Feykir - 27.08.2003, Side 2
2 FBYKffl 28/2093
S veitarstj ór nar-
fundir í dómsal
Fyrsti fundur sveitarstjómar
Skagafjarðar að loknu sumar-
leyfi var haldinn sl. fimmtudag
21. ágúst. Um nýjan fúndar-
stað var að ræða, dómsal Flér-
aðsdóms Norðurlands vestra
og hefúr samist um að fúndim-
ir verði haldnir þar í ífamtíð-
inni. Um óvenjulegan sveitar-
stjómarfúnd var að ræða þar
sem nær eingöngu voru teknar
fyrir fúndargerðir sem áður
höfðu verið afgreiddar til sam-
þykktar í byggðaráði og vom
því lagðar ffam til kynninar á
fúndinum. Aðeins mál tekin til
umfjöllunar sem ágreiningur
hafði verið gerður um í
byggðaráði, en lítið var um
slíkt í sumarleyfi sveitarstjóm-
arinnar.
Ástæða þess að fundimir
em fluttir úr fúndarsal Gamla
bamaskólans að Aðalgötu 2 í
ráðhúsið, en að með því móti
er hægt að koma annarri starf-
semi fyrir á Aðalgötunni og
einnig hitt að þá þarf ekki að
fara með gögn milli húsa og
veitingar fyrir fúndarmenn er
þá færðar ffá kaffístofú ráð-
hússins. Allt skapar þetta hag-
ræðingu.
Þar sem upptökukerfi er
mjög fúllkomið í dómsalnum,
við hvert sæti em líkur á að
lögð verði af sú regla á fúndum
að tala úr púlti. Með tilkomu
sveitarstjómarfúndanna í dóm-
salnum þarf þar að fjölga um
eitt sæti, þar sem að eitt sæti
vantaði upp á fjölda fúlltrú-
anna, sem em níu í sveitar-
stjóminni.
Frá fyrsta fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar að loknu sumarleyfi, sem haldinn var í
dómssal Héraðsdóms Norðurlands vestra., en fundirnir verða haldnir þar framvegis. Gísli
Gunnarsson foresti sveitarstjórnar fékk sæti dómarars, en eini fulltrúinn sem ekki náðist á
mynd var Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi Skagafjarðarlistans., en hún sat í sæti sak-
bornings, þótt það væri á engan hátt tengt framgöngu hennar á fundi sveitarstjórnar
hvorki fyrr né nú.
Endurheimt Brimnesskóga
í Landnámu segir svo um Brimnes-
skóga: „I þann tíma kom út skip í Kol-
beinsárósi hlaðit kvikfé, en þeim hvarf í
Brimnesskógum unghryssi eitt. En Þór-
ir dúfúnef keypti vonina og fann síðan.
Þat var allra hrossa skjótast ok var köll-
uð Fluga. “ Nú er nokkuð um liðið síð-
an að hryssan Fluga hvarf í laufþykkni
Brimnesskóga og lítið kveður að vexti
trjáa þar á bökloim á okkar tímum.
Hins vegar hlýtur það að teljast ffeist-
andi að færa tímann til baka og sjá lundi
nýrra skóga hjá Brimnesi. Og það er
fjarri því vera draumsýn ein. Á aðal-
fúndi Skógræktarfélags íslands í Mið-
garði um síðustu helgi flutti ffú Vigdís
Finnbogadóttir Skagfirðingum hvatn-
ingarorð um endurheimt Brimnesskóga
og bauð ffam liðveislu sínu og stuðning
Yrkjusjóðsins. Frú Vigdís hvatti til að
þegar væri hafist handa og Brimsnes-
skógaverkefnið yrði fastur liður í starfi
skólabama í Skagafirði næstu árin.
Kolkuós og Brimnesskógar
Ekki er á neinn hallað þegar sagt er
að ffú Vigdís Finnbogadóttir fyrrver-
andi forseti hafi haft gífúrleg áhrif á
vöxt og stöðu skógræktar í landinu hin
síðari ár. í upphafi forsetaferils síns tók
hún upp þann sið að gefa birkiplöntur í
opinberum heimsóknum og gróðursetja
í völdum reitum víðsvegar um landið.
Þá fylkti hún æsku þessa lands, bömun-
um og unglingum til að fylgja eftir í
framkvæmd ræktunarhugsjóninni.
Yrkjusjóðurinn sem stofhaður var fyrir
tilstuðlan ffú Vigdísar er einmitt ætlað
að styrkja skóræktarstarf skólabama.
