Feykir


Feykir - 07.04.1999, Side 2

Feykir - 07.04.1999, Side 2
2 FEYKIR 12/1999 Starfsemi Hólaskóla verður kynnt 17. apríl nk. jafnframt því sem endurbótum á skólahúsinu verður fagnað. Heim að Hólum í endurgert skólahús Heim að Hólum, er yfirskrift opins dags í Hólaskóla laug- ardaginn 17. apríl nk. Til- gangurinn með deginum er að kynna þá fjölbreyttu starf- semi sem fram fer á Hólum og einnig að fagna þeim gagngeru endurbótum sem staðið hafa ytir á skólahúsinu frá árinu 1995 og er nú að ljúka. Við endurbæturnar öðlast skólahúsið sína fyrri reisn, en elsti hluti hússins frá árinu 1910 og var hannaður af Rögnvaldi Ólafssyni. Yngri hlutinn er hins vegar frá árinu 1927 og var hugar- smíð Guðjóns Samúelssonar. Dagskráin þann 17. apríl hefst með reiðsýningu og keppni við reiðhöll skólans þar sem nemendur sýna listir sínar og klukkan 15 verður helgi- stund í Hóladómkirkju. í skóla- húsinu verður kynning á því námi sem í boði er við Hóla- skóla. Nemendur af ferðamála- braut, fískeldisbraut og hrossa- ræktarbraut ásamt nemendum á framhaldsbraut hrossabrautar Hólaskóla munu kynna þau verkefni sem þau hafa fengist við í vetur. Verður sú kynning í íþróttahúsi skólans. Námið eins og það er í dag tekur eitt ár og lýkur með verk- námi. Markmið náms við skól- ann er að veita nemendum hag- nýta fræðslu um ákveðnar greinar atvinnulífsins, sem byggja á náttúruauðlindum landsins og umgjörð þeirra. Fræðslan er miðuð við að nem- endur verði hæfir til að annast íjölþættan atvinnurekstur að námi loknu, veita forustu í fé- lagsmálum atvinnugreinanna og axla eðlilega ábyrgð í þjóðfé- laginu. I tengslum við námið er unnið að ýmsum rannsóknum m.a. í fiskeldi og hrossarækt. A- ætlað er að dagskránni ljúki kl. 17. Kaffiveitingar verða í boði skólans og eru allir velunnarar Hólaskóla hjartanlega velkomn- ir heim að Hólum þennan dag, segir í tilkynningu frá Hóla- skóla. „Árangur fyrir alla” er yfir- skrift greinar sem oddviti sjáf- stæðismanna á Norðurlandi vestra skrifar í Norðanfara, en flokkurinn hefur verið leiðandi í ríkisstjóm s.l. 8 ár. Allir sem búið hafa í kjördæminu, eða þá hafa eitthvað fylgst með byggðamálum, vita að árang- urinn er í raun harla lítill á Norðurlandi vestra, svo ekki sé kveðið sterkar að orði. í tölum frá Byggðastofnun má lesa að fólki hefur fækkað um 771 í kjördæminu sl. 8 árum og að laun em töluvert lægri en að meðaltali í landinu. I raun er svo komið að leggja á kjör- dæmið niður og sameina það ýmist til austurs eða vesturs. Ríkisstjómin er nú loks að ranka við sér skömmu fyrir kosningar og þykist ætla að gera eitthvað með nýrri Þann 27. febrúar sl. fór úr- slitakeppni stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki fram í annað sinn. Keppnin er fyrir nemendur í 9. bekk grunnskól- anna á Norðurlandi vestra og er styrkt af sveitarfélögum, stofn- unum og fyrirtækjum. Alls tóku 113 þátt í forkeppninni en 15 þeirra sem best stóðu sig var boðið til úrslitakeppni sem fram fór í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Þeir 15 nemendur sem tóku þátt í úrslitakeppninni fengu 2 klst til að leysa stærðfræði- þrautimar, en á meðan var opið hús með vörukynningum og skemmtiatriðum ásamt kaffi og meðlæti. Sigurvegari keppn- innar í ár varð Kolbeinn Helgi Gíslason, nemandi í Gmnn- skólanum