Feykir - 10.09.2003, Qupperneq 5
30/2003 FEYKIR 5
Vandamál sem getur valdið
veldis vaxandi áhrifum
Sigurður Sigurðarson ráðgjafi Invest kynnir skýrslu sína um
aldursskiptingu í Nv á þingi SSNV á Skagaströnd.
Sigurður Sigurðarson ráð-
gjafí hjá Iðnþróunarfélagi
Norðurlands vestra lauk í sum-
ar við skýrslu um þróun aldurs-
skiptingar á Norðurlandi vestra
frá árinu 1992 til síðasta árs,
2002. Þróunin er svipuð á öll-
um svæðum landshlutans.
Unga fólkinu hefiir fækkað og
hlutfallslega ljölgar gamla
fólkinu, þó því sé samt ekki að
fjölga á svæðinu. Ibúum Norð-
urlands vestra hefur fækkað
um 11% ffá 1992. Svo virðist
sem nokkurs konar „kynslóða-
bil” sé að myndast á svæðinu
og raunar víðast um lands-
byggðina. Skýringin er sú að
það vantar unga fólkið. „Unga
fólkið fór” er yfírskrift skýrslu
Sigurðar, enda er eins og áður
segir fækkunin mest í yngri
aldurshópunum, þeim sem telj-
ast til hinnar virku fjölskyldu-
myndar, þ.e. yngri en 45 ára.
„Þessi skýrsla bendir til þess að
fækkun ungs fólks og hækk-
andi meðalaldur á Norðurlandi
vestra sé vandamál sem getur
valdið veldisvaxandi vanda
innan tiltölulegra fárra ára. Við
vandanum þarf að bregðast
með ákveðnum og samhæfð-
um aðgerðum”, segir höfúndur
í niðurstöðum sínum.
I inngangi skýrslunar segir
m.a. „Hér er hugtakið vinnu-
markaður notað um fólk á aldr-
inum 20-64 ára. Þessu fólki
hefúr fækkað um 3,5% á síð-
ustu ellefú ámm. Visir hefúr
myndast að „karlaveldi” á
Norðurlandi vestra. Karlar em
1,8% fleiri og í flestum sveitar-
félögum er kynjamunur miklu
meiri.
Tólf sveitarfélög em á
Norðurlandi vestra þar af sjö í
dreifbýli. Mjög misjafnt er
hvemig fólksfækkunin kemur
niður á einstökum sveitarfélög-
um. Sé landshlutinn skoðaður
sem ein heild er ljóst að fækk-
unin er mikil og bitnar það að
einu eða öðm leyti á öllum
sveitarfélögum.
Er þörf fyrir menntun nógu
vel sinnt?
Einhver ástæða er fyrir því
að ungu fólki fækkar á Norður-
landi vestra.
Tvennt ætti að skipta máli
fyrir þróun byggðar.
* Ákvarðanir fjölskyldunn-
arum búsetu
* Ákvarðanir fólks á vinnu-
markaði um búsetu
Forsendumar sem liggja til
grundvallar ákvörðunarinnar
skilja á milli þessara tveggja
hópa. Þessir tveir hópar skarast
að sjálfsögðu en þar sem fækk-
unin hefúr eingöngu verið
meðal þeirra sem em yngri en
45 ára kann það að benda til að
mennun og atvinna skipti hér
mestu. Það leiðir hugann að því
hvort þörfúm fyrir menntun á
Norðurlandi vestra sé nógu vel
sinnt? Einnig má spyija hvort
atvinnulíf sé svo einhæft í
landshlutanum að ungt fólk
flytjist í burtu eða kjósi að
koma ekki aftur eftir að hafa
menntað sig?
Upplýsingar um aldurs-
skiptingu geta gagnast sveitar-
stjómum og rikisvaldi við að
hanna byggðaáætlanir sem taki
mið af aðstæðum. Gera má ráð
fyrir að ffamhaldsskóli á Sauð-
árkróki geti t.d. skýrt minni
fækkun í sveitarfélaginu
Skagafirði en annars staðar.
