Feykir


Feykir - 20.03.2002, Blaðsíða 5

Feykir - 20.03.2002, Blaðsíða 5
10/2002 FEYKIR 5 Að hleypa fiðrinu úr koddanum í síðasta tölublaði Feykis hélt Gísli Gunnarsson því fram að rekstur sveitarfélagsins heíði hækkað upp í 96% á síðari hluta ársins 2001. Vegna þess- ara orða er nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri. Sú tala sem Gísli Gunnars- son vísar til skýrist að mestu leyti af tvennu. Annars vegar af því að í ársreikningum 2001 eru reiknaðar lífeyrisskuldbinding- ar hækkaðar og hins vegar var ákveðið að greiða út orlof á fasta yfirvinnu til starfsmanna sveitarfélagsins. Um þessa greiðslu hafði lengi nokkur á- greiningur verið, ekki bara í þessu sveitarfélagi, heldur mörgum fleiri og höfðu nokkrir dómar fallið á þann veg að aug- ljóst var að orlof þetta yrði að greiða. Þetta er mál sem á sér all langan aðdraganda hér hjá okkur og má segja að þetta orlof hefði átt að greiðast strax og fyrsti dómurinn féll, eða í upp- hafi þessa kjörtímabils. Hér er þess vegna á ferðinni annars vegar reiknuð útgjöld (ekki greidd) og hins vegar útgjöld sem í nokkur ár hefúr legið fyr- ir að þyrfti að greiða. Það er þess vegna með öllu óskiljan- legt og ákaflega ósanngjarnt að halda því ffarn að hinn hefð- bundni rekstrarkostnaður hafi hækkað. En það er svo, að þegar fiðr- inu hefúr einu sinni verið hleypt úr koddanum og út í vindinn, þá er ákaflega erfitt að ná því sam- an aftur. I þessari myndlíkingu felst kannski tilgangur Gísla Gunnarssonar; að hleypa nokkrum dylgjum af stað, gefa eitthvað í skyn án nokkurra rök- semda, eða útskýringa. Og til- ganginum náð og hann helgar meðalið!! Hvað vilja sjálfstæðismenn? Grein Gísla ber fyrst og fremst merki um átakanlega málefnafátæka og hugmynda- snauða sjálfstæðismenn í sveit- arstjórn Skagafjarðar. Pólitík þeirra á undangengnum mán- uðum hefúr einkennst af niður- rifi og neikvæðni. Engar tillög- ur um eitt né neitt, engin sýn engin málefnaleg rök. Síðasta og kannski átakanlegasta dæm- ið er þegar þeir greiddu atkvæði gegn sölu hlutabréfa sveitarfé- lagsins í Steinullarverksmiðj- unni og báru við að verðið væri of lágt. Nokkrum vikum áður hafði Gísli verið ásáttur með að fá 185 milljónir fyrir okkar hlut og þegar samningurinn var í burðarliðnum, fyrir um þremur vikum síðan, hafði sveitarstjóri samband við hann og bar niður- stöðuna undir hann. Þau svör sem hann gaf þá, voru allt önn- ur en hann gaf á sveitarstjómar- fúndinum s.l. þriðjudag. Vert er að vekja athygli íbúa á því að með samningi um sölu hlutabréfa i Steinullarverk- smiðjunni vinnst þrennt: 1. Söluhagnaður sveitarfé- lagsins verður notaður til að greiða niður skuldir og þannig sparast talsvert fjármagn vegna vaxtagreiðslna. 2. Kaupendumir, Byko, Húsasmiðjan og Kaupfélag Skagfirðinga, munu stofna fé- lag um verksmiðjuna, þar sem starfsmönnum verður gefinn kostur á að kaupa 15% hlut i verksmiðjunni. Þannig eykst hlutur heimamanna úr tæplega 25% í u.þ.b. 40%. Þá er í samn- ingnum yfirlýsing um að verk- sntiðjan verði áfram rekin á Sauðárkróki. 3. Ríkisstjórn íslands hefúr ákveðið að helmingur af and- virði ríkishlutans í verksmiðj- unni, eða u.þ.b. 116 milljónir, verði notaðar til atvinnuupp- byggingar hér heima. Þessu hafúa sjálfstæðismenn. Það má vel vera að dylgjur, niðurrif og neikvæðni skili sjálfstæðismönnum einhverju um stund, en málflutningur þeirra og vinnubrögð á síðustu mánuðum getur hvorki orðið þeim sem einstaklingum, né í- búum sveitarfélagsins ávinn- ingur þegar til lengdar lætur. Ég vil að síðustu hvetja íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér ársreikninga fyrir árið 2001 sem og fjárhagsáætlun þessa árs, af eigin raun og hlusta frek- ar eftir þeim sérffæðingum