Feykir


Feykir - 26.06.2002, Qupperneq 2

Feykir - 26.06.2002, Qupperneq 2
2 FEYKIR 23/2002 Húnaþing vestra Gengið frá ráðningu sveitarstjóra í dag Fjórtán sóttu um starf sveitar- stjóra Húnaþings vestra. Gengið verður frá ráðningu í starfið í dag, miðvikudag. Ekki fékkst uppgefið hver umsækjanda það væri, en blaðamaður Feykis tel- ur líklegt að það sé innfæddi Hvammstangaþúinn Skúli Þórð- arson, sem gegnt hefúr starfi bæjarstjóra Blönduóss í átta ár og starfaði þar áður hjá Sam- bandi sveitarfélaga í Norður- landskjördæmi vestra. Umsækjendurnir fjórtán um starfið eru: Oddur R. Olafsson ráðgjafi Reykjavík, Pétur Björnsson viðskiptaffæðingur Reykjavík, Steindór Sigurðsson sveitarstjóri Öxaijarðarhrepps, Reykanesbæ, Kristinn Tanni Hannesarson Reykjavík, Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri Rauf- arhaínarhrepps, Ragnar Jörunds- son framkvæmdastjóri Reykja- vík, Stefán Amgrímsson deildar- stjóri Reykjavík, Skúli Þórðar- son bæjarstjóri Blönduósi, Þórir Karl Jónasson framkvæmda- stjóri Reykjavík, Magnús Már Þorvaldsson atvinnu- og ferða- málafúlltrúi Vopnafjarðar, Jón Ingi Jónsson vélavörður Kópa- vogsbæ, Páll Brynjarsson við- skiptafræðingur Reykjavík. Tveir óska nafnleyndar. Hátíð í Þórdísarlundi á laugardaginn Húnvetningafélagið í Reykja- vík var stofhað 17. febrúar 1938. Það hóf skógrækt vorið 1952 á landspildu sunnan Vatnsdalshóla er Kristján Vigfússon þáverandi bóndi í Vatnsdalshólum gaf fé- laginu. Skógræktarstarf Hún- vetningafélagsins hefúr nú stað- ið í 50 ár og vaxinn þróttmikill skógur. Heitir þar Þórdísarlund- ur og er nafnið sótt í Vatnsdæla- sögu er segir að þar hafi fæðst fyrsti innfæddi Vatnsdælingurinn Þórdís Ingimundardóttir. Verður hálffar aldar affnælis- ins minnst með viðhafnarsam- komu í lundinum laugardaginn 29. júní þar sem fólki gefst kost- ur á að skoða skóginn og marg- víslegar framkvæmdir er innan hans hafa verið gerðar til þæg- inda fyrir þá sem þar koma. Af- hjúpaður verður minnisvarði um tilurð lundarins og margs konar skemmtiatriði framkvæmd bæði í tali og tónum. í lok samkom- unnar verður vígt stórt og varan- legt grill er gefúr möguleika til mikillar saðningar. Mikil vinna hefúr verið lögð í undirbúning samkomunnar og hafa félagsmenn Húnvetningafé- lagsins komið þrjár ferðir norður í þeim tilgangi í vor. Ráðgerð er hópferð á afmælishátíðina frá Reykjavík að morgni laugardags og til baka að kvöldi. gg- Þriðjungur búinn í fótboltanum Tindastóll tapaði sínum þriðja leik í 2. deildinni í sumar þegar topplið HK kom í heim- sókn sl. fostudagskvöld. Loka- tölur urðu 1:2 og skoraði Hauk- ur Skúlason markið úr vita- spymu rétt fyrir lok fyrri hálf- leiks. Tindastóll er nú með níu stig eftir sex umferðir af átján og um miðja deild, sem sagt 50% árangur til þessa. Næsti leikur Tindastóls í deildinni verður syðra nk. föstu- dag gegn Létti. Næsti heirna- leikur Tindastóls verður svo gegn Selfyssingum laugardag- inn 6. júlí. Fyrstu umferð af þremur í Norðurlandsriðli þriðju deildar er lokið. Hvöt er í þriðja sæti rið- ilsins með 6 stig, Neisti í því fjórða með 3 stig. Bæði liðin sigrðu Eflingu úr Reykjadal, en Hvöt vann Neista í innbyrðis- viðureign á Blönduósi. Magni er í efsta sæti með 12 stig, fúllt hús, og Vaskur í öðrU sæti með níu stig. Fjölda fjár fargað í Ríp í Hegranesi vegna mikillar salmonellusýkingar Sl. laugardag var fargað hátt í fimm hundruð fjár á bænum Ríp í Hegranesi vegna magn- aðrar salmonellusýkingar. Þá hafði á sjötta tug fúllorðinna kinda drepist í beitarhólfi niður undan bænum. Ekki er ljóst hvort eða að hve miklu leyti tjónið fæst bætt og þegar Feyk- ir ræddi við Birgi Þórðarson bónda á fostudag sagðist hann ekki hafa haft tíma til að hug- leiða bætur vegna tjónsins sem vissulega er mjög mikið. „í minum huga