Feykir - 12.03.2003, Page 1
raf s já hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Byggðafráð Skagafjarðar
Starfshópur um
byggingarmálin
Á fundi byggðarráðs í síð-
ustu viku lagði Gisli Gunnars-
son fonnaður ráðsins Ifam til-
lögu þess efnis að skipaður
yrði starfshópur vegna bygg-
ingaframkvæmda í Skagafirði,
en ástæða tillögunnar er sú
lægð sem verið hefúr í bygg-
ingarffamkvæmdum að und-
anfornu, en vonandi er eitt-
hvað að lagast eins og vikið
var að í síðasta Feyki. For-
manni skipulags- og byggingar-
nefndar Skagafjarðar er ætlað
að leiða starfshópinn, en í hon-
um verða aðilar ffá sveitarfé-
laginu og byggingarfyrirtækj-
um_í Skagafirði.
I greinargerð með tillög-
unni segir að nokkur lægð sé í
byggingaffamkvæmdum um
þessar mundir og komi sam-
dráttur á því sviði niður á at-
vinnulíff i Skagafirði. Engu að
síður hafi ýmsar hugmyndir
verið til umræðu varðandi
byggingarframkvæmdir og
teikningar eru til nú þegar af
nokkrum byggingum, svo sem
fjölbýlishúsum, heimavist
FNV, nemendagörðum á Hól-
um, skrifstofuhúsnæði o.fl.
Starfshópurinn á að leita raun-
hæffa leiða til þess að efla
byggingariðnaðinn í Skaga-
firði og leita samstarfs þeirra
aðila sem að málum kunna að
koma hveiju sinni.
Markaðs- og þróunarsvið Skagaflarðar
Tæplega þrj átíu
umsækj endur
Nýlega rann út umsóknar-
frestur um stöðu sviðsstjóra
markaðs- og þróunarsviðs hjá
sveitarfélaginu Skagafirði. 28
umsóknir bárust, en ráðningu
var frestað á síðasta fundi
byggðarráðs og sveitarstjómar.
Umsækjendur um stöðuna
em effirtaldir: Atli V. Hjartar-
son, Ágúst Þór Bragason, Ámi
Ragnarsson, Áskell Heiðar Ás-
geirsson, Bjöm Ami Olafsson,
Bjöm Baldursson, Bjöm Stein-
ar Pálmason, Einar Hannesson,
Eymundur Gunnarsson, Gylfí
Þórisson, Helgi Rafn Gunnars-
son, Hörður Gunnarsson, Ind-
riði Þröstur Gunnlaugsson, Jó-
hannes E. Levy, Kristbjörg
Marta Jónsdóttir, Kristján Ei-
riksson, Magnús Gunnarsson,
Maria Dröfn Sigurðardóttir,
Matthías Pálmi Imsland, Ólafúr
Tryggvi Brynjólfsson, Sigríður
Helga Sverrisdóttir, Sigurður
H. Engilbertsson, Sigurður Sig-
urðsson, Steingrímur Ólafsson,
Steinn Kárason, Stella Hrönn
Jóhannsdóttir, Þorsteinn T.
Broddason og Þór K. Laxness.
Nýja flæöilínan í Fiskiðjunni á að skapa helmings vinnusparnað.
Heims-tæknivæðing í
frystihúsi Fiskiðjunnar
Þessa dagana er verið að
pmfúkeyra nýja flæðilínu í
ffystihúsi Fiskiðjunnar Skag-
ftrðings á Sauðárkróki. Um
mikla tæknibyltingu að ræða,
sem hugvitsmaðurinn Ingólf-
ur Ámason hjá Skaganum á
Akranesi hefúr hannað og er
frumkvöðull að. Tækninýj-
ungin felst í því að stúlkan á
bandinu þarf hvorki að ná í
flakið né leggja það ffá sér og
er þar um helmings vinnu-
spamað að ræða.
Það er Skaginn, hugbúnað-
ar- og tæknifyrirtæki sem
stofnað var upp úr því þekkta
fyrirtæki Þorgeiri og Ellert,
sem ffamleiðir flæðilínuna, og
Ingólfúr Ámason helsti hönn-
uður og tæknimaður fyrirtæk-
isins fúllyrðir að þetta sé sú
fyrsta sinnar tegundar í heim-
inum, og verður hún kynnt á
sjávarútvegssýningu í Japan á
næstu dögum.
Ingólfúr segir að menn hafi
lengi verið að glíma við það
að fá reglulegt flæði á línuna,
það er að bæta meðferð hrá-
efnisins þannig að stúlkan
þurfí sem minnst að með-
höndla það. Það var fyrr í vet-
ur, Ingólfúr segir að það haft
verið þegar Man. Utd. vann
Arsenal í deildinni, sem lausn-
in lá allt í einu fyrir. Og lausn-
in virðist í sjálfú sér einfold.
Skammtari telur inn á Iínuna
jafnmörg flök og stúlkumar
em, sú sem er innst á bandinu
tekur innsta flakið og þannig
koll að kolli, það er síðan still-
ingaratriði hve mikinn tíma
stúlkumar fá í snyrtinguna, og
það virtist ganga mjög vel upp
úr hádeginu sl. föstudag, en
línan var ræst eftir morgun-
kaffið.
Ljóst er að um mikla
vinnuhagræðingu er að ræða,
og þeir Ingólfúr Ámason og
Jón E. Friðriksson fram-
kvæmdastjóri FISK vom sam-
mála um að betri meðhöndlun
hráefnis þýði aukin gæði,
enda veiti kannski ekki af að
vega á móti háu gengi krón-
unnar um þessar mundir.
Tómas Árdal verkstjóri hjá
FISK segir að gmnnurinn að
því að þessi mikla bylting skili
sér, sé ný og fúllkomin Bader
flatningsvél sem skili flökun-
um mjög góðum í snyrting-
una.
—KTeH£»í! chiDI—
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
bílaverkstæði °
'v _____________________
Æ JLJM.M-JM. sími: 95-35141
Sæmundargato Ib 550 Sauðárkrókur Fax: 36140
^Bflaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir
Réttingar Sprautun