sem um okkar mál fjalla, t.d. endur- skoðanda sveitarfélagsins, held- ur en leggja eyrun við hræðslu- áróðri sjálfstæðismanna. Herdís Sæmundardóttir. Tónlistarveisla á Akureyri á skírdag Fimmtudaginn 28. mars, skírdag, verður haldin vegleg tónaveisla í íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Þar stíga á svið um 140 listamenn; Sinfoniuhljómsveit Norðurlands, Karlakórinn Heim- ir, Diddú - Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Oskar Pétursson, Álfta- gerðisbræður og Bama- og ung- lingakór Akureyrarkirkju. Á efnisskrá tónleikanna verða íslensk og erlend verk. í fyrri hlutanum er Finnlandia fyr- irferðarmest, stórbrotið listaverk eftir Jean Sibelius, þar sem hljómsveitin og Karlakórinn Heimir þurfa að taka á honum stóra sínum. Einnig syngur kór- inn þijú ljóða Davíðs Stefáns- sonar við lög eftir Pál ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Atla Heimi Sveinsson, Oskar syngur Ökuljóðin, sem Skagfirðingur- inn Stefán íslandi gerði fræg á sínum tíma. Diddú syngur Iæ Bacio, einskonarkossavísur, eft- ir Arditi og Mein Herr Markie úr Kátu ekkjunni, en fyrri hlutan- um lýkur með Coryngrato, sem er sígilt tenóralag vítt um heim, líkt og Hamraborgin á íslandi. Að þessu sinni verða það fjórir tenórar, sem klífa Hamraborg- ina, sem sé Álftagerðisbræður í öllu sínu veldi. Síðari hluti tónleikanna er að mestu helgaður Giuseppe Verdi. Fluttir verða forleikir, aríur, dúettar og kórverk úr þekktustu óperum hans, en einnig verða flutt verk eftir Donizetti og Man- söngurinn eftir Sigmund Romberg, sem Óskar hefúr oft sungið við mikinn fögnuð. Aðsgöngumiðar í forsölu em seldir m.a. í Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki. Frinsessan á Landsmót Anna Bretaprinsessa hefur sýnt mikinn áhuga að heim- sækja Landsmót hestamanna 2002 sem haldið verður á Vind- heimamelum í Skagafirði dag- ana 2.-7. júlí í sumar. DV greindi ffá þessu í gær og sam- kvæmd heimildum blaðsins mun Forsetaembættið hafa milligöngu um heimsóknina ef af henni verður. Er beðið stað- festingar heimsóknarinnar frá Buckinghamhöll, en búist er við að málið skýrist endanlega nú í vikunni. Ef prinsessan kemur á landsmótið er fyrir- hugað að hún verði þar a.m.k. tvo daga. Hún mun þá m.a. taka þátt í hópreið hestamanna- félaga sem fram fer við setn- ingu mótsins. Væntanlega verður tekið á leigu húsnæði í Skagafirði sem hún getur dval- ið í meðan á heimsókninni stendur. Ljóst er að mikill skari fjölmiðlafólks mun fylgja henni hingað til lands, ef hún kemur, og að mikla undirbún- ingsvinnu þarf að inna af hendi, segir DV í gær. Þú tryggir skilvísi og sparar tíma, fé og fyrirhöfn íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar stendur til boða að greiða eftirtalin gjöld til sveitarfélagsins með boðgreiðslum VISA: ■ Dagvist aldraðra ■ íþróttahús ■ Fasteignagjöld ■ Leikskólagjöld ■ Heimilishjálp ■ Mötuneyti skóla ■ Hundaleyfi ■ Skólavistun ■ Húsaleigu ■ Tónlistarskólagjöld Boðgreiðslur eru einfaldur greiðslumáti þar sem föst útgjöld skuldfærast mánaðar- lega með sjálfvirkum hætti á VISA-greiðslukort. Til að setja föst útgjöld f boðgreiðslur eða fá nánari upplýsingar þarf að hafa samband við skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síma 455 3000. Ferðapunktar: Korthafar sem eru með Vildarkort VISA og Flugleiða fá Ferðapunkta af boðgreiðsluviðskiptum eins og af allri innlendri notkun kortsins. Punktana er hægt að nota til kaupa á flugfarseðlum út í heim. ~ ^ Skiptikjör: 22» Einungis Vildarkortin gefa Ferðapunkta. Sérstök skiptikjör eru í boði fyrir þá sem vilja skipta yfir f Vildarkort. Til þess skal hafa samband við banka eða sparisjóð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.