Feykir


Feykir - 12.03.2003, Page 5

Feykir - 12.03.2003, Page 5
9/2003 FEYKIR 5 Þorramót hjá Grókufólkinu íþróttafélagið Gróska í Skagafirði stendur fyrir æfmgum í boccia einu sinni í viku í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Gróskufólk tekur þátt í nokkrum mótum að vetrinum, en þar standa hæst íslandsmótið og Hængsmótið á Akureyri, sem ávalt er haldið í maíbyqun og er núorðið hluti af íslandsmótinu. Gróska stendur árlega fyrir eigin móti, það er svokallað þorramót og bíður þá jafnan til sín, kiwanis- mönnum úr Drangey, sem hafa reynst Gróskufólki mjög hjálp- legir um tíðina, og sveitar- stjóminni. Þorramót Grósku var haldið 22. febrúar sl. Að þessu sinni var sveitarstjóm Skagafjarðar for- fölluð, þar sem að þessa helgi stóð yfir námskeið fyrir sveitarstjómarmenn, sem þeir urðu að sækja og þurfú því að neita sér um leik á Gróskumótinu. Engu að síður var líflegt á þorramótinu. Eins og áður var keppt í tveggja manna sveitum og vom 19 sveitir skráðar til leiks. Þær vom skipaðar Gróskufólki bæði yngri og eldri, en allmargir eldri borg- arar stunda bocciaæfmgamar. Þá sendu kiwanismenn í Drangey sveitir í keppnina og einnig mætti til leiks sveit frá heimilinu á Egilsá. Keppnin var hin tvísýnasta og stóð þónokkuð fram eftir degi. Að lokum varð það a- sveit Grósku sem stóð uppi sem sigurvegari, en hana skipuðu Ómar Ólafsson og Jón Sigfús Bæringsson. Hlutu þeir farandbikarinn sem Kiwanis- klúbburinn Drangey gaf, en vegleg verðlaun em á þorramótinu. Hitann og þungan að starfí Gróksu bera þau uppi hjónin á Mel, Salmína Tavsen og Steinn Sigurðsson, og kemur Kiwanismenn í Drangey hafa oft aðstoðað Gróskufólkið, en að þessu sinni voru þeir meðal keppenda á mótinu: Agúst Kárason, Ragnar Guðmundsson, Pálmi Ragnarsson og Guð- mundur Brynjar Ólafsson. það sér oft vel þegar þarf að ferðast á mót, að Steinn er lipur bílstjóri. Venjulegast em það um 15 manns sem mæta á bocciaæfingamar í íþróttahús- inu, en virkir meðlimir í Grósku em á þriðja tug. Þá hafa nemar úr fjölbrautinni verið duglegir að aðstoða við æfmgamar í vetur. Aðspurð segir Salmína, sem er formaður Grósku, að það séu ýmsir sem styðji við bakið á félaginu, stykir fáist ffá sveitarfélaginu og fleiri aðilum. Aðalfjáröflunin sé þó sala á jólakortum og þá hafí nokkrar tekjur fengist af merkjasölu, s.s. á kosninga- dag. Þá má að endingu geta þess að einn liðsmaður Grósku Aðalheiður Bára Steinsdóttir var valin af ÍF til þátttöku á norræna meistaramótið í Sví- þjóð á liðnu vori. Þar keppti Bára í sveit ásamt Haraldi Brynjari Sigurðssyni sem ættaður er frá Skagaströnd. Lentu þau í þriðja sæti, en Aðalheiður Bára hlaut einnig bronsverðlaun í einstak- lingskeppninni. Jón Sigfús Bæringsson og Ómar Ólafsson voru í sigursveitinni á mótinu. Þátttakendur voru á öllum aldri og nutu sín mjög vel í skemmtilegum leik.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.