Feykir


Feykir - 19.02.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 19.02.2003, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 6/2003 Stelpurnar frá Hofsósi sem báru sigur úr bítum og módel þeirra Katrín Erlingsdóttir. Hár stíll og förðun í Friði Það var líflegt á Kaffi Krók sl. fostudagskvöld þegar fram fór keppni í fatahönnun, föðrun og hárgreiðslu. Félagsmiðstöðin Friður gekkst fyrir kepninni og er þetta nýlunda í starfi Friðar. Keppnin bar yfirskriftina: „hár, stíll og förðun” og það voru sjö lið sem tóku þátt, víðsvegar úr hérað- inu. Þemað var svart/hvítt frá 3ja áratug síðustu aldar. Að sögn Maríu Bjarkar Ingvadóttur forstöðu- manns Friðar krafðist keppnin gífurlegs undirbún- ings og vinnu og var hvergi slegið slöku við. Mik- ill áhugi er á hönnun og sköpun ýmisskonar á meðal unglinga í héraðinu. Það voru stelpur frá Flofsósi sem bám sigur úr bítum, en módel þeirra var Katrín Erlingsdóttir. í öðm sæti vom þau Soffía Snæbjömsdóttir og Pálmi Þór Valgeirsson frá Arskóla, en þau komu fram sem bníðhjón. í þriðja sæti var einnig þátt- takandi frá Arskóla, Sandra Þorsteinsdóttir. Nýlega var haldin Söngvakeppni á vegum fé- lagsmiðstöðvarinnar og kepptu níu lið, þijú frá hveijum stað: Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlið. Sigurvegaramir vom Taktik frá Hofsósi, sem tóku þátt i Söngkeppni Samfés sem haldin var í Laug- ardalshöll í lok janúar og stóðu sig með miklum ágætum. Framundan er keppni í Freestyle bæði hjá yngri og eldri stúlkum í lok febrúar og þá standa Músíktilraunir fyrir dymm. Flutningskostnaðinn verður að jafna í nýútkominni skýrslu sam- göngu'ráðuneytisins um ferðir og flutninga kemur fram að al- mennur flutningskostnaður á einingu innanlands hefúr hækk- að mjög umfram aðra verðlags- þróun í landinu á undanfömum árum. Þetta hefur gerst þrátt fyrirbættavegi, samþjöppunog yfirlýstar hagræðingaraðgerðir flutningsfyrirtækja sem áttu að leiða til lækkunar á flutnings- kostnaði. Ef litið er á þróun flutnings- kostnaðar sl. 6 ár þá hefúr vísi- tala neysluverðs hækkað um 20% en almenn gjaldskrá flutn- ingsaðila fyrir flutninga út á land hefúr hækkað um 70- 100%. Hlutfallsleg hækkun hefúr orðið mest á stöðum sem fjærst liggja höfúðborginni þ.e. á Vestfjörðum og Austfjörðum. Þessar tölur eiga við um al- menna gjaldskrá. Vitað er að veruleg frávik þekkjast í formi afsláttar sem flutningsfyrirtækin bjóða viðskiptavinum sínum, en þar ræður magn flutninga að öll- um Iíkindum miklu. Hækkun á flutningsþjónustu mun þannig bitna misjafúlega á þeim sem nota þjónustuna og harðast á smæstu aðilunum sem flytja minnst. Það gefúr því auga leið að lítil og meðalstór fyrirtæki, ein- staklingar í verslun, þjónustu og smáiðnaði verða harðast úti í þessari þróun. Flutningakerfið er því enn einn þátturinn sem verður til þess að mismuna smærri fyrirtækjum og hindra þannig vöxt og aukna fjöl- breytni atvinnulífs á lands- byggðinni. „Sjóflutningar á landi” Flutningsjöfnunarsjóður hef- ur tryggt jöfnun dreifingar- kostnaðar á olíu, bensíni og sementi. Þessi flutningsjöfnun hefúr verið miðuð við sjóflutn- inga. Hvað varðar olíur er mið- að við dreifingu frá Reykjavík á hinar ýmsu hafnir landsins. Þessir flutningar eru nú komnir á land eða beint erlendis frá á ör- fáar hafnir. Afram er þó dreif- ingaraðilum greitt eins og um sjóflutninga frá Reykjavík væri að ræða. Svipaða sögu er að segja af flutningsjöfnun á sem- enti. Sjóflutningar á sementi hafa nú alveg lagst af og flutn- ingamir alfarið komnir á land. Því er nú verið að styrkja allt aðra tegund flutninga en reglur segja til um. Þessar breytingar hafa átt sér stað án þess að regl- um sjóðsins hafi verið breytt. Með þessu skeytingarleysi hef- ur samkeppnisstaða sjóflutninga verið skert stórlega. Af þessum sökum er augljóst að mjög brýnt er að endurskoða reglur Flutn- ingsjöfhunarsjóðs, annað hvort þannig að þær taki mið af raun- veruleikanum eða að sjóðnum verði í raun beitt til eflingar sjó- flutninga. Fákeppni og einokun Fram um 1990 voru allt að 5 skip í áætlunarsiglingum á veg- um tveggja stærstu skipafélaga landsins við strendur landsins sem komu við á 30 stöðum. Nú er aðeins Eimskip eftir með eitt skip í strandflutningum og 11 viðkomustaði. Það er ekki