Feykir


Feykir - 05.12.2001, Side 8

Feykir - 05.12.2001, Side 8
Sterkur auglýsingamiðill 5. desember 2001, 42. tölublað, 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Nemendur 8. bekkjar hlýða á Svein Sverrisson formann Lions þegar margmiðlunardiskurinn var afhentur. Lionsfélagar í Árskóla Á mánudagsmorgun mættu í Árskóla nokkrir félagar úr Lionsklúbbi Sauðárkróks og Lionsklúbbnum Björk. Tilefni þessarar heimsóknar var að færa nemendum 8. bekkjar margmiðlunardiskinn “spáðu í mig...ogþig”. Lionshreyfingin á íslandi á 50 ára afrnæli og í til- efiri þeirra tímamóta er þessi margmiðlunardiskur gefin öll- um 8. bekkjar nemendum á landinu. Á diskinum er fullt af efni eftir unglinga, stuttir fróð- leiksmolar um Lions og síðast en ekki síst Lífsleikurinn sem er glænýr leikur og hannaður sér- staklega fyrir þennan disk. Formaður Lionsklúbbs Sauð- árkróks Sveinn Sverrisson talaði til nemenda í 8. bekk og spurði þau m.a. hvað þau vissu um Lions? Svör nemenda báru þess glöggt merki að þau vissu heil- mikið uin starfsemi Lions. Sveinn gaf svo Þorsteini Sæ- mundssyni formanni vímuvama- nefndar Lionsklúbbsins orðið og kynnti hann margmiðlunar- diskinn. Þorsteinn notaði til þess skjávarpa svo allir gætu séð hvað frant færi, einn nemandi spreytti sig á leiknum og stóð sig vel. Að kynningu lokinni af- hentu Lionsfélagar nemendum margmiðlunardiskinn til eignar. Lýst upp við sveitabæi Byijað er að lýsa upp heirn- reiðar sveitabæja í Húnaþingi vestra. Þetta er fjögurra ára verkefni kostað að mestu úr sveitarsjóði. í haust var farið í fyrsta áfangann, 18 bæir í Mið- firði fá lýsingu, og mun vera komið að lokum verksins. Á næsta ári verður svo lýst upp við bæi í Hrútafirði. Að sögn Brynjólfs Gísla- sonar sveitarstjóra er áætlað að þetta verk muni kosta um 14 milljónir króna og er kostnaður vegna framkvæmda í ár áætlað- ur 3,5 milljónir. Sveitarfélaginu var skipt niður í fjögur svæði og kom Miöfjöröurinn fyrst upp úr hattinum og síðan Hrútafjörð- urinn. Brynjólfúr segir að flest- ir búendur séu ánægðir með þetta framtak og finnst gott að fá lýsingu við bæi sína, þótt víða séu góð útiljós við bæi. Sumstaðar sé það þó þannig að fólki finnist alveg nóg að hafa útiljósin, því finnist það ekki passa í sveitarmyndina að hafa heimreiðamar upplýstar. KJORBOK ✓ Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki islands _______í forystu til framtíðar 1 ' Útibúlð á Sauðárkróki - S: 453 5353 Sviptingar í húsnæðismálum fyrirtækj a I tengslum við sölu eigna hjá Sveitarfélaginu Skagafirði hafa verið á flökti ýmsar óstaðfestar fregnir varðandi flutninga á starfsemi sveitarfélags- ins og fyrirtækja í bænum. Snorri Styrkársson for- maður byggðaráðs segir að ýmsum hugmyndum hafi verið fleygt en ekkert sé ákveðið í þessum efn- um ennþá. Aðspurður sagði hann að vissulega væri hreyfingar í þessum efnum óþægilegri á kosningar- vetri, allt væri þá mun viðkvæmara en ella. Við flutning allrar starfsemi Byggðastofhunar í Artúnið losnar það húsnæði sem Þróunarsviðið hef- ur til afnota í Stjómsýsluhúsinu, og möguleikar skap- ast fyrir sveitarfélagið á frekari nýtingu hússins. Hugbúnaðarfyrirtækið Element hefur verið á hrak- hólum eftir að Byggðastofun flutti í Ártúnið, en stofhunin leigir húsnæði það sem Element hefði áður. Því hefur komið til tals að Element færi í húsnæði sveitarfélagsins við Ártorg og sveitarfélagið flytti starfsemi sína í meira mæli yfir í Stjómsýsluhúsið. Snorri