aðrir lesend- ur. Mér datt sisona í hug að senda nokkrar línur norður yfir höf og lönd héðan frá Skot- landi þar sem hugur fjölsky Id- unnar leitaði svo stíft heim á leið í kringum jólahátíðina. Reyndar þykir mér afar vænt um að geta ávarpað sveitunga mína í fullum rétti sem Skag- firðinga eftir að hafa velkst í vafa um nokkra hríð. Er ekki fráleitt að ætla að þar hafi hinn pólitíski armur Guðlaugsstaða- ættarinnar og hans fjölhæfi fylgissveinn verið nokkuð framsýnir enda báðir gamal- grónir sveitamenn og þekkja í hörgul hvemig á bera sig að við að halda saman íjárhóp. í það minnsta hljóta þeir félagar að hafa tryggt sér atkvæði Geirmundar Valtýssonar sem getur haldið áfram að semja Skagfirsk sveiflulög án þess að eiga það á hættu að gullmolar hans verði kynntir á öldum ljósvakans sem sveifla úr sam- einuðu sveitarfélagi í Skaga- firði utan Akrahrepps. Kann ég þeim félögum Páli og Áma æskuuvini mínum bestu þakk- ir fyrir þennan Salomonsdóm hvað svo sem býr að baki, enda er sama hvaðan gott kemur. Eða eins og Láms heitinn í Neðra-Nesi hefði væntanlega sagt. Þeim er nú ekki alls vam- að framsóknarmönnunum. Hér í landi hinna pils- klæddu er afar margt sem minnir á gamla góða Skaga- ijörðinn, í það minnsta hjá því fólki sem við höfum kynnst. Glaðværð fyrir ofan meðallag og kurteisi. Einkanlega kemur kurteisin vel fram í umferðinni en þar er tillitsemin svo mikil að það liggur við að bflstjórar taki ekki af stað á grænu ljósi án þess að gefa hinum sem bíða sjens fyrst. Oneitanlega er þjóðfélagið mun kerfisbundnara en á heimaslóð og sú ágæta létt- lyndisstefna sem einkennir norðlenskt mannlíf gengur ekki hér. Þannig er allt meira og minna steypt í EB mót og ekkert sker sig úr. Allir em eins til fara og héldum við fyrst í stað að borgarbúar væm allir á leið til jarðarfarar, en seinna upplýstist að svartur alklæðn- aður ku vera vinnufatnaður þjónustu- og skrifstofufólks. Auðvitað rekst maður á ýmsar persónur sem virka kunnuglega. Á dögunum hætti ég mér til dæmis á einn heimaleikinn hjá knattspymu- Jói í Stapa 75 ára Föstudaginn 22. janúar verður Jói í Stapa, Jóhann Guðmundsson, 75 ára og í tilefni dagsins birtist hér ljóð, sem Jói flutti á hagyrðinga- mótinu á Hveravöllum 1990. Bragsnillingum bjóðast völd, burt skal þvinga amann, hejjum slyngir hér í kvöld hagyrðingagaman. Afram leiðum orku og dug. Örvaður seiði vœnum andinn greiðastfer áflug frjáls í heiðablœnum. Virkjum anda okkar rétt, allan vanda þrengjum. Milli stranda Ijúft og létt Ijóðabandið tengjum. Eflaust jysa margan má manninn vísu að hræra. Okkar lýsir leiðir þá ijóðadísin kœra. Vísan snjalla veitir lið, víst það kailast gaman ef stuðlafallastrengi við stillum allir saman. Jói í Stapa skrifar á blað, sjálfsagt vísur, í afmælis- fagnaði sínum í Árgarði fyrir fimm árum. Ingi Heiðar sendi Feyki ljóðið. Létt með blakið, Ijúfog hrein, lífgar slaka strengi, fœðist stakan ein og ein efmenn vaka lengi. Við sktdum myrkri víkja úr önd, við skulum kyrkja amann. Við skulum styrkja vinabönd. Við skulum yrkja saman. JG. félaginu Ayr United hér í borg í þeirri von að verða betur viðræðuhæfur um knattspymu sem er megin umræðuefnið hvar sem komi er. Þar er ég ekki frá því að hafa séð svipinn af Palla frá Smiðsgerði og Sveini Guðmunds bregða fyrir hvar eldurinn brann heit- ast í áhorfendastúku stuðnings- manna. Hins vegar hef ég ekki enn komið auga á neina er líkjast Sigga í Víðinesi eða Jóni á Vatnsleysu og reikna því með að þeir eigi sér enga líka. Veðurfarið hefur lika borið keim af samræmdri ládeyðu allt þar til það braust úr fjötrum sínum á annan jóladag með svokölluðu fárviðri. Tæplega hefði þótt ástæða til messufalls heima á Fróni. Talandi um þjónustu þá get ég ekki sleppt því að minnast aðeins á bankana og pósthúsin hér í sveit en afgreiðsluhraði og fyrirkomulag er allt með þeim ósköpum að engu lagi er lflct. Hlýtur allt það fólk sem stendur þar í biðröðum dag eftir dag, sem minna á opnum nýrrar raftækjaverslunar á Islandi, annaðhvort að vera í svo leiðinlegri vinnu eða þá að það þekkir ekkert annað. í það minnsta sé ég alltaf betur og betur hvað þau Eva, Jón Hallur og stelpumar á pósthúsinu em virkilega hæf í sínum störfum. Töluverðar skemmdir urðu þó í þessu svokallaða „fár- viðri” og má sennilega kenna um lélegum byggingum til jafns við veðurhæðina. Við hjónin vomm reyndar á leið heim úr jólaboði þegar veðrið var hvað verst um kvöldið og þurftum að fara ýmsar króka- leiðir vegna fallinna stórviða sem höfðu brotnað og lokuðu mörgum götum. Vöm þær umhorfs eins og túnið heima á Hrauni eftir landgangsbrim, þaktar spýtnabraki og óhroða. Er heim var komið blessuðum við skógleysið á íslandi og teljum ólíkt hættuminna að brölta um í stórhríð en eiga það á hættu að fá tvöhundmð ára gamla eik í hausinn þó svo að kæli aðeins á sunnan. Bestu kveðjur heim og góða skemmtun á komandi þorrablótum og árshátíðum. Gunnar Rögnvaldsson, Ayr, Skotlandi. DHL-deildin í körfubolta íþróttahúsið Sauðárkróki nk. íimmtudagskvöld kl. 20 Tindastóll - ísafjörður Nú koma Vestfirðingarnir í heimsókn. Komið og sjáið spennandi leik og hvetjið Tindastól til sigurs. Áfram Tindastóll! Sa%J?k*ÍZi0fHUH‘" Matráðsmaður/yfirmaður í eldhúsi Afleysing (70% starf) í 6 vikur frá 22. febrúar 1999. Starfsmaður í eldhús Afleysing 70-80% frá 26. jan. - 24. apríl 1999. Allar nánari upplýsingar um störfin veita Ragnheiður eða Sigríður, yfirmenn í eldhúsi í síma 455 4015. Umsóknir sendist til Herdísar Klausen hjúkrunarforstjóra fyrir 25.janúar 1999. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki Reyklaus vinnustaður

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.