Feykir


Feykir - 27.08.2003, Page 4

Feykir - 27.08.2003, Page 4
4 FBYKIR imm „Það er gaman að sjá hvað Hofsós hefur vaxið eftir að ég fór þaðan“ Einn alvinsælasti þátturinn í Ríkissjónvarpinu, sjónvarpi allra landsmanna, nú um stundir er „Ut og suður” sem Gísli Einarsson ritstjóri og fréttamaður úr Borgamesi hefur umsjón með, og ífamleiðir reyndar nánast írá a til ö, er einungis með myndatökumann með sér þegar far- ið er út á örkina og spjallað við skemmtilegt fólk sem er að gera sniðuga hluti. Gísli er kunnur hér á þessu svæði, kom á Hofsós sem útibússtjóri í verslun KS í lok níunda áratugsins og var síðan um tíma á Hvammstanga. Gísli var þama að nýta viðskipta- og verslunarífæðimenntun sem hann öðlaðist eins og fleiri góðir menn í Samvinnu- skólanum á Bifföst, en meðffam sinnti hann ýmsum störfum í félagsmálum og lét til sín taka þar. Sjálfsagt er mörgum í fersku minni þegar hann samdi revíuna „Mik- ið ægilegt” sem lýsti lífinu á Hofsósi og nágrenni í skop- mynd þess tíma, og trúlega fór fólk ekki í grafgötur með að það væri sjálfsagt ýmislegt sem þessi vörpulegi Borg- fírðingur gæti lagt fyrir sig. Gísli virðist líka hafa hitt á hilluna nú í seinni tíð sem fjölmiðlamaður, eins og fyrr- nefndir sjónvarpsþættir bera með sér. Þegar blaðmaður Feykis átti spjall við Gísla núna á dögun- um, kom í ljós að hann hafði þá nýlega verið staddur í Miðfirð- inum á Grettishátíð. Tilefni þess var m.a. viðtal við Karl Sigurgeirsson sem birtist einmitt í „Út og suður” í gærkveldi og verður svo endur- sýnt í kvöld og sjálfsagt tvisvar í viðbót, en ekki hefur þótt ástæða til að endursýna neinn þátt jafn oft og „Út og suður” í sjónvarpinu. „Mér kom einmitt í hug þegar ég spjallaði við Karl að hann var fyrsti viðmælandi minn í verkefni sem tengdist fjölmiðlum. Það var þegar ég bjó á Hvammstanga 1991 og var þá fféttaritari Feykis um tíma. Þá hafði Karl með hönd- um átaksverkefni í Vestur- Húnavatnssýslu og ég tók smá- viðtal við hann af því tilefni.” - En hvað hefur nú á daga þína driflð frá því þú fórst héðan af svæðinu, varstu ekki að sinna búskap upp í Borgarfirði fyrstu árin? „Jú ég var að vinna á til- raunabúinu á Hesti um tíma og fór svo í afleysingarþjónustu hjá bændum. Svo var það á ár- inu ‘96 sem mér bauðst starf blaðamanns á blaði sem gefið var út hér á svæðinu um tíma og hét Vesturlandspósturinn. Það var ekki nema árið sem þetta blað lifði, en síðan gerist það í upphafi árs ‘98 að við tókum okkur saman ég og Magnús Magnússon sem þá var hér atvinnuráðgjafi, að stofna fféttablaðið Skessuhom. Blaðið fékk strax mjög góðar viðtökur og hefúr öðlast vin- sældir meðal íbúa á svæðinu. Það er greinilegt héma í okkar landshluta eins og reyndar viða á landinu að fólk kann að meta þessa „lókalmiðla” og telur þá bráðnauðsynlega. Hinsvegar hefúr gengið á ýmsu í útgáfúnnni. Það er dýrt að gefa út svona blað en okkur hefúr tekist að halda blaðinu úti þennan tíma. Við emm líka búin að vera mjög heppin með starfsfólk og útgáfan að því leyti gengið vel. Þetta hefúr verið feiknagaman, en vinnan er mikil í kringum þetta, sér- staklega þegar við vomm að byija, sólarhringamir náðu þá næstum saman.” - Skessuhorn er nokkuð útbreitt blað eða hvað? „Já það er eitt að tveimur eða þremur útbreiddustu hér- aðsfféttablöðum landsins, enda er þetta mjög stórt landsvæði sem blaðið dekkar,” - Er eitthvað efni öðru vinsælla í blaðinu, mér skilst að þú sért nokkuð léttur í leiðaraskrifunum, en jafn- framt kannski málefnaleg- ur? „Ja ég veit nú ekki hvað á að segja um það”, segir Gísli og hlær. „Já það hafa margir átt orð við mig út