Feykir


Feykir - 12.03.2003, Side 7

Feykir - 12.03.2003, Side 7
9/2003 FEYKIR 7 Stofnað félag ungra vinstri grænna í SkagaGrði Stofiifundur Ungliðahreyf- ingar Vinstri Grænna í Skagafirði var haldinn 27. febrúar sl. Um 30 manns tóku þátt í að mynda hreyfmguna. Rúnar Páll Stefánsson, sem var í undirbúningshópi að stofnun samtakanna, sagði við setningu fiindarins að Ung Vinstri Græn í Skagafirði væru vettvangur ungs fólks sem vill hafa áhrif á daglega umræðu og mótun þjóðfélagsins til framtíðar. Snúa þyrfti vöm í sókn í byggðamálum og móta grund- völl fyrir blómlegu og fjöl- breyttu atvinnulífi á lands- byggðinni, þar sem menntunin væri homsteinn byggðar í landinu. Gestir fundarins vom Katrín Jakobsdóttir formaður Ungra Vinstri Grænna og Ami Steinar Jóhannsson alþingis- maður VG. Þau sátu fyrir svömm og vom umræður líf- legar. Samþykktar vom tvær ályktanir á fiindinum, önnur gegn innrás í írak og hin þar sem skorað er á mennta- málaráðherra að afturkalla samræmd stúdentspróf í framhaldsskólum: Alyktun stofnfundar Ungra Vinstri Grænna í Skagafirði um innrás í Irak: Stofnfundur Ungra Vinstri Grænna í Skagafirði lýsir yfir andstöðu sinni við áform um innrás í Irak og krefst þess að stjómvöld beiti sér gegn slíkum hemaðaraðgerðum. Arás á Irak og íröksku þjóðina gæti haft varanleg áhrif á fríð og friðarumleitanir í heiminum. Ef að vestrænar þjóðir með Bandaríkin í broddi fylkingar ráðast á íraka, mun hinn vestræni heimur fyrst og ffemst uppskera hatur i sinn garð í Mið-Austurlöndum. Slíkt hatur getur orðið skæðasta vopnið í höndum öfgafullra hryðjuverkamanna, eins og þeirra sem réðust á Bandaríkin þann 11. september 2001. Island er vopnlaus og fríðelskandi þjóð, og á að vera það áffam. Það er skýr krafa fiindarins að íslensk stjómvöld heimili hvorki afhot af aðstöðu á íslensku yfirráðasvæði né að um verði að ræða neins konar þátttöku af íslands hálfu ef til hemaðs gegn Irak kemur. Jafríffamt er það afdráttarlaus krafa fundarins að ef til stríðs kemur, þá lýsi ríkisstjóm Islands yfir algjöru hlutleysi. Alyktun stofnfundar Ungra Vinstri Grænna í Skagafirði um afturköllnn samræmdra stúdentsprófa í framhaldsskólum: Stofhfundur Ungra Vinstri Grænna í Skagafirði skorar á menntamálaráðherra að aftur- kalla ákvörðun sína um sam- ræmd stúdentspróf í fram- haldsskólum landsins. Sam- ræmd stúdentspróf vega að sjálfstæði ffamhaldsskólanna í landinu og skerða svigrúm þeirra til að vera með mismun- andi áherslur hver á sínu sviði. Samræmd stúdentspróf bitna á nemendum, því áhersla skólan- na mun í auknum mæli beinast að þeim greinum sem prófað er í og möguleikar framhalds- skólanna í landinu til fjöl- breytts námsffamboðs skerðist. Tímasetning prófanna er ein- nig mjög óhentug, sérstaklega fyrir áfangaskólana. Fundurinn mótmælir einnig ffamkvæmd prófanna, þau hafa lítið verið kynnt nemendum og skella því á nokkuð fyrirvaralaust fyrirþá nemendur sem eiga að þreyta þessi próf í byrjun árs 2004. Hvað varðar samræmt mat á nemendum til inntöku í háskóla telur fúndurinn æski- legra að háskólamir annist slíkt mat sjálfir fyrir viðkomandi deildir telji þeir það