er það forgangsat- riði að hindra að sýkingin breiðist út.” Beitarhólfið er mjög af- markað á mýrunum niðurund- an Ríp við Héraðsvötnin. Með því verður fylgst reglubundið i sumar með sýnatöku og einnig voru tekin vatnssýni af þremur nærliggjandi jörðum, til að ganga úr skugga um hvort veir- an hefði breiðst út og er von á niðurstöðu þeirra í vikunni. Engu að síður er það talið al- gjörlega hættulaust fyrir hesta- menn að mæta með hesta sína á landsmót hestamanna sem hefst í bytjun næstu viku. Dýralækn- ar hafa látið það álit í ljós, enda langt á milli svæðanna. Talið er líklegt að hópar af geldri álft sem verið hefúr ó- venjumikið af á svæðinu í vor séu smitberar. Böndin hafa beinst að trippi sem drapst í grennd beitilandsins fyrir hálf- um öðrum mánuði, en það al- gjörlega ósannað mál og eig- andi trippisins segist ekki hafa séð nein merki um fúgl í því þrem dögum áður en veiran kom upp. Þá hafa engin vorflóð orðið á þessu vori og vatn í skurðum því stöðugra en öllu jafúan. Salmonellan greindist einmitt í vatni í skurði sem markar af beitarhólfið. Vart var við þennan óárán á fimmtudagsmorgni 13. júní, þegar á annan tug kinda fannst dauður í hólfinu. Grunsemdir beindust í fyrstu að heyrúllum. Dýralæknir var kallaður á stað- inn strax þann dag og tók hann sýni úr fóðrinu og einnig var tekið vatnsýni. Sýnin voru send suður til rannsóknar strax, en ekki fékkst lesið úr þeim fyrr en eftir helgi, og þá kom í ljós salmonellan í vatninu. Rann- sóknaraðilar komu á vettvang sl. fimmtudag og var þá sett far- bann og mælst til þess að um- ferð að og frá bænum verði sem minnst. 1 beitarhólfinu er ríflega þriðjungur fjárstofns Rípurbús- ins, um 190 fúllorðið og alls á fimmta hundrað fjár með lömb- um, en það er aðeins fúllorðna féð sem drapst, enda einungis það sem drakk sýkta vatnið. Strax og grunsemdir vökuðu var farið að beita sótthreinsi- búnaði á fólk og tæki sem fór um beitarhólfið og umferð þar um stöðvuð. Birgir bóndi segir að gífúrleg vinna hafi verið við það að grafa dauð hræ í hólf- inu, til að hefta að fúgl komist í þau. Ekki hafi verið hægt að sinna öðrum verkum vegna þessa. Tækifæri kaupir í ísgeli Fjárfestingasjóðurinn Tæki- færi hf. sem starfar á Norður- landi hefúr fjárfest í fyrirtækinu ísgel ehf. á Hvammstanga og á nú rösklega 22% hlutafjár í fé- laginu. Aðrir eigendur eru Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins, Kaupfélag Vestur - Húnvetninga og frumkvöðlamir Friða Pálma- dóttir og Guðfinna Ingimars- dóttir, sem settu fyrirtækið á stofú og hafa starfað við það síðustu ár. ísgel ehf. hefúr sérhæft sig í framleiðslu kæligelpoka til að viðhalda kælingu matvæla, einkum sjávarafúrða. Einnig ffamleiðir fyrirtækið sjúkrapoka sem bæði geta virkað sem hita- og kæligelpokar. Þá hefúr fyrir- tækið framleitt ffystipoka fyrir útivistar-og ferðafólk. Nánariupp- lýsingar um starfsemi Isgels er að finna á heimasíðu félagsins á slóðinni “http://www.isgel.is” „Isgel ehf. er ágætt dæmi um fyrirtæki þar sem eigendur hafa með dugnaði og hugviti náð að þróa áhugaverðar vörur sem höfða til breiðs markhóps. Yfir- bygging félagsins er lítil og það hefúr alla burði til að vaxa og dafúa á næstu ámm”, segir Ame Vagn Olsen sjóðsstjóri Tækifær- is hf. Frá því fjárfestingasjóðurinn Tækifæri hf. tók til starfa hefúr hann fjárfest fyrir um 130 millj- ónir á Norðurlandi, en hlutafé sjóðsins er nú rúmar 542 millj- ónir. Sjóðurinn er í vörslu Is- lenskra verðbréfa hf. á Akureyri. Kentur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Farsíini 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhalliu' Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Hermannsson. Sigurður Agústsson og Stefán Amason. Áskriftarverð 190 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.