Feykir


Feykir - 19.02.2003, Blaðsíða 6

Feykir - 19.02.2003, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 6/2003 Heftum útbreiðslu lúpínunnar í Skógarhlíð USS molar... Á unglingsárum mínum vann ég eins og ijöldinn allur af jafnöldrum mínum við að planta tijám í skógræktarlandi Sauðkrækinga, Skógarhlíð. Þó að oft þætti okkur krökkun- um starfið hálf tilgangslítið, sérstaklega þegar verið var að reita frá áður plöntuðum tijám, þá náðu starfsmenn unglinga- vinnunnar að kveikja hjá okk- ur draum um stórbrotinn skóg við bæjarmörkin, þar sem við gætum farið í skógarferðir með bömin okkar. Nú tuttugu árum síðar er skógurinn ekki orðinn jafn stór og hann var í draumum mínum, en þó er svæðið orðið nokkuð vistlegt útivistarsvæði sem ég heim- sæki oft til beijatínslu, sveppa- tínslu eða hreinlega til að njóta náttúrunnar gangandi, hjólan- di eða á skíðum. Það er einn hlutur sem ég hef töluverðar áhyggjur af í þessu útivistarsvæði okkar bæjarbúa en það er útbreiðsla lúpínunnar. Þessi fallega jurt sem plantað hefur verið i mela og rofabörð með góðum ásetningi og oft góðum ár- angri, hefur ekki látið sér nægja að dvelja efst í Sauðár- gilinu, heldur hefur hún dreift sér upp um allar hlíðar bæði norðan og sunnan megin gils og off á kostnað annarra gróð- urtegunda. Kveður svo rammt að þessu að stórir lúpínuflekk- ir eru komnir í yfir 250 metra hæð í Skógarhlíðinni og em famir að ógna beijalandinu þar. Ég hef einnig orðið var við að lúpína er að taka sér bólfestu í Grænuklaufmni, sem sennilega þarf að skipta um nafn ef fram heldur sem horfir. Lúpínan hefur reynst gagn- leg til uppræktar í gegnum tíð- ina en upphaflega var reiknað með að hún hyrfi smátt og smátt af sjónarsviðinu þegar aðrar plöntutegundir tækju sér bólfestu þar sem lúpínan hefði undirbúið jarðveginn. Hér virðist hinsvegar vera um ör- litla öfugþróun að ræða, þar sem lúpínan virðist í auknum mæli vera að sækja inn á gróið land og í nokkmm tilfellum er lúpínan farin að vaxa innan um og hálf kæfa lágvaxinn tijágróðurinn sem plantað hef- ur verið í Skógarhlíðinni. Þar sem hún skýtur sér niður í beijalandi, drepur hún allan lággróður sem fyrir er og er beijalandið í Skógarhlíðinni í stórri hættu. íslenskt orðtæki segir „fjar- lægðin gerir fjöllin blá” en lúpínan er á góðri leið með að gera slíkt hið sama. Ég tel því nauðsynlegt að hefta út- breiðslu lúpínunnar í landi Sauðár og Hlíðarenda, áður en hún nær að eyðileggja beija-, sveppa- og skógræktarlandið okkar og gera Grænuklauf að Bláuklauf. Þorsteinn T. Broddason. — Flókasteinarnir — minnismerki um Flóka Einn af þeim landnámsmönnum sem tengist sterkt sögu Skagafjarðar, er sá sem gaf landinu nafn á sínum tíma, Hrafna Flóki Vilgerðarson, sem nam land í Fljótum. Á Móum kallaði Flóki bæ sinn og er þar átt við höfuð- býlið sem nú heitir Ysti-Mór. Flóki er án efa einn frægasti landnámsmaður- inn og því væri ekki út í hött að koma því í verk, sem einhvem tíma mun hafa komið til tals, að minnast vem Flóka í Fljótunum með þeim hætti að ekki gleymis komandi kynslóðum. Og það vill svo skemmtilega til að i Flóka- dal em til náttumlegt minnismerki um Flóka, svokallaðir Flókasteinar, sem sögusagnir em um að hann hvíli undir. Vel mætti hugsa sér að koma upp söguskildi við þessa steina. Vegslóði liggur að þeim og því þarf kostnaður ekki að verða mikill við þessa fram- kvæmd. Flókasteinar em eina 500 metra sunnan bæjarhúsa á Stóru-Reykjum, sem em tvo-þijá kilómetra framan við Barð. Steinamir em á litlu holti skammt ofan Flókadalsár. Sæmundur Dúason frá Steinavöllum segir í bók sinni „Einu sinni var” um Flókastein- ana. „Þar standa á melum, sinn hvomm megin við grasigróinn leyning, tveir stórir steinar, ffamburður úr fjallinu fyrir langa löngu. Steinar þessir heita Flókasteinar. Þar í námunda hafa ýms- ir talið, aðrir víst, að Hrafna-Flóki hafi verið lagður til hinstu hvíldar. Haugur hans sést þó hvergi. Niðri i leyningn- um, sem nefndur var, er einstaka steinn, nærri orpinn jörðu. Undir hon- um giska sumir á að liggi bein Flóka. Enginn veit neitt með vissu. En þeim sem kunnugir em á þessum slóð- um og ekki alveg lausir við forvitni þar að auki, verður áleitin þessi spuming: Því heita steinamir Flókasteinar? Það skyldi ekki vera, að Flóki fengi enn að blóti, eftir að hann settist hér að? Flóki trúði einu sinni guði sínum fyrir því að magna til þess hrafna, að þeir beindu honum leið, Flóka, að ónumdu og lítt þekktu landi óravegu útnorður í reginhafí. Af leitinu, þar sem Flókasteinar standa, sést mestur hluti landnáms Flóka, sem séður verður frá einum og sama stað. Mætti vera að þetta hefði ráðið nokkm um val staðarins til þess atburðar eða þeirra athafna, sem stein- amir áttu að vera til minningar um. Landnáma greinir frá því, þegar Flóki hafði blótað hrafhana áður en hann fór að leita Snælands, að „þeir hlóðu varða, þar sem blótið hafði ver- ið, og svokallaða Flókavarða.” Flókasteinar og Flókavarði eða Flókavarðar, ef þeir vom fleiri en einn, vom gerðir til minningar um blót í Noregi. Flókasteinar, em ekki á bæ Flóka, heldur úti á víðavangi. Svo er að sjá að frásögn Landnámu, að minn- ismerkið í Noregi hafi einnig verið úti á víðavangi. Það var „þar sem mætist Hörðaland og Rogaland.” Byggð er að skerðast í Flókadal og útlit fyrir að ekki verði langt þangað til hann verði einn af íslensku eyðidöl- unum. Það gæti gagnast ferðaþjónust- unni og hreinlega því að fólk vendi komur sínar ffarn til dala, að minnst væri á sögustaði með þeim hætti, sem gerð er tillaga að hér að ffaman. Hjalta Pálssyni sem ritar Byggðasögu Skagafjarðar hefur komið í hug að sett verði upp skilti þar sem merkt em inn býli og eyðibýli í sveitum héraðs- ins. I Fljótunum væri t.d. hugsanlegt að setja upp slíkt skilti við Barðslaug, eða Sólgarðaskóla eins og það heitir, en þar er aðal ferðaþjónusta sveitar- innar. ÞÁ. Opinn dagur í sporthöllinni Snæ-LÍV og Sporthallareigendur bjóða upp á sýningu á nyjustu græjum félagsmanna og vörum tengdum sportinu fostudaginn 21. febrúar frá kl. 17 til 22. Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir. Sporthallareigendur Borgarteig 9.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.