Styrkársson sagði að allt væm þetta hug- myndir sem hefðu verið nefhdar en engin ákvörðun lægi fyrir, sem og sá að selja áhaldahús bæjarins. Snorri sagði rétt að forsvarsmenn KS hefðu látið í ljós áhuga sinn á kaupum á áhaldahúsinu og í því sambandi komið upp sú hugmynd að gera gamla bílaverkstæðið við Freyjugötu að áhaldahúsi, en hinsvegar væri ljóst að miklar endurbætur þyrfti að gera á því húsnæði, og eins hitt að á þessu svæði væri skipulögð íbúðabyggð samkvæmt deiliskipu- lagi, þó ekki væri beint útlit fyrir að á þessu svæði yrði byggt á næstunni. Trébryggja byggð við Vesturfarasetrið Undanfamar vikur hefur verið unnið við smíði tímburbryggju framan við Vest- urfarasetrið á Hofsósi og mun verkinu ljúka fljótlega effir mánaðamótin. Það er Vesturfarasetrið sem stendur fyrir frarn- kvæmdinni en nýtur til þess styrks ffá Samgönguráðuneytinu. Bryggjan er hönn- uð af Hafhamálastofhun ríkisins sem jafh- ffamt hafði effirlit með framkvæmd- inni.Það er Guðlaugur Einarsson skipa- og bryggjusmiður ffá Fáskrúðsfirði sem er verktaki og hefur unnið að smíðinni við annan mann. Guðlaugur sagði í samtali við Feyki að bryggjan væri 33 metrar að lengd og þrír metrar á breidd en bryggjuhaus er nokkuð breiðari. Hún er byggð á gamla mátann, undir henni em 25 öflugir tréstaurar sem reknir eru niður á fast. Var notað raffnagns- spil við að reka niður því ekki er ætlunin að fara með stórvirk tæki eins og byggingar- krana út á bryggjuna. Að sögn Valgeirs Þorvaldssonar ffam- kvæmdastjóra Vesturfarasetursins er til- gangurinn með bryggjusmíðinni m.a. sá að hún gefur möguleika á að nota svæðið sem leikmynd fyrir útsýningar og einnig setur bryggjan skemmtilegan svip á umhverfið og verður þægileg fyrir fólksflutninga. Að sögn Valgeirs verður kostnaður við ffam- kvæmdina á bilinu 5-6 milljónir króna. ÖÞ. Dularfull hesthvörf í Skagafirði Á síðustu dögum hefur ver- ið talsvert rætt um dularfull hesthvörf ffá bænum Hofstöð- um í Viðvíkursveit. Bjöm Run- ólfsson bóndi þar segir að vart komi annað til greina en hross- in hafi horfið að mannavöld- um, búið sé að fínkemba næstu svæði og leita á bæjum í kring og þau sé hvergi að finna. Þetta em flest vindótt hross og segir Bjöm á Hofstöðum það mjög eftirsóttan lit nú. Það var á síðustu dögum októbermánaðar, nánar tiltekið þann 29. október, sem Bjöm segir að fyrstu hrossin hafi horfið, en þá saknaði hann tveggja móvindóttra tryppa og er annað þeirra mjög auðþekkj- anlegt með hvítan flipa á neðri vörinni. Rúmri viku síðar, eða 6. nóvember, hurfu svo tvö folöld úr stóðinu, annað vindótt og hitt rautt. Bjöm segir að hrossin sín séu ákaflega gæf og því hafi trúlega verið tiltölulega auðvelt fyrir þá sem þama vom að verki að fanga þau, auk þess sem rétt er við hesthúsinu sem em um 300 metra ffá veginum. Bjöm segir það kannski glanna- skap hjá sér að hrossin séu trú- lega ómörkuð, en annars em þau með alheilt hægra eyra, en sílt fjöður ffaman og biti aftan á því vinstra. Hann segir að ýms- ir möguleikar séu fyrir þá sem tóku hrossin að koma þeim í lóg og óttast jafnvel að þau séu komin úr landi. ...bflar, tiyggingar, bækur, ritföng, framköflun, rammaj, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBcJARS SUÐUBGÖTU 1 SÍMI 453 5950 BÍLASA.LAN / FORNOS BORGARFLOT 2 • 550 SAUÐÁRKRÓKUR SIMI 453 5200 • FAX 453 6201 • KT. 670600-2540 • VSK nr 67609 Sími 453 5200

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.