Feykir - 12.03.2003, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 9/2003
Húnaþlng vestra með veiði-
réttinn í Syðra-Kvíslarvatni
Húnaþing vestra er eigandi
veiðiréttar í Syðra-Kvíslar-
vatni á Núpsheiði í Miðfirði að
undanskildum veiðirétti þeirn
sem nú fylgir Efra-Núpi i Mið-
firði en áður fylgdi jörðinni
Þverá samkvæmt landa-
merkjabréfi fyrir Þverá frá 31.
maí 1887. Þannig hljóðar
dómsorð í nýuppkveðnum
dómi Héraðsdóms Norður-
lands vestra en deilt hefúr ver-
ið um veiðirétt í Syðra-Kvísl-
arvatni á Amarvatnsheiði og
til að fá úr því skorið höfðaði
Húnaþing vestra mál gegn eig-
endum Efri-Núps, Sigurrós K.
Indriðadóttur og Ömólfi
Björgvinssyni, sem búsett em í
Mosfellsbæ.
I niðurstöðum dómsins seg-
ir að sýnileg gögn, svo sem
sölusamningar varðandi Efri-
Núp, lýsingar á hlunnindum
jarðarinnar og skráning í fast-
eignamat bendi ekki til þess að
veiðiréttur Núpsheiðar í
Syðra-Kvíslarvatni hafi verið
lagður til Efri-Núps. Steíhda
hafi ekki tekist að sanna að það
hafi verið gert og verður því
ekki fallist á með honum að
hann sé eigandi veiðiréttarins
af þessum sökum. Skriflegar
yfirlýsingar og framburður
vitna þess efnis að alltaf hafi
verið farið með veiðiréttinn í
syðra vatninu sem eign Efri-
Núps breyta þessu ekki.
Sala Núpsheiðar, sem er í
eigu Húnaþings vestra, átti sér
stað á árinu 1896 en Hjörtur
Líndal seldi jörðina á árinu
1919 og þá fyrst gat hefðartími
byijað að líða enda út frá því
gengið að ósannað sé að hann
hafi skilið veiðiréttinn frá við
söluna. Samkvæmt 8. gr. laga
nr. 46/1905 um hefð getur
hefð á ósýnilegum ítökum ein-
göngu unnist með 40 ára óslit-
inni notkun og öðrum skilyrð-
um eignarhefðar uppfylltum.
Er því útilokað að fúllur hefð-
artími hafi verið liðinn þegar
lög nr. 15/1923 tóku gildi og
verður því ekki fallist á með
stefhda að hann hafi eignast
veiðiréttindin fyrir hefð.
Með hliðsjón af úrslitum
málsins og málavöxtum öllum
þykir rétt að hvor aðili beri
sinn kostnað af málinu. Máls-
kostnaður fellur niður.
Anna Sigga og Fríkirkju-
kórinn í Sauðárkrókskirkju
Senn líður að næstu tónleik-
um Tónlistarfélags Skaga-
fjarðar. Laugardaginn 15. mars
heimsækir okkur Fríkirkjukór-
inn í Reykjavík ásamt Önnu
Sigriði Helgadóttur og Carli
Möller. Þau halda tónleikana
kl. 17 á laugardaginn.
Önnu Siggu þarf vart að
kynna hér um slóðir en hún
starfaði sem söngkennari við
tónlistarskólann í tvö ár, 1994-
1995, og hefúr haldið tónleika
nokkmm sinnum í Skagafirði
sem alltaf hafa verið vel sóttir
hvort sem hún kemur ein eða
með öðmm. Hún hefúr stjóm-
að Frikirkjukómum undanfar-
in tvö ár ásamt Carli Möller pí-
anó- og orgelleikara.
Það er alltaf von á líflegum
tónleikum þegar Anna Sigga
er annarsvegar og verður ör-
ugglega engin undantekning á
því nú. Með í för verða nokkr-
ir vel valdir hljóðfæraleikarar
og munu þau flytja blandaða
tónlist að hætti Önnu Siggu.
Þar er að finna m.a. gömul
dægurlög, gospel og
negrasálma og fleira. Anna
Sigga mun taka lagið eins og
henni einni er lagið. Þetta em
tónleikar fyrir fólk á öllum
aldri sem engin ætti að missa
af.
Miðaverð er kr. 1.500 og
kr. 1.000 fyrir félaga í Tónlist-
arfélaginu. Hægt er að panta
miða í síma 862 6711 og 861
2610.
Athugasemd
fráFeyki
Svolítil mistök hafa orðið í
umbroti í síðustu Feykis-
blöðurn. í síðasta blaði féll t.d.
niður höfundannerking á
skemmtilegri grein um
ískappreiðar á Holtstjöm. sem
haldnar vom til minningar um
Dúdda á Skörðugili. Greinina
skrifaði Ami Gunnarsson frá
Flatatungu.
Jafntefli I biskups-
kjöri tíl Hóla
Svo ólíklega vildi til þegar
seinni umferð í kjöri vígslu-
biskups fór fram að báðir
frambjóðendumir, séra Jón
Aðalsteinn Baldvinsson og
séra Kristján Valur Ingólfs-
son, hlutu jafnmörg atkvæði,
en talning fór ffarn í síðustu
viku. Báðir hlutu þeir 30 at-
kvæði, en það vom 62 sem
kusu af 63 sem vom á kjör-
skrá. Tveir skiluðu auðu.
Það mun koma í hlut Sól-
veigar Pétursdóttur kirkju-
málaráðherra að úrskurða
hvor umsækjendanna verði
vígslubiskup, en Kristján Val-
ur hlaut nokkuð fleiri atkvæði
þegar kosið var fyrra sinnið.
Þá vom einnig meðal um-
sækjenda prófastamir Dalla
Þórðardóttir á Miklabæ er
hlaut 14 atkvæði og séra
Guðni Þór Ólafsson á Mel-
stað með 4 atkvæði.
Bjarni Maronsson fær viðurkenningu fyrir aðlögunarhæfni
frá þeim Stefáni Hrólfssyni og Gísla Konráðssyni.
Hjálmar Guðjónsson á Tunguhálsi að byrja að fara upp í
einu laganna. Sigurði Hansen og Steinþóri í Kýrhoiti lýst
ekki á að fylgja honum eftir á hæstu hæðir söngsins.
Ingimar Ingimarsson les texta viðurkenningar til handa
Sigurði Frostasyni loftsmala og Stefáni á Keldulandi er
greinilega skemmt.
Gestir streyma til aðalfundar gagnamanna. Það er Gísli
Frostason hinn loftsmalinn sem afgreiðir aðgöngumiðana.
Kemur út á miðvikudögutn. Útgefandi Feykir
hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki.
Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453
5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir
@ krokur. is. og feykir@simnet.is
Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson.
Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með
vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk.
Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt &
Svart hf.