Feykir


Feykir - 14.01.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 14.01.2003, Blaðsíða 2
2 I'EYKIK 2/2003 Rarik framkvæmir við Krókinn Starfsmenn RARIK hafa undanfarnar vikur unnið að því að grafa niður 3,3 km af háspennujarðstrengjum ofan við Sauðárkróksbæ frá aðveitustöðinni norður fyrir Sauðárgil. Háspennustaur- arnir sem hafa staðið þarna í tugi ára verða fjarlægðir á næstu vikum. Að sögn Hauks Asgeirsson- ar umdæmisstjóra Rariks á Blönduósi er seinnipart ársins svo fyrirhugað að fjarlægja það sem eftir er af tveimur þessara lína frá Sauðárgili að Steinull- arverksmiðjunni og rafstöð- inni. Golfarar við Hlíðarenda ættu því að geta glaðst yfir því að „steinullarlínan” sem legið hefur yfír golfvöllinn mun þá verða fjarlægð. Skagalina frá Sauðárgili verður hins vegar látin standa óbreytt um hríð. Rarik hefur einnig unnið að miklum endurbótum í aðveitu- stöðinni við Sauðárkrók. Stöð- in hefur verið gerð fjarstýran- leg og vamar- og öryggisbún- aður verið endumýjaður. A s.l. ári var sett upp ný spennistöð við hesthúsahverfið Flæða- gerði og unnið er að uppsetn- ingu nýrrar spennistöðvar á hafnargarðinum sem m.a. mun þjóna landtengingu skipa. Farskól- innkaupir nýjan fjar- fimdabúnað Farskóli Norðurlands vestra- miðstöð símenntunar hefúr gengið til samninga við Ný- heija um kaup á nýjum fjar- fundabúnaði sem gerir skól- anum kleift að tengja allt að 12 staði samtímis á sama fjar- fúndinn. I tilkynningu segir Anna Kristín Gunnarsdóttir, skipu- lagsstjóri, að nú verði hægt að bjóða upp á margvíslega menntun á viðráðanlegu verði og miðla námi frá öðmm skólastofúunum. Þar á meðal er sjúkraliða- nám sem Fjölbrautaskóli Norð- urlands vestra heíúr haft á sínum snæmm undanfarin misseri og kennt til Hvamms- tanga, Blönduóss og Siglu- fjarðar en fyrir lá að skólanum væri ekki kleift að halda kennslunni áffam að óbreyttu vegna kostnaðar við brúar- tengingu. Baggaplast úr sorp- gámunum Umhverfisnefhd Skaga- fjarðar ítrekaði á fúndi sínum á dögunum að gefnu tilefni, að stranglega bannað er að setja heyrúllu- og heybagga- plast í þá sorpgáma sein sveit- arfélagið rekur. Bent er á að heyrúllu- og heybaggaplast verði sótt heim á bæi um mánaðamótin janúar-febrúar og april-maí. Ekki Feykir í næstu viku Feykir kemur ekki út í næstu viku, sökum þess að ritstjóri blaðsins er að fara í stutt vetrarffí. Næsta blað kemur því út miðvikudaginn 29. janúar. Grímur heiðraður Grímur Gíslason á Blönduósi hefúr verið að fá ýmsar viðurkenningar síðustu árin, eins og þessi aldna kempa verðskuldar fyllilega. A ný- ársdag var Grímur meðal 15 Islendinga sem hlotnaðist sá heiður að þigga boð Forseta íslands, Olafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum, þar sem íslenska fálkaorðan var afhent þessum aðilum. I viðtölum í fjölmiðlum var Grímur hógvær að vanda, en lét af fegurð á Álftanesinu og sagðist gjaman vilja koma á þennan stað þegar hann skartaði sínu fegursta að vorlagi. Mikið náttúmbam Grímur. Sló út tvisvar Raftnagnslaust varð á Sauð- árkróki sl. miðvikudagsmorgun. Gerðist það tvívegis með skörrunu millibili á tíunda og ellefta tímanum, fimm mínútur í fyrra skiptið og korter í það seinna. Ástæður vom minniháttar fyrir þessari rafmagnsbilun, vanstilling í spennustöð er leiddi til þess að rofar slóu út. Til gamans má geta þess að vitað er að tveimur spaugilegum atvikum er áttu sér stað þennan morgun í þann mund er raf- magnið fór af. í öðm tilvikinu var Sigurður Aadnegard starfs- maður Rarik að sýna Rúnari Bjömssyni símamanni teikn- ingu að lagnakerfi á tölvuskjá. Um leið og Sigurður varpaði myndinni á skjáinn, hvarf hún og ljósin einnig. Á sama augna- blíki vom menn ffá Símoni Skarphéðinssyni gröfúmanni að vinna við götulagnir í Öldu- stígnum. Siguijón Leifsson einn starfsmanna lagði ffá sér skófl- una, ofan á kapal í skurðinum. Um leið dofnuðu götuljósin og rafmagnið var farið af bænum. Mönnunum fannst þetta ein- kennilegt, en hlumir skýrðust þegar betur var að gáð, og þetta var þá bara símakapall sem skóflan hafði verið lögð á. Eldri borgarar syngja á Hofsósi Sönghópur eldri borgara í Skagafirði býður til söng- skemmtunar í Höfðaborg Hofsósi sunnudaginn 19. jan. kl. 15. Félag eldri borgara í fyrrum Hofshreppi verður með kaffi- sölu. Eldri borgarar vona að sem flestir sjái sér fært að mæta og eiga góða stund í Höfðaborg, segir i tilkynningu ffá eldri borgumm. Inn a slaginu! Börn I2 ára og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20. Foreldrar vita öllum betur hvað börnum þeirra er fyrir bestu. I nýlegri könnun kemur i Ijós að um 90% þeirra segjast virða reglur um útivistartíma barna og unglinga. Er gott til þess að vita, þar sem fátt er betur til forvarna fallið en samverustundir foreldra með börnum sínum. Frá I. sept. til I. maí mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl. 20. Börn á aldrinum 13-16 ára mega ekki vera á almannafæri á þessu tímabili eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum (undanskilið bein ^ heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu). Ekki þarf annað en að skoða á hvaða tímum sólarhrings börn byrja að fikta með áfengi og aðra vímugjafa og hvenær alvarlegar líkamsárásir og óæskileg kynlífsreynsla eiga sér stað.til að skilja að útivistarreglurnar eru ekki settar fram af neinni tilviljun. Þess utan er nægur svefn mikilvæg forsenda vellíðunar og árangurs í skólanum. Við styójum alla foreldra heilshugar í því að vera samtaka, ákveðnir og elskulegir og virða reglur um útivistartíma barna sinna. Verum vel heima í reglunum um útivist barna og unglinga. oreldrar, lögreglan og sveitarfélög - samtaka í stuðningi við börn og unglinga. Ssunliilia JL. ói íáð frcttablað á Norðurla ndi \ estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftai’verð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.