Feykir


Feykir - 20.01.1999, Síða 6

Feykir - 20.01.1999, Síða 6
6 FEYKIR 3/1999 Hagyrðingaþáttur 266 Heilir og sælir lesendur góðir. í síðasta þætti spurði ég um höfund vísunnar „brestur vín og brotnar gler”. Þær upplýsingar berast úr Skagafirði að vísan muni vera eftir séra Tryggva Kvaran. Frá Hvammstanga berast aftur á móti þau tíðindi að höfundur um- ræddrar vísu sé Jón Blöndal læknir, sem ættaður var frá Stafholtsey í Borg- arfirði. Mun vera fjallað um hann og umrædda vísu í Bogfirskri Blöndu. Gaman væri að fá nánari upplýsingar ef hægt er. Það er Jón Gissurarson í Víðimýrar- seli sem er höfundur að fyrstu vísunni að þessu sinni. Kuldatíðin krenkir lýð krapar víða pollur. Engin þíða úti blíð í mér kvíða hrollur. Jóhanna L. Friðriksdóttir ljósmóðir mun vera höfundur að næstu vísu og er hún gerð í Viðimýrarseli sumarið 1935. Vítt má sjá afVatnsskarðsbrún og vegi Itáa grunda. Sagan á hér sefgrœnt tún og selið lága hrunda. Tvær vísur koma hér í viðbót eftir Jóhönnu. Hnígur dýrleg sól í sjá sveipast gaddi haginn. Þykknar í lofti, þyngist brá þegar þú kveður bæinn. Það œtti að virða í vandrœðum viðleitnina mína. Eins og Rut á akrinum öxin má ég tína. Þá langar mig að leita til ykkar kæru lesendur með upplýsingar um höfund að næstu vísu. Lifiiar hagur nú á ný nýr er bragur spunninn. Dýr ogfagur austri í upp er dagur runninn. Sama á við um næstu vísu sem ég hef reyndar áður birt og spurt um höf- und hennar. Glaðnar hagur, hýmar brá hreyfist bragagjörðin. O hve fagurt er að sjá ofan í Skagajjörðinn. Áfram skal haldið með að leita til lesenda með upplýsingar. Einhvem tíma í vetur sá ég á prenti í gamalli bók þessa vísu. Far vel Hólar fyrr og síð. Far vel sprund og halur. Far vel Reykja - fögur hlíð. Far vel Hjaltadalur. Eins og margir sjá er þama á ferð Hólastemman og hef ég kunnað hana frá bamæsku, en með þriðju hending- una þannig: „far vel Rafta - fögur hlíð. Langar mig nú til að heyra frá lesend- um, og þá kannski sérstaklega Skag- firðingum hvað sé rétt í þessu máli. Einhvem tíma í vetur rifjaðist upp fyrir mér vísa sem faðir minn kenndi mér þegar ég var bam. Ekki man ég eftir að hafa heyrt farið með hana síðan og veit ekki neitt um höfund. Heitir Valur hundur minn hann erfalur valla. alltaf smalar auminginn upp um sali fjalla. Tvær næstu vísur lærði ég um svip- að leyti og man ekki eftir að hafa heyrt neinn fara með þær síðan. Blágrá er mtn besta œr ber hún aföllum kindunum, eg sá liana efsta í gœr upp áfjallatindunum. Æntar mínar lágu í laut leitaði ég að kúnum. Allt fannst það í einum graut upp á fjallabrúnum. í síðasta þætti birtist vísa eftir séra Tryggva Kvaran sem ég hef nú fengið nánari upplýsingar um. Mun hún vera ort til Pálma Þorsteinssonar sem fyrst- ur mun hafa byggt í Varmahlíð. Var hann framsóknarmaður og mikill aðdá- andi Jónasar frá Hriflu sem sagði oft á ræðum, „verkin tala”. Einhveiju sinni á stjómmálafundi í Skagafirði er Pálmi hafði tekið til máls og notað þessi orð nokkuð oft, orti séra Tryggvi. Framsónar erfögur tíð fjöldinn er sœll í trúnni. Vtldi ég búa í Vanttahlíð og vera þar einn með frúnni. Efég aðeins fengi frið frúna við að hjala. Vtldi ég Pálma leggja lið og láta verkin tala. Þá kemur snyrtileg hringhenda eftir Vilhjálm Benediktsson frá Branda- skarði. Þegar vos í villufor við mig losar kœti. Astarbros afblíðri vör best ég kosið gæti. Vegna hins sviplega fráfalls okkar góða vinar og félaga í Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps. Kristjáns Frímanns- sonar á Breiðavaði, langar mig að til- einka lokavísuna minningu hans. Nú er vinur harpan hljóð horfin gleðin satttta. Samt við munum eiga óð endurmirminganna. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. In memorian Guðmundur Klemenzson kennari Bólstaðarhlíð + Það er fagur júlídagur sum- arið 1981. Þá er hringt dyra- bjöllunni á prestssetrinu Ból- stað. Úti fyrir stendur fremur lágvaxinn maður með staf í hönd og kynnir sig. Hann kveðst heita Guðmundur Klemenzson og eiga heima í Bólstaðarhlíð þar skammt vest- an ár og vera kominn til að heilsa upp á nýjan sóknarprest. Næstu tvö árin urðum við Guð- mundur nágrannar í dalnum og milli okkar þróuðust vináttu- bönd, sem hafa haldist síðan. Guðmundur var skemmti- legur félagi, sem gott var að umgangast. Hann var fróður og viðræðugóður, glaðsinna og gamansamur, höfðingi heim að sækja. Það fékk ég oft að reyna. Frá æsku var hann fatlaður, fékk lömunarveikina bam að aldri og missti mátt í fótum, en með eindæma viljastyrk tókst honum að komast aftur á fætur og ganga að starfi, sem nánast heilbrigður væri. Fötlunina bar hann af mikilli karlmennsku og þolgæði og aldrei heyrði ég hann mæla æðruorð yfir hlut- skipti sínu, miklu fremur átti hann oftast til nóg af gam- anyrðum til að lífga upp tilver- una fyrir okkur hin. Ævistarf Guðmundar var kennsla. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og síðar lauk hann kennara- prófi. Kennslustörf hóf hann í heimasveit sinni, Bólstaðahlíð- arhreppi, þar sem hann kenndi í allmörg ár, og einnig í Svína- vatnshreppi, en lengst af stund- aði hann kennslustörf við Varmahlíðarskóla í Skagafirði, eða allt þar til fyrir fjórum árum að hann lét af kennslu. Aðalkennslugrein hans var danska, en í því ágæta tungu- máli hafði hann sérhæft sig, m.a. með því að sækja nám- skeið bæði innan lands og utan, og þótti góður kennari. Oft undraðist ég það úthald, sem Guðmundi var gefið við erilsöm kennslustörf í heima- vistarskóla, starf sem er hveij- um fullfrí'skum manni ærin þol- raun, en þar hjálpaði honum ör- ugglega mikið hans meðfædda, glaða lund og svo gott sam- starfsfólk, sem setti sig inn í að- stæður hans og studdi í starfi. Við lát Guðmundar Klem- enzsonar kemur margt upp í hugann frá liðnum árum. Prest- skaparárin mín á Bólstað var það föst venja að skrýðast inni í stofu hjá Guðmundi í gamla húsinu í Bólstaðarhlíð, þá emb- ættað var í staðarkirkjunni, og einnig að þiggja þar hressingu að lokinni athöfn. Góðar minn- ingar á ég frá þeim stundum innan kirkju sem utan. Það var einhver sérstakur andblær í stofunni hans Guðmundar, þar sem flest bar vitni þjóðlegri ræktarsemi og menningu. Guðmundur lét sér einkar annt um kirkjuna í Bólstaðar- hlíð til hinstu stundar og sat í sóknamefnd um árabil. Segja má að þann arf tæki hann eftir föður sinn, Klemenz Guð- mundsson, bónda í Bólstaðar- hlíð, sem um langt árabil var hringjari og meðhjálpari í kirkj- unni og þótti að sögn leysa þau störf af hendi af einstakri alúð og samviskusemi. Trúin var Guðmundir ekkert gamanmál. Hann var ekki margorður um þá hluti fremur en sín einkamál yfirleitt, en mér var þó ljóst, að trúin á Jesúm Krist, hinn upprisna Drottinn og frelsara, vai- bjargið sem hann byggði á, er erfiðleikam- ir sóttu hann heim á lífsleiðinni. En stundimar þær bar hann ekki á torg. Aftur á móti lagði hann þeim lið eftir megni, sem svipað var ástatt um og halloka fóm í lífsbaráttunni og starfaði mikið af málefnum fatlaðra lengst af. Eftir að Guðmundur lét af kennslu í Varmahlíðarskóla, urðu samfundir nokkuð söjálli en áður, enda virtist mér þrek hans fara minnkandi síðustu árin. Þó brá hann sér öðm hvom yfir fjallið og heilsaði upp á gamla vini og kunningja. Síðast bar Guðmund að garði hjá okkur á Mælifelli á liðnu sumri. Þá hafði hann meðferð- is fermingargjöf handa dóttur minni. Þannig var Guðmundur heill vinur til hinstu stundar. Á liðnu hausti varð Guð- mundur fyrir því óhappi að lær- brotna og varð af þeim sökum að leggjast inn á sjúkrahúsið á Blönduósi. Þar veiktist hann al- varlega um mánaðamótin nóv.- des. og var fluttur suður á Sjúkrahús Reykjavíkur, þar sem hann lést að kvöldi að- fangadags 24. des. Var útför hans gerð frá Bólstaðarhlíðar- kirkju 2. janúar að viðstöddu fjölmenni, en þremur dögum áður fór fram minningarathöfn í Langholtskirkju í Reykjavík. Sr. Ámi Sigurðsson flutti útfar- arræðu og jarðsöng, og söng annaðist Karlakór Bólstaða- hlíðarhrepps við undirleik Sveins Ámasonar. Athöfnin var látlaus og fögur eins og líf hins látna. Var Guðmundur lagður til hinstu hvflu í garðinum sunnan kirkju við hlið móður og fleiri skyldmenna. Á helgu jólakvöldi við skin jólaljósanna björtu var Guð- mundur Klemenzson kallaður á Drottins fund. Við trúum því að hann hafi nú gengið inn til hinnar eilífu jólagleði, þar sem þjáning og erfiðleikar em ekki framar til, en „allt er ljós og líf’. Við hér á Mælifelli þökkum honum samfylgdina og alla elskusemi í okkar garð. Sam- úðarkveðjur sendum við skyld- mennum hans öllum. Minning- in um góðan dreng lifir. Megi hann hvfla í guðs friði. Mælifelli 15. janúar 1999 Olafur Þ. Hallgrímsson.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.