af leiðumum. Það er nú þannig að mér hefúr alltaf leiðst leiðarar blaða og litið nennt að lesa þá. Mér fannst samt að þyrfti að vera einhver leiðari í blaðinu og tók því þá steíúu að skrifa þá með hálfkæringi og blanda þar inn í mínum gálgahúmor, og sjá hvemig það virkaði. Það heíúr gert sig þannig að langflestir em ánægðir með þessa pistla, en það hefúr reyndar komið fyrir að einstaka mönnum hef- ur mislíkað, en það er erfitt að gera öllum til hæfis.” - Það finnst mörgum þættirnir „Út og suður” vera skemmtileg samsvörun við Stiklunum hans Omars, hvað segirðu við því? „Ja ég var alveg ákveðinn í því fyrirfram að ég ætlaði ekki að fara að leita uppi nýjan Gísla á Uppsölum eða því um líka. Það má segja að þetta hafi alltsaman byrjað þegar ég fór að vinna fýrir Ríkisútvarpið, fyrst hjá útvarpinu og svo að leysa af á fréttastofú sjónvarps- Fréttaniaðurinn uppá búinn. ins. Þetta hefúr verið mjög skemmtileg og mikil reynsla. Á fféttastofú sjónvarpsins er mjög reynslumikið og skemmtilegt fólk sem maður getur mikið lært af. Mig langaði fljótlega að fara að gera eitthvað meira en bara fréttaefni. Það varð úr að fréttaþjónusta Skessuhoms varð sér út um tæki til að ffam- leiða efni fyrir sjónvarp. Við fórnm í að gera kynningarefni. Það má segja að prófsteinninn þar hafi verið kynningarmynd um Akranes, sem tókst mjög vel, og þá sá maður að þetta var hægt. Svo höfúm við líka verið að gera svolítið af skemmti- efni, t.d. fyrir árshátíð Land- símans á síðasta ári. Það var mjög skemmtilegt og reyndar auðvelt að leita fanga, af ýmsu að taka, enda gróskumikið fyr- irtæki Landsíminn. Svo var það í vor sem ég fékk þessa hugmynd af þáttun- um „Út og suður”, þar sem að maður vissi af fjölda fólks út um allt land, skemmtilegu en venjulegu fólki sem var að gera áhugaverða hluti. Ég skaut þessari hugmynd að uppi á sjónvarpi en átti svo sem ekki von á miklum viðbrögðum þar sem nokkuð var liðið á vorið og því skammur tími til stefnu. En það kom mér skemmtilega á óvart að hugmyndinni var strax vel tekið og vinnsla þátt- anna hófst. Nú er komið að næst síðasta þættinum, alls verða þeir 17 með 33 viðmæl- endum. í síðasta þættinum verður rætt við tæplega áttræð- an galdramann úr Dölunum, geysilega skemmtilegan karl. Það er rétt að þættimir hafa fengið mjög góð viðbrögð, t.d. þættimir úr Skagafirðinum, með Agnari á Miklabæ, sem þótti mjög skemmtilegur, og síðan með Valgeiri og Vestur- farasetrinu ffá Hofsósi. Það er gaman að sjá hvað Hofsós hef- ur vaxið eftir að ég fór þaðan”, sagði Gísli og nú kom einn hláturinn enn. - Já þú virðist hafa ratað á rétta hillu og er glettilega góður sjónvarpsmaður, en svo hef ég heyrt að þú sért eftirsóttur á árshátíðum? „Já þakka þér fyrir. Ég veit það svo sem ekkert hvort ég sé kominn á rétta hillu, en það er gaman af þessu öllu, hvort sem það er á blaðinu, í útvarpinu eða hjá sjónvarpinu. Það er rétt að ég hef verið nokkuð eftirsóttur sem veislu- stjóri á árshátíðum og sam- komum. Þetta kom held ég til út af leiðaraskrifúnum og hefúr undið upp á sig. Þama bý ég náttúrlega að reynslu sem ég hlaut á sínum tíma við upp- skeruhátíðir Neista á Hofsósi og ósjaldan sækir maður í reynslubanka Pálma nokkurs Rögnvaldssonar á Hofsósi, þann geira. Ég veit ekki hvað er ffamundan í árshátíðabransan- um en þetta er búið að vera ansi mikið. Það kom fýrir að ég var fenginn til að tala á tveimur sama kvöldið í fýrra og oft var þetta bæði föstudags- og laug- ardagskvöld. Það má segja að hver helgi hafi verið ásetin al- veg ffá göngum og ffam á vor.”

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.