Feykir


Feykir - 17.03.1999, Page 2

Feykir - 17.03.1999, Page 2
2 FEYKIR 10/1999 Rökkurkórinn í Skagafirði. Rökkurkórinn 20 ára 11 björgunarsveitir við leit um helgína Ellefu björgunarsveitir og þyrla landhelgisgæslunnar, alls um 60 manns og ellefu leitar- hundar, tóku þátt í leit að manni er tíndist í ijallgarðinum milli Skagaijarðar og Húnavatnssýslu um helgina. Maðurinn kom fram heilu og höldnu í Tungu í Gönguskörðum um ijögur leytið á sunnudag. Hafði hann þá verið á göngu frá því snemma á laug- ardagsmorgun. Maðurinn heitir Gísli Ingvar Jónsson og er 54 ára að aldri. Hann var þama á ferða- lagi ásamt félögum sínum úr Reykjavík. Var hann furðanlega vel á sig kominn eftir volkið. Gísli Ingvar fór ásamt þrem félögum sínum frá bænum Hóli í Sæmundarhlíð síðdegis á föstu- dag. Ferðinni var heitið inn að Vestrahólsvatni, í skála iyrir enda vatnsins, sem einungis er um fimm kílómetra inni á fjallinu ífá fjallsbrún, en þar ætluðu fjór- menningamir að hittast. Þrír fóru gagnandi en Gísli Ingvar fór á litlum snjóbíl. Eitthvað hafði taf- ið för hans þar sem hann var ekki mættur á fjallsbrúninni á tilsett- um tíma og þremenningamir héldu áfram inn að skálanum. Af Gísla Ingvari var það að segja að bilun kom upp í bílnum og varði hann nokkmm tíma til viðgerða en án árangurs. Jafn- framt tók veður að versna. Tók Það má segja að lagning þjóðvegar 1 hafi verið með þeim formerkjum að sem styst væri á milli Reykjavíkur og Akureyrar, annað skipti ekki máli. Þar með vom þorp og bæir gerðir af- skekktir gagnvart vegi 1 sem þjónar jafnframt vömflutning- um og fólksflutningum. Það er raunar stórfurðulegt að leggja veg 1 um stijálbýl svæði, óbyggðir og háar heiðar, til að losna við sem flesta þéttbýl- iskjamana á Norðurlandi, aðeins í þeim tilgangi að menn séu sem fljótastir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Öll arðsemi við veg 1 er í al- gjöm lámarki vegna þess að það em langar vegalengdir til þétt- býlisstaðanna á svæðinu út frá vegi 1. Einnig hefur þessi vega- lagning hreinlega komið í veg fyrir nokkra þróun í samskiptum þéttbýliskjama á Norðurlandi vegna of mikilla vegalengda. Eg nefni hér nokkrar tölur um vegalengdir til glöggvunar hann það þá til bragðs að halda kyrru fyrir í bílnum aðfaranótt laugardags. Um hálfníuleytið á laugadagsmorgun var honum síðan farið að leiðast vistin í bíln- um og lagði þá af stað gangandi, en fór þá í þveröfuga átt upp í veðrið, hvorki inn að skálanum eða stystu leið ofan af fjallinu. Hann gekk allan laugardaginn, en félagar hans héldu hinsvegar til byggða og þegar Gísli Ingvar var ekki kominn fram um hádeg- isbil var óskað eftir aðstoð björg- unarsveita í Skagafirði, síðan bættust við sveitir úr Húnavatns- sýslu, frá Akureyri, Dalvík, Reykjavík og Kópavogi. Gísli Ingvar reyndi að halda á sér hita aðfaranótt sunnudagsins en hélt síðan áfram göngunni er birti. Reikna má með að hann hafi rambað inn í Hryggjardal og gengið þar langa leið, líklega hefur leiðin í heild verið hátt í þijátíu kílómetra. Gera má ráð fyrir að víða á þessari leið hafi verið snjóflóðahætta, og því lík- legt að bæði hann og björgunar- sveitarmenn hafi sloppið vel frá þessari útivist um helgina. - En sem fyrr er hinn almenni borgari alltaf jafn undrandi á því hvað menn séu að flækjast upp um fjöll, sérstaklega þegar veðurút- litið er nú eins og það var hér fyr- ir norðan fyrir helgina. hugmynda minna. Skagaströnd - Sauðárkrókur er 96 km um þjóðveg I en um Þverárfjall 52. Blönduós - Sauðárkrókur 74 km en um Þverárfjall 47. Sauðár- krókur -Dalvík er 144 um veg 1, en í gegnum Heljarfjall 68-70 km. Blönduós -Dalvík er 169 km en um Þverárfjall og gegn- um Heljarfjall u.