að- eins að skipakomum hefúr fækkað heldur er þjónustustig sjóflutninga við ströndina mun lægra en áður var. Þetta er þó ekki hið eina er hefúr gerst í tengslum við sjóflutninga. Áður vom nokkuð skýr skil á milli flutningategunda. Skipafélögin sáu um sjóflutninga en ýmis fyr- irtæki og einstaklingar sáu um landflutninga en höfðu með sér samstarf uin vörumóttöku og afgreiðslu. Á þessu hefúr orðið gjörbylting. Skipafélögin em orðin ráðandi í vöruflutningum úti á landi. Eimskip á stóran eignarhluta í Flytjanda og Sam- skip eiga ein Landflutninga. Fjöldi minni staðbundinna flutningafyrirtækja og einyrkja hefúr hætt, verið keypt upp, ver- ið mtt út af markaðinum eða horfið af sjónarsviðinu með öðr- um hætti. I skýrslunni kemur fram að tíðni ferða milli staða hafi aukist vemlega og þjónust- an í landflutningum sé almennt góð. í æ fleiri tilvikum em sömu aðilar að sýsla með framleiðslu, flutninga og sölu aðfanga. En sama fyrirtækið hefúr oft og tíð- um eignarhald á skipafélögum, útgerðum og fiskvinnslum og olíufélögum ásamt stærstu fyrir- tækjunum á landsbyggðinni. I niðurstöðum skýrslunnar segir svo: „Þegar flutningar um landið og kostnaður við þá em skoðaðir kemur í ljós að vem- legar sviptingar hafa átt sér stað að undanfömu. Framboð strandflutninga hefur dregist saman og siglir nú aðeins eitt áætlunarskip á ströndina en á sama tíma hefúr framboð land- flutninga vaxið verulega. Sam- þjöppun aðila í landflutningum og þáttaka skipafélaga gerir það að verkum að tveir flutningsað- ilar em með nær alla landflutn- inga á íslandi. Fákeppni er því ráðandi í þessum flutningum. Samfara þessu hafa gjaldskrár flutningsaðila hækkað vemlega umfram þróun neysluvömvísi- tölu.” Getur hver og einn lesandi svipast um í sinni heimabyggð og séð hver hefúr orðið þróun flutningsmála þar. Grípa þarf til úrræða Flestir Ijúka upp einum munni um að lækka þurfi flutn- ingskostnaðinn og jafna að- stöðumun fyrirtækja og fólks eftir búsetu. Stór hluti útflutn- ingsvara landsmanna kemur af landsbyggðinni Það leggst á framleiðandann að skila vör- unni á útflutningshöfh sem í flestum tilvikum er á suðvestur- hominu. Ríkið fær því auknar skatttekjur frá framleiðandanum því fjær sem hann er frá aðal inn- og útflutningshöfhum bæði í formi þungaskatts, eldsneytis- gjalds og virðisaukaskatts sem ætíð leggst á síðasta stig vör- unnar. Hér er um miljarða króna að ræða sem ríkið skattleggur dreifbýlið umfram höfúðborgar- svæðið. Þessu getur ríkið af sanngimi skilað að hluta til baka. Þessar leiðir má fara: a) bregðast við fákeppni í flutningum og krefjast gagn- særrar gjaldskrár þannig að heil- brigð samkeppni fái þrifist. b) Koma þarf á ströngum siðareglum í flutningum hér á landi hliðstæðum þeim sem Samkeppnisstofnun hefúr sett nýlega um samskipti smásala og birgja í verslun. c) Beita flutningsstyrkjum til atvinnugreina á jaðarsvæðum til að jafna samkeppnisstöðu þeirra. Það er gert bæði í Sví- þjóð og Noregi. Þar höfúm við fordæmi sem ganga má beint í og útfæra. Má líta á það eins og endurgreiðslur á ofteknum sköttum hjá viðkomandi fyrir- tæki. En skilyrði fyrir því að hægt sé að beita slíkum jöfnun- arstyrkjum er að öll gjaldtaka flutningsaðilanna sé gagnsæ. d) Veita skattaafslátt til ein- staklinga vegna aksturs til og frá vinnu þegar aksturinn fer yfir vissa hámarksvegalengd. c) Veita sérstakan flutnings- styrk til verslana á stöðum sem ekki njóta þjónustu lágvöru- verslana með samræmdu verði. d) finna leiðir til að bæta samkeppnisstöðu sjóflutninga. Lokaorð Þeir sem búa á landsbyggð- inni þurfa að yfirvinna fjarlægð- ir með einu eða öðru móti, en æ fleiri hluti sem tengjast ffarn- leiðslu og þjónustu þarf að sækja til höfúðborgarsvæðisins. Þessar fjarlægðir virðast þó vera hafðar að féþúfú hjá ýmsum að- ilum. Ríkisvaldið innheimtir dijúgan hluta tekjum sínum af með skatti á eldsneyti og flutn- inga. En einnig virðist svo vera sem að flutningsaðilamir sjálfir séu að innheimta fákeppnis- rentu af landsbyggðinni. Við þessu þarf að bregðast með festu og aðgerðum þegar í stað . Jón Bjarnason, alþingis- maður Vinstri grænna. Skipar fyrsta sæti flokksins í Norðvest- urkjördæmi. fc. ól táð fréttablað á Norðurla ndi \ fiá 1 Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.