nauðsyn- legt. Við teljum ennffemur að Qármunir þeir sem færu í ffamkvæmd samræmdra stúd- entsprófa yrði betur varið í skólakerfinu sjálfu. Eftirtaldir voru kosnir í stjóm Ungra Vinstri Grænna í Skagafirði: Bára Hlynsdóttir Tunguhálsi I, Grétar Þór Stein- þórsson Sauðárkróki, Inga Dóra Ingimarsdóttir Sauðár- króki, Rúnar Páll Stefánsson Grindum og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir Sauðárkróki. Smáauglýsingar Ýmislegt! Húsbíll til sölu. Lítill Fiat Dueate vel innréttaður með öllu, ekinn 140.000. Ásett verð 1450.000. Upplýsingar í síma 860 0041 og 453 5187. Kvígur til sölu, burðartími í apríl. Upplýsingar gefur Jón í síma 453 8258 á hádeginu og á kvöldin. Þrír hvolpar fást gefins. Upplýsingari síma467 1054. Spilavist! Spilakvöld í Höfðaborg á Hofsósim fimmtudaginn 13. mars kl. 21,00. Verðlaun og kaffiveitingar. Mætum eldhress að vanda. Allir velkomnir! Félag eldri borgara Hofsósi. Húsnæði! Til sölu fimm herbergja 133 fm. íbúð á efri hæð Skólasatíg 1 Sauðárkróki. Upplýsingará kvöldin í síma 453 6394. Oska eftir litlu húsi til leigu á Sauðárkróki eða í næsta nágrenni ffá 1. apríl 2003. Upplýsingar í síma 849 6700. Herbergi til leigu niðri í bæ. Upplýsingar í síma 453 5774 og 895 5774. Auglýsing í Feyki ber árangur! Nú er það úrslitakeppnin! Tindastóll - Haukar í Sfldnu ki. 19,15 nk. sunnudagskvöld. Komið og hvetjið Tindastól til sigurs! Munið skrifstofu Krabbameinsfélagsins Aðalgötu lOb. Nýtísku fjós til sýnis á Brúsastöðum í lok febrúarmánaðar var til sýnis nýtískulegt fjós í Vatnsdal. Hátt í 300 manns notuðu tæk- ifærið að skoða nýtt fjós á bænum Brúsastöðum í Vatnsdal þegar hjónin Sigurður Ólafsson og Gróa Margrét Lámsdóttir ábúendur þar vom með „opið hús”. Nýja fjósið er 520 ferme- tra límtréshús klætt með yleiningum og er útbúið allri nýjustu tækni. Fjósið var byggt á liðnu sumri og er það fyrir 58 kýr og uppfýllir ströngustu kröfúr um mjólkurframleiðslu. Kýmar ganga lausar um básana og á hálsi þeirra er tölvukubbur sem forritaður er með tölvu. Tölvukubburinn geymir upplýsingar um hve mikill fóðurbæti viðkomandi kýr á að fá og ýmsar aðrar upplýsingar sem máli skipta fyrir velferð kýrinnar. Kýmar fara síðan sjál- far á ákveðinn bás í fjósinu þar sem tölvulesari les upplýsingar kubbsins og skammtar fóðurbæti eftir því hvaða kýr á í hlut. Hægt er að mjólka 10 kýr í einu en Sigurður segir að þau hjónin séu 40-60 mín að mjólka þær 42 kýr sem nú em mjólkandi. Heim. Húnahomið.. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum fyrir áskriftargjöldunum. Skilvfsi ykkar er gaindvöllurinn fyrir útgáfu blaðsins. Opið þriðjudaga frá kl 11-13 og fimmtudaga frá kl 17-19. Sími 453 6030 og 863 6039. ÍWig Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Sérfræðikomur í mars og apríl: Tímapantanir í síma 455-4000 17.03 - 21.03 Haraldur Hauksson, æðaskurðlæknir 24.03 - 28.03 Hafsteinn Guðjónsson, þvagfæraskurðlæknir 31.03 - 04.04 Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir 07.04 - 11.04 Bjarki Karlsson, bæklunarskurðlæknir 28.04 - 02.05 Shree Datye, skurðlæknir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.