þ.b. 115 km. Vegur 1 átti að sveigja við Blönduós í átt til Skagastrandar og þaðan um Þverárfjall til Sauðárkróks og þar með gert Skagaströnd, Blönduós og Sauðárkrók að einu atvinnu- svæði. Síðan lægi vegur 1 aust- ur ffá Sauðárkróki að Sleitustöð- um og þaðan upp í Kolbeinsdal og gegnum Heljarfjall niður Svarfaðardal til Dalvíkur ca 68- 70 krn. Göngin í gegnum Helj- arfjall yrðu á milli 9 og 10 km löng. Þar með er Hofsós komið í nánd við veg 1 og sama er um Ólafsijörð. Siglufjörður yrði miðað við hugmyndir um göng til Ólafs- Rökkurkórinn er blandaður kór úr Skagafirði. Hann var stofnaður um vetumætur 1978 af söngglöðu fólki. Mikill kraft- ur er í starfsemi kórsins og góð- ur félagsandi. Kórinn æfir í Miðgarði tvisvar í viku, að öllu jöfnu frá vetumætum og fram á vor. Lagaval hjá kómum er fjöl- breytt og skemmtilegt eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Kór- félagar koma víðsvegar að úr Skagafirði. Frá áramótum hefur Rökk- urkórinn haldið tónleika við fjarðar um 30-35 km frá vegi 1. Frá Dalvík lægi vegur 1 um Ár- skógssand undir Eyjafjörð ca 7- 7,5 km göng að Höfða í Höfða- hverfi og þaðan um Dalsmynni til Húsavíkur. Grenivík, Litli- Árskógur og Hrísey yrði nú nán- ast við veg 1. Þá væri komin upp ákjósanleg staða að Dalvík yrði inn- og útllutningshöfn fyr- ir Norðurland því vegalengdin til Blönduóss er 115 km og Húsavíkur um 110 km. Með slíkri vegalagningu losna veg- farendur við Vatnsskarð, Öxna- dalsheiði og Víkurskarð á vetr- um. mjög góðar undirtektir áheyr- enda og ágæt aðskókn verið á eftirfarandi stöðum: Glerár- kirkju Akureyri og Laugarborg Eyjafirði í janúar og Höfðaborg Hofsósi í mars. Þá var kórinn þátttakandi í styrktartónleikum á Blönduósi í mars. Það sem er framundan hjá Rökkurkórnum: Afmælistón- leikar í Miðgarði 27. mars, Húsavtkurkirkja 10. aprílkl. 16, Breiðumýri Reykjadal 10. apríl kl. 21, upptaka á geisladisk nr. 2 18. apni, vorferð um sumar- Stytting vegalengda hefur margfeldis áhrif á flutninga og lega vegarins veitir meira öryggi vegna nálægðar við þéttbýli. Þessi vegalagning myndi einnig stuðla að því að flugvöllurinn við Sauðárkrók yrði góður kost- ur til fragtflugs til og frá Norður- landi. Hann hefur ótakmarkaða lengingarmöguleika og aðflugið er eitt það besta á íslandi. Svo ég víki aftur að Dalvík- urhöfn þá opnar hún möguleik- ann á því að raunhæft sé að stofna skipafélag um beinar sigl- ingar til Evrópu, eða bjóða út þessa flutningsleið. Hvor leiðin sem farin væri myndi valda byltingu á farmgjöldum til og frá landinu miðað við það svart- nætti sem dreifbýlið lifir við í dag. Þá má reikna með að ef þessar hugmyndir yrðu að vem- leika þá fjölgaði störfum á Dal- víkursvæðinu (Eyjafjarðarsvæð- inu) um svona eina stóriðju. Annar plús sem er ómetanlegur em sterkari tengsl í mannlegum samskiptum og í sameiginlegri baráttu við að halda blómlegri byggð á Norðurlandi. Pálmi Sighvats. mál; Reykholtskirkja 22. apríl kl. 21, Víðistaðakirkja Hafnar- firði 23. apríl kl. 21, Hlégarður Mosfellsbæ 24. apríl kl. 14, á- samt Reykjalundarkómum sem er vinakór Rökkurkórsins í Dalabúð 24. apríl á Jörfagleði kl. 21, Sæluvikutónleikar í Bif- röst 28. apríl kl. 21, Sæluviku- tónleikar í Miðgarði kl. 16 og 20,30 1. maí. Stjómandi kórsins er Sveinn Ámason og undir- leikari Pál Szabo. í tilefni af 20 ára afmæli kórsins er stefnt að ferð til Portúgals 20.-27. október nk. og mun ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn sjá um ferðina. Þar verða skipulagðar skoðunarferðir með góðum leiðsögumanni og kóramót er í boði Portúgala, þar sem að Rökkurkórinn er þátt- takandi ásamt heimakómm. Er mikil eftirvænting og tilhlökk- un út af ferðinni. Stjóm kórsins skipa: Árdís Maggý Bjömsdóttir formaður, Drífa Ámadóttir ritari og Helgi Þorleifsson gjaldkeri. Upplýs- ingarsími kórsins er 855 4460. Rökkurkórinn þakkar þeirn fjölmörgu áheyrendum sem stutt hafa kórinn með því að sækja tónleika hans og sendir einlægar vinarkveðjur. Hross til sölu! Til sölu hross á ýmsum tamningastigum, ýmsir litir á hrossunum. Upplýsingar í síma 453 7406 eftir klukkan 19 á kvöldin Byggða- og vegamál Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsúni 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.