Feykir - 17.04.2002, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 13/2002
„Eins og þetta væri sambland af leik og illsku“
Rögnvaldur Ólafsson bóndi í Flugumýrarhvammi varð fyrir barðinu á einu nauta sinna
Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrarhvmmi að ná sér eftir að eitt nauta hans
tók hann í karphúsið, með þeim afleiðingum að mikið blæddi inn á vöðva,
einn og hálfur líter í vinstra lærið. Á myndinni er yngsta manneskjan á heim-
ilinu „prinsessan í Flugmýrarhvammi, Jórunn sex ára sem nýbyrjuð er í
skólanum.
„Ég átti mér engra bjargrar von
nema nautið hætti að þjarma að
mér áður en það gegni að mér
dauðum. Ég reyndi að halda ró
minni og lá hreyfingarlaus í stí-
unni þar sem nautið þjarmaði að
mér með hausum. Þetta var ansi
slæmt, sérstaklega þegar það fór í
brjóstkassan á mér, þá missti ég
andann og það er ekki gott, og eft-
ir það lá ég grafkyrr eins og dauð-
ur væri og þá var eins og það
missti áhguann á mér í bili. Ég
náði að staulast á lappir og laumast
burt, en reynar náði það á mér aft-
ur, tókst að klemma mig upp að
hliðgrindinni, en þá var ég kominn
á lappirnar og slapp næst þegar
það slakaði á og mér tókst að kom-
ast inn á fóðurganginn”, segir
Rögnvaldur Ólafsson bóndi í
Flugumýrarhvammi í Skagafirði
en á laugardaginn fyrir páskadag
lenti hann í allsögulegri lífs-
reynslu, var fyrir árás einu af nauta
sinna og þótti góður að sleppa lífs
úr þeirri viðureign og án verulegra
limlestinga.
Að sögn Rögnvaldar voru tildrög
slyssins þau að hann var nýlega búinn
að gefa nautum og kvígum á ýmsurn
aldri og með heykvísl í hönd að seilast
eftir heyvisk sem fallið hafði inn i stí-
una, þegar eitt nautið rak hausinn eitt-
hvað í Rögnvald með þeim afleiðingum
að hann steyptist inn fyrir og þar nreð
var fjandinn laus. Eitt nautanna var ekk-
ert á því að hleypa húsbónda sínum á
fætur aftur.
„Það var eins og þetta væri eitthvað
sambland af leik og illsku. Ég reyndi að
komast á fætur og út úr stíunni en hafði
enga undankomuleið. Þetta eru stór dýr
og eftir að það kom mér flötum átti ég
mér engrar bjargar von”, sagði Rögn-
valdur þegar hann rifjar upp þessa
reynslu í nautastíunni, en hvað var næst
á dagskrá þegar honum hafði tekist að
komst undan og inn á fóðurganginn?
„Ég hugsaði fyrst og fremst um að
koma mér inn í hús og reyna að þrífa
mig, maður var allur útataður í mykju.
Við ákváðunr að það væri best að lita á
þetta, þó ég væri nokkuð viss um að ég
væri ekki alvarlega brotinn fyrst ég gat
gengið, en taldi líklegt að rifbein hefðu
brotnað við hnoðið í nautinu. En maður
dofar auðvitað upp fyrst og svo versnar
þetta þegar ffá líður. Ég reyndist óbrot-
inn og engin innvortis meiðsli. Það sem
var alvarlegast í þessu var að blætt hafði
ansi mikið inn á vöðva sumstaðar, sér-
staklega í vinstra lærið. Ég var sendur
frá Sauðárkróki í ítarlega rannsókn til
Akureyrar og læknarnir þar giskuðu á
að það hefði blætt einum og hálfúm lítra
í lærið á mér. Ég þurffi að liggja eina
þrjá sólarhringa á sjúkrahúsinu á Sauð-
árkróki.”
- Þú hefúr væntanlega aldrei reiknað
með að fá svona meðferð hjá þínum
skepnum?
„Nei en það getur vitaskuld allt gerst.
Menn eru að detta af hesbaki og hest-
arnir að berja eigendur sína. Varðandi
svona óhöpp þá gáir maður kannski
aldrei nógu vel að sér. Maður er nú
meira og minna skíthræddur þegar ver-
ið er að koma nautgripum á flutnings-
bílana til slátnanar, og reyna þá menn að
tryggja sig eins og hægt er, með bönd-
um sem hægt er að koma í fast ef á þarf
að halda, því rnaður náttúrlega ræður
ekkert við þessa gripi ef þeir fá einhver
vitleysisköst.”
Rögnvaldur hefúr verið heima við
síðustu dagana og sinnir aðalega heim-
ilisstöfúnum. „Ég á góða fjölskyldu og
sveitinga og það bjargar mér. Ég vona
nú að ég geti bráðum farið að gera eitt-
hvað meira en staulast unr og skipa fyr-
ir, allavega komið áburðinum á túnið í
vor”, segir Rögnvaldur en hann og kona
hans Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir eru
með mjólkurbú vel í meðallagi stórt, 32
mjólkandi kýr. Rögnvaldur segir að
þetta slys breyti engum um hvenær
nautin fari í sláturhúsið, það verði eftir
hálfan annan til tvo mánuði og vinnu-
brögðin við það verði ekkert öðru visin
en vanalega, það hafi alltaf verið reynt
að hafa það eins öruggt og hægt er.
