Feykir - 05.12.2001, Page 2
2 FEYKIR 42/2001
Árskóli orðinn með
glæsilegri skólum
Yngstu nemendurnir sungu nokkur lög, þar á meðal skólasönginn.
Það var stór dagur í Árskóla
á Sauðárkróki, laugardagurinn
1. desember, þegar formlega
vartekið í notkun nýtt og endur-
bætt húsnæði skólans. Fjöl-
mennt var í skólanum þennan
dag, margir foreldrar mættu á-
samt börnum sínum til friðar-
göngu um morguninn þegar
friðarljósker var látið ganga ffá
kirkjunni upp Kirkjustíginn að
krossinum á Nöfunum sem
kveikt var á við þetta tækifæri.
Mun Krossinn, þetta táknræna
aðventuljós Sauðkrækinga, lýsa
yfir bæinn fram yfir Þréttánd-
ann eins og jafnan.
Að lokinni þessari friðarat-
höfn út í bænum hófst athöfn í
skólanum, sem byrjaði með þvi
að formaður Foreldrafélagins
Guðbjörg Árnadóttir aflienti
skólanum að gjöf frá félaginu
20 töfl og klukkur. Þá var nýtt
merki skólans sýnt, en það
gerði Áslaug Árnadóttir fyrrum
nemendi skólans sem starfar
sem arkitekt í Árósum í Dan-
mörku. Áslaug skírskotar til ná-
grenni skólans í merkinu, Naf-
anna og Grænuklaufarinnar.
Sólin skapar sinn sess og á
markinu eru einnig þau ein-
kennisorð skólans sem voru
valin úr fjölda hugmynda sem
upp) komu: Lifa, leika, læra.
í ávarpsorðum Óskars G.
Bjömssonar skólastjóra, vék
hann einmitt að þessum ein-
kennisorðum og sagði að
grunnurinn í skólastarfinu
fælist í þessum orðum. Óskar
sagði þetta mikil tímamót hjá
skólanum, sem búið hefur við
þrengsli á undanförnum ámm,
starfsliði skólans meðan stjóm-
unarrýmið var ekki fúllbúið, en
þá var aðstaða starfsmanna á
skrifstofú ritara. Óskar færði
sveitarstjómarmönnum sérstak-
ar þakkir fyrir þann metnað sem
þeir sýndu uppbyggingu skólans.
Herdís Á. Sæmundardóttir
forseti sveitarstjórnar sagði
góða skóla gmnninn að góðu
mannlífi á hverjum stað. Að-
staða nemenda og starfslið þurfi
að vera góð og því hafi sveitar-
stjóm Skagafjarðar lagt mikla
áherslu á skólamálin og sett þau
í forgangsröð. Herdís sagði
þessi tímamót mjög ánægjuleg
og vera sannfærð um að þessi á-
fangi mundi skila góðu starfi í
Árskóla um leið og hún afhenti
Óskari skólastjóra aðventu-
skreytingu til skólans ffá sveit-
arstjóminni.
Yngstu nemendur Árskóla
sungu því næst nokkur lög, þar
á meðal skólasönginn sem er
við texta Björns heitins Daní-
elssonar fyrrum skólastjóra
Barnaskólans. Að síðustu var
svo lúsíuatriði 7. bekkjar sem
leiddu nemendur og gesti inn í
nýja skólann, þar sem nemend-
ur vom við vinnu ffam eftir
degi, og þar var áberandi mikil
vinna þeirra á tölvur, en keypt-
ar voru 100 nýjar tölvur í skól-
ann á liðnu hausti. Þá þáðu
gestir kaffi og bakkelsi í boði
Foreldrafélags Árskóla.
Óskar G. Björnsson skóla-
stjóri er mjög ánægður með þá
aðstöðu sem Árskóla hefúr ver-
ið búinn og segir hana ffamúr-
skarandi og jafnast á við þá
bestu í nýjum skólum í landinu
í dag. Óskar segir að það megi
sjálfsagt rekja að nokkm til
arkitekta skólans, þeirra Stefáns
Arnar Stefánssonar og Jóns
Þórs Þorvaldssonar, en feður
þeirra teiknuðu einmitt gamla
skólann. Jón Þór vann einmitt
nýlega samkeppni um nýjan
skóla í Mosfellsbæ og hefúr í
þrígang verið hlutskarpastur í
samkeppni hönnuða um nýja
skóla á höfúðborgarsvæðinu á
síðustu árum.
Nýbygging og endurbætur á
Árskóla hófúst fyrir tveimur
ámm, haustið 1999. Byggð var
svokölluð b-álma og Kubburinn
sem er tengibygging við íþrótta-
húsið, auk þess sem breytingar
og endurbætur voru gerðar á
hluta gamla skólans. Út úr
þessu komu sjö almennar
kennslustofúr, tvær sérgreina-
stofúr, auk stjómunarrýmis. Að-
alverktaki við bygginguna var
Trésmiðjan Borg og byggingar-
meistari Björn Bjömsson og
vék Óskar skólastjóri einnig
sérstöku loforði á góð samskipti
við byggingaraðilann. Skóla-
stjóri gat þess einnig að þrátt
fyrir þennan mikla áfanga væri
enn eftir tveir áfangar við Ár-
skóla sem vonandi yrði ráðist í
einhvem tímann á næstu árum.
og í haust var mjög þröngt á
Þegar friöarljóskerið var komið alla leið á Naflrnar var
ljósið tendrað á Krossinum.
TQLATRE
Kveikt verðnr ájólatrénu á
Kirkjutorgi, Sauðárkróki,
laugard, 8. des. kl. 15:00
Húnaþing vestra
Ráðist í stækkun
sambýlisins
Á fundi byggðarráðs Húna-
þings vestra nýlega var sam-
þykkt að ganga til samninga við
fyrirtækið Tvo smiði um breyt-
ingar og stækkun á sambýlinu
við Grundatún 10-12 á
Hvammstanga.
Að sögn Elínar R. Líndal
formanns byggðarráðs var við
undirritun samninga við ráðu-
neytið um málefni fatlaðra á
Norðurlandi vestra á sínum
tíma, gefið vilyrði fyrir fjárveit-
ingu að upphæð 35 milljónirtil
byggingar sambýlis í kjördæm-
inu. Álit þjónustuhóps um mál-
efni fatlaðra var að ekki þótti
þörf fyrir byggingu nýs sam-
býlis, heldur var ákveðið að
breyta parhúsunum tveimur á
Hvmmstanga í fjórar litlar
íbúðir og byggja við þau er
samsvaraði einni íbúð, þannig
að fimm íbúðir verði til ráðstöf-
unar fyrir fatlaða í sambýli á
Hvammstanga.
Þar verður sóngur, ávarp
og svo verður boðið upp á heitt
kakó ogpiparkökur.
✓
Jólasveinarnir og skemmta
bórnum ogjullorðnuni.
Mcetum óll á Kirkjutorgið.
Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauöárkróki. Póstfang: Box 4,
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is.
Ritstjóri: Þórhallur Asmundsson. Blaðstjórn: Jón F.
Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur
Hemiannsson, Sigurðui' Ágústsson og Stefán Amason.
Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Fej kir á
aöild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaöa.