Feykir


Feykir - 20.03.2002, Blaðsíða 4

Feykir - 20.03.2002, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 10/2002 Væntanleg kjördæmabreyting farin að hafa áhrif í samstarfi sveitarfélaga á Norðvesturlandi Húnvetnskir sveitarstjórnarmenn á fundinum á Sauðárkróki. Það hafði víst staðið til í nokkum tíma að forsvarsmenn þéttbýlisstaða í Norðurlandi vestra kæmu saman og bæru saman bækur sínar. Þessi fund- ur komst á sl. föstudag og var haldinn á Kaffi Krók á Sauðárkróki. Segja má að þama hafi í fýrsta sinn birst á þess- um vettvangi væntanleg kjördæma- breyting, þar sem Siglfirðingum var ekki boðið til þessa fundar. Til um- fjöllunar á fundinum voru aðallega nýjar tillögur sem lagðar hafa verið fyrir ríkisstjórn um stefnu í byggða- málum 2002-2005 og fór Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd í gegnum þessar tillögur, að vísu mjög hrátt, en ágætlega samt. Þeirri hug- mynd hafði verið varpað fram fyrir fundinn að myndaður yrði starfshóp- ur, til að móta hugmyndir um aðgerð- ir í byggðamálum fyrir svæðið í heild, svona nokkurs konar aðgerðaáætlun. Og þessi hópur á að vinna hratt og vel, skila tillögum sínum fyrir 15. apríl nk. Greinilegt er að það eru ekki aðeins Vestfirðingar sem eru að gera sína eigin byggðaáætlun. Fleri hafa farið að fordæmi þeirra, svo sem Húnvetn- ingar og Skagfirðingar. Herdís Sæmundardóttir forseti sveitarstjórnar Skagaijarðar bauð gesti velkomna til fundarins og fór nokkrum orðum yfir þá mynd sem snýr að sveitar- stjómarmönnum og fólki á landsbyggð- inni í dag. Það væri allsstaðar þessi glíma við að standa undir þeim kröfúm sem gerðar eru og með hvaða móti unnt sé að stöðva fólksflóttann. Þótt samvinna sveitarfélaga á Norðulandi vestra hafi verið talsverð, sé vafalaust hægt að auka hana ffekar og nú þegar kjördæmabreyt- ing er í aðsigi, þurfi ef til vill að endur- meta ýmsa hluti. Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri fór í stuttu máli yfir helstu málin er snúa að sveitarfélögunum. Meðal þeirra atriða sem hann taldi þar ofarlega á blaði eru samgöngurnar og það væri t.d. helsta á- stæðan fyrir því að Skagaíjörður væri ekki í dag bakland Akureyrar og Eyja- fjarðar, og líklega væri skjótari tenging Skagafjarðar við Eyjafjörð, með jarð- göngum, forsendan fyrir því að Eyja- fjarðarsvæðið gæti orðið mótvægið við höfúðborgarsvæðið, sem er einn helsti á- herslupunkturinn í nýjum tillögum í byggðamálum. Jón Gauti vék einnig að tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga, sem hann tel- ur skakka í dag og þurfi leiðréttingar við, þær forsendur hafi breyst sem tekju- skiptingin var miðið við í byrjun. Jón Gauti telur nauðsynlegt að sveitarfélög- in leiti í heild effir þessari leiðréttingu og standi saman að því, ekki dugi að haga sér í samræmi við það sem einn góður og ffægur niaður austur á fjörðum hafði á orði, að vont sé Egilsstaðavaldið, enn- verra Akureyrarvaldið, en allraverst Reykjavíkurvaldið. Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd sagði að það þýddi ekki að vera að velta sér upp úr því hvað væri missagt og rangt í byggðaáætlunum, heldur mikilvægara að skilgreina hvað kemur sér vel í þessum nýju tillögum í byggðamálum fyrir viðkomandi svæði. Það væri t.d. bara gott mál fyrir Norður- land að Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið væri hugsað sem mótvægi við Eyjafjarð- arsvæðið, þar væri t.d. hátæknisjúkrahús og háskóli, sem efldi tvímælalaust byggð á Norðurlandi. Magnús renndi síðan í gegnum nýju tillögurnar um stefnu í byggðamálum 2002-2005, s.s. 12 stefnumarkandi á- herslusvið og tillögur um 22 aðgerðir í byggðamálum. Magnús sagði að íbúar á Norðurlandi vestra gætu ekki samþykkt að þessar tillögur dygðu, heldur yrðum Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri Skagfir>inga flutti franisögu. við að skilgreina hvað við vildum sjálf sameginlega og gera það beinskeytt, forðast almennt orðalag eins og algengt væri í þeim Qölda