- Framleiðið þið líka talsvert af
nautakjöti?
„Nei það fer minnkandi, það er ekk-
ert verð fyrir kjötframleiðsluna, engin
afkoma í þeirri grein. Kjötið selst, það
er ekki það, og ég hugsa að sláturhúsið
og vinnslumar séu ekkert að fá of mik-
ið, en hvort að neytandinn fær þetta á
svona lágu verði, það er spumingin. Ég
gruna þó smásöluverslunina, sem er
mjög stöðug á höfúðborgarsvæðinu, að
ráða verðinu mikið og hún geti haldið
því niðri í krafti þess hvað samkeppnin
er orðin mikil.”
- Hvernig líst þér á framtíðina í
kúabúskapnum?
„Ég hef ekki svo miklar áhyggur af
því að afkoman í greininni verði ekki
sæmileg. Ég hef aðallega áhyggjur af
tvennu. I fyrsta lagi því að við fáum
ekki búvörusamning til nógu langs
tíma, því það er nauðsynlegt svo við
getum skipulegt búskapinn frant í tím-
ann. Hitt er að kúabúskapurinn er svo
bindandi, að ungt fólk fæst ekki í þessa
grein. Það er það sem er að drepa þetta.
Ég hef sem sagt áhyggjur af nýliðuninni
í stéttinni, enda er þetta ekki fyrir fjöl-
skyldufólk, að það komist ekki nema
annað hjónanna í fri í einu. Fólk á mín-
um aldri er líklega síðasta kynslóðin
sem lætur bjóða sér þetta.”
- En hefur ekki verið að þróast af-
leysingaþjónusta?
„Hún gekk upp á tímabili, en hefúr
ekki gert það undanfarið. Búin eru orð-
in það stór að það ræður enginn einn við
það að leysa af. Það er líka orðið mjög
lítið urn fólk sem hefúr yfir þessari
kunnáttu að ráða. Jafnvel þó að góð
laun séu í boði, þá hefúr verið það mik-
il vinna í þjóðfélaginu að fólk sækir
ekki í þessi störf og það er mikið á-
hyggjuefúi.”
- En hvernig líst þér á framtíð
mjólkurstöðvanna. Nú er t.d. Mjólk-
ursamlag KS að verða með minnstu
samlögum sem starfa enn sjálfstætt í
landinu.”
„Það er rétt, öll mjólkursamlög ffá
Egilsstöðum og vestur á Blönduós eru
undir MS, nema lítil samlög á Vopna-
firði og ísafirði, sem sinna nánast
heimamarkaði, og svo samlögin á
Króknum og Akureyri. Það er erfitt að
sjá það fyrir sér að það gangi upp gagn-
vart samkeppnislögum, að eitt samlag
verði fyrir allt landið. Þess vegna held
ég að þessi tvö samlög sem eftir eru hér
fyrir norðan eigi eftir að taka upp mjög
nána samvinnu, kannski sjáum við það
áður en langt um líður.”
- Heldurðu að Skagfirðingar og
Eyfirðingar geti unnið saman?
„Já ég er ekki í minnsta vafa, er ör-
uggur um það, en hvort það verði steypt
saman eignarhaldinu, þá er það líklega
lengra í burtu. Ég trúi ekki að svo mik-
il tortryggni sé á milli manna. Þetta eru
nú einu sinni hagsmunamál bænda að
þessi fyrirtæki geti greitt viðunandi verð
fyrir afúrðimar. Héma heima hefúr það
verið mikið lán hvemig haldið hefúr
verið á eignarhaldinu. Þetta er sorgar-
saga hvemig málin hafa þróast t.d. á
Húsvík og Hvammstanga”, sagði Rögn-
valdur í Flugumýrarhvammi að end-
ingu.
Stúdentsefni FNV
með Laxnessvöku
Stúdentsefni Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra ætla að standa fyr-
ir Laxnessvöku á sal skólans nk.
föstudag 19. apríl í tilefni 100 ára af-
mælis skáldsins, en Halldór Kiljan
hefði orðið aldargamall þann 23. apr-
íl. Um maraþon er að ræða hjá nema-
endahópnum og er áætlað að lesturinn
standi yfir í sólarhring.
Að sögn Gunnars Andréssonar
talsmanns stúdenta munu þeir ganga í
fyrirtæki og hús í vikunni til að afla á-
heita og vonast stúdentsefnin eftir
góðurn viðtökum. Þá er einnig þess
vænst að fólk líti inn á meðan á Lax-
nessvökunni stendur, hlýða á lestur-
inn og fá sér kaffisopa. Vakan hefst
um hádegisbilið og verður lesið upp
úr helstu verkurn Nóbelsskáldsins. Á-
góði af vökunni rennur í ferðasjóð
stúdenta.