Feykir - 07.04.1999, Síða 3
12/1999 FEYKIR 3
Vísnakeppni í
Sæluviku 1999
„Mimiist þess ekki að hafi orðið
alvarleg slys á heiðinni44
Safnahús Skagfirðinga
stendur íyrir vísnakeppni eins
og undanfarin ár og verða úr-
lausnir birtar við opnun Sælu-
viku í Safnahúsinu á Sauðár-
króki sunnudaginn 25. apríl.
Keppnin verður með sama sniði
og undangengin ár. Annars veg-
ar verður verðlaunuð besta vís-
an, hins vegar besti botninn.
Veitt verða 10 þúsund króna
verðlaun fyrir bestu vísuna, og
önnur 10 þúsund íyrir besta
botninn.
Að þessu sinni eru menn
beðnir að gera vísu um kom-
andi kosningar.
Hins vegar skulu botnaðir
eftirfarandi lyrripartar:
Út á lífið mey og mann
mikið langar stundum.
Huldar vœttir vorsins senn
vekja lífúr dvala.
í síðasta fyrriparti má hafa
endarímorð annarrar hendingar
svanna eða manni, eftir því
hvort karl eða kona botnar.
Efmig langar eina stund
upp ífang á svatma/manni.
Vísum og botnum þarf að
skila í Safnahúsið í síðasta lagi
föstudaginn 23. apríl undir dul-
nefni og skal hið rétta nafn höf-
undar íylgja í lokuðu umslagi.
Safnahús Skagfirðinga.
Hóf tíl heiðurs
Ragnari og Hallveigu
Vinir og stuðningsmenn
Ragnars Amalds alþingismanns
halda honum og konu hans
Hallveigu Thorlacius heiðurs-
samkomu í Miðgarði í Varma-
hlíð nk. föstudagskvöld 9. apríl.
Samkoman hefst með borð-
haldi kl. 19 og síðan munu val-
inkunnir samstarfsmenn flytja
ávörp og boðið verður upp á
fjölbreytt skemmtiatriði.
Ragnar Amalds var fyrst
kjörinn á þing árið 1963 og hef-
ur verið þingmaður Norður-
lands vestra óslitið frá árinu
1971 þar til hann lé af þing-
mennsku nú á dögunum.
Verði aðgöngumiða á sam-
komuna verður stillt í hóf, eins
og segir í tilkynningu. Þötttöku-
listar liggja frammi í Búnaðar-
bankanum á Sauðárkróki,
Varmahlíð og Hofsósi úl hádeg-
is á fimmtudag, en einnig verð-
ur hægt að skrá sig hjá Jóhanni
í síma 453 5780, Huldu í síma
453 5289 og Önnu Kristínu í
síma 453 5333.
segir Gunnar Sæmundsson í Hrútatungu mokstursmaður á
Holtavörðuheiðinni, sem slapp vel í óhappi rétt fyrir páskana
Svo sannarlega var hægt að tala um lán í
óláni, í umferðaróhappi í blindhríð á Holta-
vörðuheiðinni á mánudeginum fyrir páska.
Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu,
sem sér um mokstur á heiðinni og ökumað-
ur fólksbfls sem hann ætlaði að draga upp á
veginn rétt við Fornahvamm, voru nýkomn-
ir inn í bflana frá því að binda á milli, þegar
vöruflutningabfll kom á fleygiferð út úr
sortanum, strauk hann hornið á bfl Gunn-
ars og keyrði aftan á fólksbflinn.
„Það hefði sjálfsagt ekki þurft að spyija að
leikslokum ef vörubfllinn hefði verið örlítið fyrr
á ferðinni, því ökumður fólksbflsins var nýkom-
inn inn í bflinn og ég var ekki einu sinni byijað-
ur að draga”, sagði Gunnar en hann var á norð-
urleið í gagnstæðri átt við fólksbflinn sem hafði
lent hálfur út af veginum að framan í blindviðr-
inu.
Gunnar vildi þó ekki gera mikið úr þessu
óhappi í samtali við blaðamann og telur sig hafa
sloppið vel við störf að snjómokstri á Holta-
vörðuheiðinni, en hann hefur starfað við það frá
árinu 1962. Byrjaði þá 16 ára gamall sem að-
stoðarmaður Jón Ólafssonar sem nú starfar hjá
Vegagerðinni í Borgamesi.
,JÉg fékk ekki bflprófið fyrr en þama um vet-
urinn og síðan er ég búinn að vinna á nánast öll-
um tækjum við moksturinn á heiðinni, nema
ekki á Peiloder. Ég tel mig hafa sloppið mjög
vel. Ég hef aðeins einu sinni áður lent í óhappi.
Þá lenti fólksbfll, sem ók á miðjum veginum, á
tönninni á vömbflnum sem ég var að moka veg-
inn með. Þetta gerðist í blindviðri eins og oft era
á heiðinni. Annars minnist ég þess ekki að það
hafi orðið alvarleg slys á heiðinni, þannig að
fólk hafi hlotið alvarleg meiðsl. Ég man ekki
eftir að hafa heyrt um það, en hins vegar hafa
náttúrlega orðið árekstrar”, segir Gunnar.
Aðspurður segist hann minnast tilvika sem
hafi orðið mjög erfið, eins og t.d. fyrir nokkram
áram þegar blyndbil gerði á sumardaginn fyrst
og fjöldi bíla var fastur á heiðinni. Þá var bfla-
lestin þannig að bflamir voru komnir í þrjár
breiddir á veginn. Sumir héldu að þeir kæmust
lengra en aðrir.
„Við voram sérstaklega heppnir núna um
páskana að veðrið skyldi verða svona gott, eins
og umferðin hefur verið mikil. Því það virðist
nú vera mikið þannig að veðrið heldur ekki aft-
ur af fólki ef það ætlar sér á milli landshluta.
Ætli hafi ekki farið á þriðja þúsund bflar um
heiðina í dag”, sagði Gunnar í Hrútatungu þeg-
ar blaðamaður Feykis hafði tal á honum að
kvöldi annars í páksum.
Reiðver Björns Mikk
Eru enn í
vanskilum
Bjöm Mikaelsson yfirlög-
regluþjónn á Sauðárkróki
saknar enn reiðtygja sem tekin
vora frá honum fyrr í vetur.
Þrátt fyrir vinsamleg tilmæli
hefur sá er verknaðinn framdi
ekki enn látið á sér kræla.
Bjöm segir að reyndar hafi
fleiri í hesthúshverfmu orðið
fyrir tjóni af þessu tagi, en
sjálfur segist hann þess
fullviss að sitt tjón megi rekja
til starfsins. Það hafi einhver
séð ástæðu til að klekkja á
honum. Bjöm segist tilbúinn
að veita þeim fundarlaun sem
geti veitt upplýsingar um hvar
reiðverin sé að finna. „Það er
óþarfi að menn komist upp
með svona hluti“, segir Bjöm
Mikaelsson.
in og KS-bókin
1 II,' 11, m\ui .,I. . . IV, r ,111,
5,1%,
Innlánsdeild