skýrslum sem lagðar heföu verið niður í skúffu og ekki hreyföar þaðan aftur. Það væri sem sagt ekki meiningin að gera eina skýrsluna í viðbót. Agúst Þór Bragason forseti bæjar- stjómar Blönduóss fagnaði því að menn ætluðu að taka höndum sarnan og sagði að komin væri tími til að rödd þessa svæðis yrði áberandi á ný: „Við verðum að skerpa okkar málflutning verulega”, sagði Ágúst Þór. Árni Egilsson á Hofsósi vék að nýj- ustu tillögum um stefiiu í byggðamálum og fúrðaði sig á því að skýrsluhöfúndar heföu séð ástæðu að setja það á blað að ekki væri búist við fjölgun fólks á Siglu- firði og Vestfjörðum. Þetta væri enn fúrðulegra í ljósi þess að nú sé búið að á- kveða miklar ffamkvæmdir í snjóflóða- vömum fyrir Siglufjörð auk jarðgangna- gerðar um Héðinsfjörð til Ólafsfjarðar. Stefán Guðmundsson á Sauðárkróki vék að þeim áherslum sem settar hefðu verið fram um svokölluð vaxtasvæði í byggðaáætlunum. Stefán sagði ljóst að til að slíkar áætlanir yrðu að veruleika yrðu menn að vinna mjög sterkt með samgönguþáttinn, annars væri ekki sam- hljómur í málinu. Stefán hvatti til sam- vinnu meðal Skagffðinga og Húnvetn- inga, það væri til hagsbóta fyrir báða að- ila að vinna saman. Stefán lauk sínu máli með því að minna á að það mætti ekki gleyma fólkinu í sveitunum, landbúnað- urinn væri ákaflega mikilvægur þessu svæði. Ólafur Óskarsson í Víðidalstungu hafði miklar efasemdir um að vinnu- hópnum tækist að setja saman tillögur án þess að hafa þær almennt orðaðar. Það hlytu nú að koma ffam álitamál svo sem hvar ætti að efla byggðina og þar yrðu aðilar væntanlega ekki sammála frekar en stundum hafi verið hvar ætti að stað- setja þessa og hina stofnunina. Ólafúr sagði að menn hefðu staðið vel að baki fjölbrautaskólanum, fjar- kennslan hefði gagnast vel og þyrfti að efla hana enn ffekar. Það væri tvímæla- laust rétt sem ffam hefði komið á fund- inum, varðandi könnun sem gerð hefði verið um afdrif nemenda Háskólans á Akureyri, að þeir sem stunduðu skóla- nám úti á landsbyggðinni væri í meiri- hluta líklegir til að taka sér búsetu á landsbyggðinni. Það sama hefði komið fram í könnun sem gerð var varðandi nemendur Bifrastar í Borgarfirði á sín- um tíma, og einnig þá er stunda nám á Hvanneyri. Ólafúr vék að samgöngumálum og sagði að þau hefðu þokast merkilega vel út um Iandið, en þó hefðu stærri fram- kvætndir orðið til þess að fé kæmi af skomum skammti til sveitaveganna. Ó- lafúr sagði skiptar skoðanir meðal manna í kjördæminu varðandi ýmsar framkvæmdir í samgöngumálum og nefndi þar Þverárfjallsveginn. Adolf H. Berndsen sagðist sann- færður um að menn yrðu samstíga í því að klára Þverárfjallsveginn sem fyrst og það þyrfti að stefna á að koma því rnáli í „stórffamkvæmd”, þannig að fé fengist einnig til annarra vegabóta á svæðinu. Adolf sagði ljóst að við fengjum engar „sendingar að sunnan“ og það yrði því að vinna sókn í atvinnumálum í gegnum fyrirtækin og vitnaði þar t.d. til hve vel hafi tekist hjá Kaupþingi á Siglufirði. Magnús Jónsson sagði vegna orða Ó- lafs í Víðidalstungu að í starfshópnum yrði ekki þetta viðhorf við og þeir, og menn yrðu að þola það þó hlutnum yrði ekki beint í kálgarðinn heima. Allar byggðir á svæðinu væru mikilvægar, einnig hjá vinum okkar og nágrönnum Siglfirðingum þó þeir yrðu fljótlega í öðm kjördæmi. Einar Gíslason á Sauðárkróki hvatti til þess að vinnuhópurinn hafði sína á- ætlun mjög beinskeytta, og helst tíma- setta með fjárhagsaðgerðum. Elín R.Líndal tók nokkmm sinnum til máls á fúndinum. Elín var hvassyrt á tímabili þegar hún sagðist hafa það á til- finningu að verið væri að búa til ný sam- tök og vék að því að til væri vettvangur í þessa vem, en Elín er einmitt stjómarfor- maður SSNy og sagði að alltaf mætti skjóta á aukafúndi hjá þeim samtökum. Elín sagði brýnt að huga að ýmsum hagsmunamálum í kjördæminu og skoða hugmyndir svo sem um lífskjara- jöfnun gegnum skattakerfið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.