Feykir


Feykir - 26.06.2002, Side 3

Feykir - 26.06.2002, Side 3
23/2002 FEYKIR 3 „Féllum fyrir staðnum strax og við komum“ Mikið að gera í ferðaþjónustunni á Hólum Það var talsvert líf á Hólum á dögunum þegar blaðamaður Feykis var þar á ferðinni. Planið heima á staðnum var þéttskipað bílum og út á stétt var að viðra sig hópur fólks, kunnugleg andlit mörg hver. Kom í ljós að þama hafði mælt sér mót afmælisnefndin ffá 1982, sem undirbjó 100 ára afmæli Bændaskólans. Aðspurð sögðust þau frábiðja sig öllum heiðri varðandi 120 affnælið nú, en neituðu því þó ekki að hafa látið af hendi talsvert af sérffæðiþekkingu. Valgeir F. Backmann, sem nýlega kom til starfa á Hólum, sem forstöðumaður ferðaþjónustunnar á staðnum. Erindið til Hóla í þetta sinn var að líta inn á ráðstefhu um at- ferli íslenska hestsins sem stóð þar yfir. En það er eins og öllu jafnan að fleira rekur á fjörumar og var blaðamanni litið inn í eitt skrifstofurýmið á hæðinni. Kom þar í ljós nýráðinn forstöðumað- ur ferðaþjónustunnar á Hólastað, Valgeir F. Backmann. Valgeir er nýfluttur úr Reykjavík ásamt konu og þremur ungum sonum og ætlar fjölskyldan að setjast að á Hólum. Valgeir á m.a. að baki sjö ára starf hjá heildversluninni Austurbakka í Reykjavík. „Það verður ekki annað sagt en við höfuin fallið fyrir staðn- um strax og við komum. Okkar líst ákaflega vel á okkur héma. Mjög vinalegur staður og greini- lega góður andi meðal fólks”, segirValgeir. - Hvemig lítur út með sumar- ið hjá ykkur? „Bara mjög vel. Bókamir em góðar og þróunin hefur verið sú að sífellt fleiri leggja leið sína hingað til Hóla. Mér skilst að á síðasta ári hafi heimstótt staðinn ríflega 20 þúsund manns og við gemm ráð fyrir aukningu núna í ár. Það er náttúrlega orðið allt troðfúllt hjá okkur fyrir löngu vegna landsmóts hestamanna og ásetið að öðm leyti. Tjaldsvæðið er mjög gott og þangað sækja sí- fellt fleiri enda öll þjónusta i ná- grenninu, til að mynda ágæt sundlaug héma á Hólum. Það er orðið mjög vinsælt að halda ætt- armót héma og ýmsir hópar sem koma saman. Við fáum líka í heimsókn mikið af hópum er- lendis ffá í gegnum ferðaskrif- stofumar, þannig að hér er mikið líf yfir sumarið.” Hvað með gistimöguleika? „Þeir em fjölbreyttir. I skóla- húsinu eru níu þriggja manna herbergi undir súð, en snyrtingin reyndar sameiginleg á hæðinni. Við erum með nokkur sumarhús og smáhýsi sem leigð em út yfir sumarið og mikil aðsókn er í, þannig að við önnum eftirspum- inni engan veginn. Það er bæði varðandi ferðaþjónustuna og skólann að vetrinum að það vantar meira húsnæði hér á staðnum. Síðan hefúr fólk hér verið duglegt að byggja upp afþrey- ingu, með þvi að vera með við- burði í gangi allt sumarið. Draugaröltið hefúr reyndar verið þróað út í það sem við köllum „Til móts við Galdra-Loft” og vonandi gerir það áfram lukku. Þá em búálfamir með sínar upp- ákomur. I gærkveldi efndu þeir t.d. til sýningar, sem ég kalla Afmælisnefndin frá 1982 sem var að viðra sig á Hólahlaði: Jóhannes Benjamínsson fyrrv. ráðunautur úr Eyjafirði, Hakur Pálsson frá Röðli, Bjarni Maronsson frá Asgeirs- brekku, skólastjórahjónin fyrrverandi Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason, og milli þeirra er Pálmi Rögnvaldsson á Hofsósi. leiksýningu, „kaupstaðaferð og kveðjustund” heitir hún og það var greinilegt að hestaffæðing- amir sem hér em staddir á ráð- stefnunni fannst þetta mjög skemmtilegt og fylgdust grannt með. Að öðm leyti verður mikið að gerast héma á staðnum í sumar. Það er verið að minnast 120 ára afinælis staðarins og svo verður hér unnið að fornleifarannsókn- um, svo eitthvað sé nefnt”, sagði Valgeir F. Backmann nýráðinn ferðamálafrömuður á Hólastað. mamm /yvVv flBfEB 10 ára - ABÆRARTÖROI er 10 ára Föstudaginn 28. júní höldum við uppá afmælið með Grillveislu og glæsilegum tilboðum. Tilboð um hel^ina (eða með birgðir endast): 4 kr. afsláttur af eldsneytislítranum Fiesta Gasgrill kr. 12.900 áður 18.900 Fiesta Express kr. 37.900 áður 44.900 •Grilltaska kr. 4.990 áður 6.990 •Einnota hraðgrill á aðeins kr. 295 Þeir 30 fyrstu sem fylla tankinn fá smnargjöf að verðmæti 995 " í kaupbæti. Kl. 17.15 verður undirritaður samstarfssamningur Esso og UMFT. Frá kl. 17 — 19 er boðið uppá grillaðar pylsur og kók! ®F; Pizzutilboð alla helóina Þó sa-kir lfi4 pi/;/.ii 111/ 2 álcsý^slcýiiuliim 0« 2 Ifr. kók. aöcin.s kr. 1000 Is úr vél Lítill kr. 50 Stór kr. IOO Snakk, sælgæti ofl. á tilboði alla helgina

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.