á Sauðárkróki. I öðm sæti varð Bára Dröfn Kristinsdóttir, Laugarbakka- skóla og í þriðja sæti varð Bjarki Þ. Sigurbjartsson, Grunnskólanum á Blönduósi. Öll hlutu þau í verðlaun hluta- bréf frá Landsbanka Islands og Landsbréfum, orðabók frá Máli og menningu, reiknivél frá Heimilistækjum auk peninga- verðlauna frá öðmm styrktarað- ilum. Auk jress hlaut Kolbeinn Helgi Gíslason flugmiða frá Is- landsllugi og eignar- og farand- byggðaáætlun. Er það trúverð- ugt í Ijósi þess sem undan er gengið? Varla, og í raun em ýmsai' tillögumar brjóstum- kennanlegar s.s. eins og umtöl- uð menningarhús, en að öllum líkindum gæti rekstur þeirra orðið þungur baggi á sveitarfé- lögum. Hvað er til ráða? Jú, að kjósa aðra flokka en þá sem hafa látið verkin tala í síðustu ríkisstjóm. Frjálslyndi flokkur- inn mun beita sér fyrir margvís- legum aðgerðum s.s að fella niður þungaskatt sem er beinn skattur á landsbyggðina. Skatt- inum var í breytt í ríkisstjómar- tíð Sjálfstæðisflokksins þannig að hann leggst harðast á lítil flutningsfyrirtæki og bændur. Þungaskatturinn er einn þáttur- inn sem viðheldur háu vöm- „Árangur fyrir alla” Skemmtileg keppni í stærð- fræðikeppni Fjölbrautaskólans verði og verri samkeppnis- stöðu íyrirtækja á landsbyggð- inni. Frjálslyndiflokkurinn mun eins og alþjóð veit breyta kvótakerfinu, en núverandi kerfi stuðlar að óöryggi íbúa dreifbýlisins og framtíð bæja og þorpa, þar sem að fólk get- ur vaknað einn góðan veðurdag við að búið sé að selja kvótann í burtu úr byggðalaginu. Frjálslyndiflokkurinn mun beita sér fyrir því að efla og styrkja þær stofnanir sem fyrir em í kjördæminu og má þar nefha iðnbraut Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og heil- brigðisstofnanir. Það er fáránlegt að þing- menn séu að skipta vegafé og rétta út jarðgöng og menningar- hús, eins og friðþægingarpill- um skömmu íyrir kosningar. Þessi vinnubrögð núverandi stjómarflokka koma óorði á fólk á landsbyggðinni, þar sem látið er líta út fyrir að það sé verið að færa byggðalögunum sérstakar ölmusur og jafnvel sérstakar gjafir umfram aðra. Að sjálfsögðu á að gera jarð- göng og leggja góða vegi, en þetta em framkvæmdir sem skipuleggja á til margra .ára með mun vandaðri hætú en nú er gert. Sigurjón Þórðarson. Sigurvegarar í Stærðfræðikeppni FNV 1999: Bára Dröfn Kristinsdóttir, Laugarbakkaskóla sem varð í 2. sæti, Kolbeinn Helgi Gíslason, Grunnskólanum á Sauðárkróki sem sigraði og Bjarki Þ. Sigurbjartsson, Grunnskólanum á Blönduósi er hafnaði í 3. sæti. bikar frá KLM-verðlaunagrip- um á Siglufirði. Aðrir keppendur í úrslita- keppninni fengu einnig verð- laun: Bækur og reiknivélar auk kr. 5.000-. Ársæll Guðmundsson, að- stoðarskólameistari, vill koma á framfæri innilegu þakklæti til hinna fjölmörgu styrktaraöila keppninnar en keppnin er í raun samstarfsverkefni Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, gmnnskólanna á Norðurlandi vestra og atvinnu- lífsins á svæðinu. Styrktaraðil- um var boðið að koma og kynna vöm sína og þjónunustu í hátíðasal Bóknámshúsi FNV meðan á úrslitakeppninni stóð þar sem stúdentsefni FNV sáu um kaffiveitingar. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsúni 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson. Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.