Feykir


Feykir - 17.03.1999, Síða 4

Feykir - 17.03.1999, Síða 4
4 FEYKIR 10/1999 Gerjun Það hefur heldur betur verið að iifna yflr Gamla bænum að undanförnu og miklar breytingar til batnaðar orðið í athafnab'finu við Aðalgötuna. Það voru miður skemmtileg- ar fréttir af verslunum og fyr- irtækjum við Aðalgötuna á liðnu hausti en þá stóðu um tíma að minnsta kosti fjögur verslunarhúsnæði auð. Upp á síðkastið hafa hins vegar hlutir snúist til mun betri veg- ar og nokkur ný fyrirtæki hafið starfsemi ásamt því að önnur hafa fært út kvíarnar. Ekki verður annað séð en áframhaldandi gerjun verði í athafnalífinu í Gamla bæn- um og t.d. má nefna eins og reyndar hefur komið fram í Feyki, að í vor er áætlað að opna nýtt glæsilegt gistihús í Hótel Tindastóli. Búið er að opna sérstaka skóbúð í Gamla bænum, en sér- verslun með skófatnað hefur ekki verið starfandi á Króknum í langan tíma. Það var Sigríður Káradóttir sem opnaði Skóbót- ina ó.mars sl. Sigríður segir við- tökur hafa verið mjög góðar og kveðst hafa tröllatrú á því að skóbúð í Gamla bænum eigi framtíðina fyrir sér. „Það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn á Sauðárkróki þessa dagana”, segir Sigríður. Skóbótin er til húsnæðis í Aðalgötu 20 þar sem Verslunin Aðalblóm var áður til húsa. Aðalblóm er hins vegar flutt að Aðalgötu 8 þar sem Mat- vörubúðin var áður til húsa. Er þar í suðurhluta hússins og þetta húsnæði hefur heldur betur tek- ið breytingum. Jenný Ragnars- dóttir eigandi Aðalblóms segist hafa orðið vör við aukin við- skipti frá því hún flutti starfsem- ina 4. febrúar sl. „Við erum núna komin í bjartara og þægi- legra húsnæði og vinnuaðstaðan er betri”, segir Jenný, en eigin- maður hennar Hilmar Sverris- son tónlistarmaður er að koma fyrir stúdíói í kjallaranum. „Það hentaði okkur ágætlega að kom- í Gamla bænum Guðrún Sölvadóttir í Sauðárkróksbakaríi og Ása Sverris- dóttir afgreiðslustúlka sjá til þess að Lárus Dagur Pálsson fái nóg með miðdegiskafHnu. María Lóa Friðjónsdóttir í Galleríinu Lindarkoti. ast héma í sameiginlegt hús- næði”, segir Jenný, en sem fyrr leggur Aðalblóm áherslu á vandaða blóma- og gjafavöm. í norðurendanum á Aðalgötu 8 hefur María Lóa Friðjónsdótt- ir komið sér fyrir með gallerí auk þess sem útibú Samvinnu- ferða - Landsýnar er þar í einu hominu. Það er Gallerí Lindar- kot sem María Lóa hefur sett á stofn. Þar er til sölu og sýnis handverk ýmiss konar; málverk, myndir, listmunir og ýmislegt fleira. María segist leggja áherslu á að fá skagfirskt hand- verk þama inn, en einnig em munir úr nágrannabyggðum og víðar að. María Lóa segist hafa mikinn áhuga á því að eiga góða samvinnu við listamenn og handverksfólk. ,JÉg vonast til að þetta geti orðið einn liðurinn í því að ná fleiri ferðamönnum inn í bæinn”, segir María Lóa. I næsta húsi norðan við, það sem venjulega hefur verið kall- að hjá Torfa, eða þar sem Versl- unin Vökull var lengi til húsa, er búið að koma á fót myndbanda- leigu. Myndheimar heitir þessi Jenný Ragnarsdóttir í Aðalblómi ásamt Ragndísi dóttur sinni. Sigríður Káradóttir í skóversluninni Skóbótinni. vídeóleiga, sem væntanlega er sú stærsta í bænum um þessar mundir, en fyrir vom tvær leig- ur. Eigendur Myndheima em þær Ragnheiður Jónsdóttir og Ema Rós Hafsteinsdóttir. Ragn- heiður sagði í samtali við Feyki að frá því að leigan opnaði 20. febrúar sl. hefði verið mikið að gera, enda væri þama mesta úr- val myndbanda í bænum. Sauðárkróksbakarí hefur verið að færa út kvíamar að undanfömu. Þau bakarahjón Ottar og Guðrún em búin að stækka veitingaaðstöðuna, hafa lagt undir hana plássið að sunn- anverðu þar sem Isbarinn gamli góði var einu sinni. Bakaríið býður nú upp á aukið úrval brauðrétta ýmiss konar, s.s. pítu- brauð og smárétti, og súpur. Þá hefúr Sauðárkróksbakarí komið úl móts við viðskiptavini eftir að matvömverslun lagðist af í Gamla bænum, og í kæliborði er hægt að ganga að mjólkur- vömm og ýmsum dagvömm. Er þetta til mikils hægðarauka t.d. íyrir gamla fólkið í útbænum. Þá em ótalin sú breyúng sem orðið hefúr í veitingahúsageir- anum í vetur. Olafur Jónsson, Óli vert, endurbyggði syðri hluta Pollans á linu hausti og opnaði skömmu fyrir áramót iýmri og skemmtilegri veitings- tofu. Reyndar kallar Óli húsið nú Ólafshús, en það mun vera upprunalegtnafnáAðalgötu 15. Ragnheiður Jónsdóttir annar tveggja eigenda Myndheima. Karlakorinn Heimir Skagafirði heldur tónleika í Grafarvogskirkju í Reykjavík föstudaginn 19. mars kl. 20,30. Ytri - Njarðvíkurkirkju laugardaginn 20. mars kl. 14,00 Söngstjóri: Stefán R. Gíslason Undirleikarar:Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. Einsöngvarar: Einar Halldórsson og Álftagerðisbræðurnir Óskar Pétursson, Pétur Pétursson og Sigfús Pétursson. Fjölbreytt skemmtileg söngskrá.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.