Feykir


Feykir - 12.03.2003, Síða 4

Feykir - 12.03.2003, Síða 4
4 FEYKIR 9/2003 Á sundreið frá messu á sjálfstæðismót i Björn Björnsson síðar prestur á Hólum var að messa í fyrsta skipti í Rípur- kirkju, þennan dag sem Magnús á Frostastöðum segir frá í grein sinni. Það er sunnudagur 28. júlí 1940. Og veðrið þennan drottins dag? Jú, suðvestanhægviðri, sólskin og smáskúrir, hef eg skrifað í dagbókina mína. Eg hef verið í einskonar sumar- leyfi heima hjá mér í Eyhildarholti ffá því 17. júni og á annars að heita nemandi við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfúsi. Og nú höfum við Hegranesbúar fengið nýjan prest til þess að boða okkur guðsorð og góða siði. Heitir hann Bjöm og er Bjömsson tengda- sonur Friðriks Hansen á Sauðárkróki, manns sem eg hef alltaf haft mikið dálæti á þótt ærinn sé aldursmunurinn. I dag skyldi hinn nýi prestur okkar messa á Ríp og var það hans íyrsta guðsþjónusta þar. Sjálfsagt var að taka vel á móti hinum nýja presti með því að mæta við messuna og urðum við sjö, sem fórum frá Eyhyldarholti. Vom það pabbi, Leifi (Þorleifur Einarsson). Guðfmna kennari og við bræðumir: undirritaður, Sveinn, Konráð og Kolbeinn. Heita mætti að hvert sæti væri skipað í kirkjunni enda var séra Bjöm ánægður með viðtökumar. Auk venjulegrar guðsþjónustu var skírt stúlkubam þeirra Helga og Ingibjargar á Hellulandi og svo afhenti Jón Normann ffá Hróarsdal kirkjunni tvo veglega kertastjaka til minningar um foreldra sína. Pabbi þakkaði gjöfina fyrir hönd sóknamefhdarinnar. Og svo var boðið til kaffidrykkju eins og jafnan við messulok á Ríp. En nú víkur sögunni í aðra átt. Yfir í Melsgili höfðu Sjálfstæðismenn í Skagafirði efnt til samkomu og nefndu héraðsmót, en Melsgilið var þá að verða vinsæll skemmtistaður fyrir úti- samkomur að sumrinu. Innan skamms var eg á forum úr Skagafirði og gat naumast búist við að eiga þangað affurkvæmt fyrr en eftir 9-10 mánuði. Ætla mátti að á samkomunni yrðu ýmsir kunningjar mínir, sem nú var síðustu forvöð að hitta um sinn. Eg ákvað því að heiðra hátíð Sjálf- stæðismanna með nærvem minni og drifa mig í Melsgilið. Bræður mínir, Sveinn og Konráð, slógust í förina, svo og þær Rípursystur, Ragnheiður og Jóhanna. Öll vomm við að sjálf- sögðu ríðandi og við bræður með sína tvo hestana hver. Hugmyndin var að fá lánaðan pramma í Hróarsdal og „sigla” á honum vestur yfír Vötnin. Er í Hróarsdal kom hittum við fyrir sjö manns sem vom að búast til ferðar í Melsgilið: Jón, Þóm, Sigga, Laugu og Fjólu í Hróarsdal, Jón í Asi og Ama í Keflavík. Sjáanlegt var að fara yrði tvær ferðir á prammanum því útilokað var að hann bæri 12 manns með átta hesta í eftirdrægi. Það fannst okkur bræðrunum taka alltof langan tíma svo við ákváðum að láta slag standa og fara bara á hestunum yfir Vötnin. Þama var að vísu ekki um neitt vað að ræða og gera mátti ráð fyrir að við yrðum meira og minna blautir á þessu skvampi svo við afklæddumst öllu nema stuttbrókum og nærskyrtum og fólum önnur föt okkar áhöfn feijunnar til varðveislu. Og svo lögðum við þá á djúpið. Sem fyrr segir vomm við allir með tvo til reiðar. Eg reið Sleipni og teymdi Jaka, Sveinn reið Þyrli og teymdi Fálka, Konni reið Hörku og teymdi Brún sinn. Við höföum ekki farið nema fáeinar hestlengdir út í Vötnin þegar hestamir vom komnir á hroka- sund. Síðan kom töluverður kafli þar sem vatnið tók hestunum ekki nema í rniðjar síður. Þar næst allbreiðar grynn- ingar en þar var hinsvegar slík sandb- leyta að við urðum að ganga af hest- unum. Svo snardýpkaði og hestamir fóm öðm sinni á hrokasund. Það leyndi sér ekki að hestamir vom orðnir þreyttir af átökunum við sandbleytuna. Svenna gekk ve! að öðm leyti en því að hann varð rennblautur upp undir hendur. Þyrill var þrautreyndur vatnahestur og ör- uggur í hven'i raun. Mér gekk einnig vel til að byija með, en Jaki var með afbrigðum óstýrilátur í vatni. Svamlaði hann áffam með þeim fyrir- gangi að Sleipnir fór tvisvar alveg á kaf og stóð upp á endann í vatninu. Sá ég nú að eigi dygði að hanga á hest- inum, sleppti Jaka og synti við hlið Sleipnis til lands. Konna gekk þó verst. Harka haföi ekki verið snert allt vorið og var orðin afskaplega feit. Hún tók umbrotin í sandbleytunni nærri sér. Á sundinu stakkst hún hvað eftir annað á kaf svo að Konni sleppti henni og synti til lands. Sú gamla maraði fyrst í hálfli kafi spölkom niður álinn en kenndi svo botns, stóð fyrst grafkyrr eins og hún væri að reyna að átta sig á þessari óvenjulegu tilvem, en staulaðist svo til lands. Ferðin upp Staðarmýramar var tíðindalaus. Girðingu hafði verið komið upp fyrir hesta samkomugesta. Þar slepptum við hesturn okkar, af- klæddumst „sundfötunum”, breiddum þau til þerris á girðinguna en fómm í „samkvæmisklæðnaðinn”. I Skagfirð- ingabúð, sem þama hafði verið reist, dunaði dansinn. Öðrum atriðum dagskrárinnar var lokið. Við blönduðum okkur þegar í félagsskapinn og svo var skyndilega tilkynnt að ballinu yrði slitið klukkan 10,30. Mér fannst þetta nokkuð endasleppt svo eg haföi samband við þá Sigga í Holtsmúla og Sigga á Reynistað og bað þá að reyna að fá forráðamenn samkomunnar til þess að ftamlengja ballið þótt ekki væri nema til klukkan 11. En allt kom fyrir ekki og ekki þýddi að deila við dómarann. Auðvitað gafst lítill tími til þess að hitta góðkunningja sína. Auk þeirra nafna, sem áður em nefndir, tókst mér að ná tali að Víkurbræðmm, og Nonna, Palla og Sigga í Stóm-gröf. Hurfúm við nú til hestanna, ásamt þeim Rípursystrum. Þar hittum við þá Nonna og Hénna í Djúpadal, sem vom að búast til heimferðar. Okkur fysti nú ekki frekari kynni við sandbleytuna svo við slógumst í för með frændum okkar ffá Djúpadal. Riðum nú sem leið lá fram að Glaumbæ, yfir Djúpukvíslina, austur Glaumbæjar- eyjar og að Söndunum, kvísl, sem skilur Glaumbæjareyjamar og Borgar- eyna. Þar skildu leiðir, Djúpdælir riðu ffam Löngumýrar- og Vallasporða og yfír Gmndarstokksbrúna, en við riðum yfir í Borgareyju, yfír Suðurkvislina og út í Eggjamestá. Þaðan héldu þær Rípursystur áffam til sinna heimkynna og við til okkar, sprettum af hestunum, klöppuðum þeim og strukum, því pabbi haföi sagt okkur að við ættum aldrei að sleppa hestum án þess að láta vel að þeim. Slepptum þeim síðan niður í Bæjamesið. Viðburðaríkur dagur var að baki. Magnús H. Gíslason. Fundu týndu mennina við Langjökul „Við vomm nýbyijaðir leitina þeg- ar við fúndum þá. Við ætluðum varla að trúa því fyrst þegar við sáum snjó- húsið þama i jaðrinum. Það var reglu- lega ánægjuleg stund þegar við fúnd- um mennina og ekki síður hjá þeim. Þeir vom búnir að sjá þyrluna fara nið- ur tvívegis og vom aðeins svekktir þegar hún hvarf ffá. Þeir vom samt alltaf vissir um að þeir myndu fínn- ast”, sagði Jón Einar Kjartansson hjá björgunarsveitinni Gretti á Hofsósi, en það vom vélsleðamenn ffá Gretti og Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð sem fúndu vélsleðamennina sem vom týndir á Langjökli um helgina. Að sögn Jóns Einars á Hlíðarenda vom Skagfirðingamir aðeins búnir að leita í korter þegar mennimir fúndust, en svæðið sem þeir leituðu var átta sinnurn fjórir kilómetra á austurjaðri jökulsins. Snjóbæli mannanna var niðri í jökulkrók, i talsvert mikilli lgæð, þannig að þyrlan heföi þurft að hnita sig þar niður til að sjá mennina og það líklega ástæðan fyrir því að hún þurfti ffá að hverfa, enda orðin elds- neytislítil. Björgunarsveitarmennimir, 14 að tölu úr Skagafirði, vom ræstir út um fjögur leitið aðfaranótt mánudags. Frá Hofsósi og Vannahlíð vom fimm vél- sleðamenn. Frá Varmahlíð var einnig snjóbíll og jeppar ffá Sauðárkróki og Hofsósi. Mennimir fúndust 20 mínút- ur yfir ellefú um morguninn. Þeir bám sig vel að sögn Jóns Einars. Annar var rakur og nokkuð kalur, haföi blotnað daginn áður, en hinn vildi strax fara að keyra vélsleðann. Þeir höföu haft nóg að borða, vom með prímus með sér.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.