Rakti hún stuttlega áfonn sem nú er
unnið að um að hefja Kolkuós til vegs á
ný . „Hólar, Kolkuós og Vesturfarar-
setrið á Hofsósi mynda ákveðinn þrí-
hyming í búsetu og menningarsögu
Skagafjarðar allt ffá landnámstíð”. En
verslunin þar og höfúin við Kolbeinsár-
ós gegndi lykilhlutverki um aldir. Ný-
hafnar fomleifarannsóknir benda til að
þar sé að finna dýrmætar og velvarð-
veittar minjar um þennan fomffæga
verslunarstað, Kolkuós, og er ein af
fegurstu stöðum Skagafjarðar. Saga og
náttúrufegurð Kolkuóssvæðisins em
ein af dýmstu auðlindum Skagafjarðar
sem við getum notið og nýtt til ffamtíð-
ar í atvinnulífi héraðsins. Hvatningar-
orð ffú Vigdísar Finnbogadóttur um
endurheimt Brimnesskóga megum við
taka til okkar í víðtækri merkingu.
Upphaf skógræktar í Skagafirði
Af þessu tilefni er einnig hollt að
rifja upp að vagga skipulagðar Skóg-
ræktar á íslandi í upphafi síðustu aldar
var í Skagafirði. Sigurður Sigurðarson
sem varð skólastjóri á Hólum 1902 var
gríðarlegur áhugamaður um skógrækt
og afkastamikill um alla hluti.. Þegar
hann kom til starfa á Hólum inun hann
hafa verið flestum eða öllum íslending-
um færari og ffóðari um skógrækt.
Vann hann fádæma brautryðjenda starf
í skógrækt á Norðurlandi. Sigurður
skólastjóri kom að stofnun Ræktunarfé-
lags Norðurlands og skipulagði Gróðr-
arstöðina á Akureyri, hóf skipulagt
plöntuppeldi og dreifði skógarplöntum
víða um land. M.a. stofnaði hann
Gróðrastöðina á Hólunt og eru elstu
trén þar ffá hans tíma.
Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastýra á
Löngumýri var gædd sömu hugsjón að
saman færi ræktun lands og lýðs og
kallaði saman til fúndar 8. apríl 1933 til
stofnunar Skógræktarfélags Skaga-
fjarðar, enda var Skagafjörður nú val-
inn sem fúndarstaður í tilefhi 70 ára af-
mælis Skógræktarfélags Skagafjarðar.
Sóknarhugur
Mikill skógræktaráhugi er Skaga-
firði og fjöldi bænda tekur þátt í skóg-
rækt. Hið nýja plöntunarsvæði á
Steinsstöðum verður afar fallegt þegar
gróðurinn nær sér enn betur á skrið.
Eini skugginn sem fallið hefúr á
skógræktarstarf í Skagafirði hin síðari
ár er lokun Skóræktarstöðvarinnar í
Varmahlíð. Þar ræður því miður ferð
stefna núverandi stjómvalda landsins,
sem er andvíg því að styðja að slíkum
rekstri en ekki vilji heimamanna. Skóg-
ræktarstöðin i Varmahlíð var ómetan-
leg lyffistöng fyrir allt skógræktarstarf í
héraðinu. Sigurður Jónasson og síðar
Marta Svavarsdóttir forstöðumenn
stöðvarinnar bjuggu yfir þeim eldmóði
sem þarf til að hrífa aðra með. Þama var
hægt að fá keyptar plöntur en hér vom
einnig „grænir fingur”, nægtarbmnnur
ffóðleiks og þekkingar til að miðla
þeim fjölda áhugfólks sem þangað leit-
aði. Skógræktarstöðin í Vannahlíð var
ein af menningarmiðstöðvum Skaga-
fjarðar. Þetta hlutverk Skógræktarinnar
í Varmahlíð þarf að endurheimta.
Öldungur heiðraður
Það fór vel á því að öldungurinn og
heiðursmaðurinn Guðmundur L. Frið-
finnsson skáld á Egilsá var heiðraður á
hátíðarsamkomu um kvöldið fyrir ó-
drepandi elju og dugnað að skógræktar-
málum nú á 98. aldursári. Guðmundur
er enn að og lætur hvergi deigan síga.
Skagfírðingar og íslendingar allir
mega vera stoltir af æviframlagi þessa
aldurhnigna höfðingja bæði á sviði
bókmennta og skógræktar.
Jón Bjarnason alþingismaður.
Óliáð fréttablað á Norðurla ndi v estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.