Hugsanlega mun nýr vegur yfir
Þverárfjall draga úr fólksfækk-
un á Blönduósi og Skagaströnd
þar sem ungt fólk getur brátt
stundað framhaldsskólann á
Sauðárkróki án þess að þurfa
að flytjast af heimilum sínum.
Lítill árangur
í inngangi segir að mark-
miðið með ritinu sé að skoða
aldurssamsetningu í landshlut-
anum á árunum 1992 og 2002
og finna út hvaða breytingar
hafa orðið á svæðinu sem og
einstökum sveitarfélögum.
Niðurstöðuna má nota til að
skilja hvemig þau eru saman
sett en slíkt getur hjálpað við að
móta staðbundna byggðastefnu
sem hugsanlega getur haft áhrif
á þróun búsetu.
Sífelld fækkun íbúa í sveit-
arfélögum utan suðvestur-
homsins hefúr hafl í för með
sér alvarleg vandmál fyrir
þjóðfélagið. Reynt hefúr verið
að draga úr þessari byggða-
röskun án mikils árangurs.
Fækkunina má rekja til marg-
víslegra þjóðfélagsbreytinga
sem hafa ýmist leitt til ákveðins
vilja fólks til að flytja á höfúð-
borgarsvæðið eða þvingaðs
flutnings vegna aðstæðna þar
sem fólk hefúr ekki átt annan
kost en að flytja. Ástæðumar
geta verið margvíslegar, t.d. at-
vinnumál, skortur á þjónustu,
þörf á menntun sem ekki er til
á staðnum, menntun bama, ein-
angrun o. s. frv. Yngra fólk er
ekki eins bundið átthögum sín-
um, allir flutningar em auð-
veldari, ekki bara um ísland
heldur til annarra landa.
Röskun á rótgrónu búsetu-
mynstri í kringum landið hefúr
valdið miklum erfiðleikum fyr-
ir einstaklinga og fyrirtæki sem
eftir sitja og sveitarfélögin.
Tækni- og upplýsingabyltingin
hefur valdið gríðarlegum
breytingum á atvinnuháttum,
ffamleiðsluhættir hafa breyst
og þá sérstaklega í ffumfram-
leiðslunni, landbúnaði og fisk-
veiðum, og nýjar atvinnugrein-
ar hafa orðið til. Nú afkasta fyr-
irtæki margfalt meim en áður
með margfalt færra starfsfólki.
Afleiðingar tækni- og upplýs-
ingabyltingarinnar hafa verið
margvíslegar á þjóðfélagsgerð,
lífshætti, viðhorf og fleira. All-
ar þessar breytingar hafa stuðl-
að að brottflutningi fólks ffá
landsbyggðinni ýmist beint eða
óbeint vegna þess að þar átti
þessi bylting litlar rætur fyrr en
á allra síðustu ámm og þá í
mjög litlum mæli.
Framhald á 6. síðu.
an sólarhringinn, og ég er ekki
órólegur að fara heim að
kveldi.”
- Þú varst nú heppinn að
það skyldi einmitt nýbúið að
setja bundið slitlag á Krist-
jánsklaufina þegar þú opnaðir
á þessum nýja stað?
„Já ég var ánægður með
það. Við tókum höndum sam-
an að þetta yrði oíuborið, enda
hefði ég ekki getað farið þama
inn með fyrirtækið í þeim ryk-
mekki sem ofl var héma, enda
með viðkvæman búnað eins
og t.d. ffamköllunarvélina.”
- Ertu bjartsýnn á að Gamli
bærinn lifhi við frekar en nú
er, eða er allt í lagi með Gamla
bæinn?
„Gamli bærinn er að færast
nær þeim bæ sem ég man eft-
ir, til að mynda þá er kominn
miklu meiri umferð en ég
bjóst við í Gamla bæinn. Ég
fann stórlega fyrir því núna í
sumar að Þverárfjallið er mik-
ið notað og umferð þannig að
aukast í gegnum bæinn. Svo er
ég sannfæður um það að við
nýjan Strandveg og það sem
búið er að gera við gömlu fjör-
una, á eftir að aukast mikið
umferð um Gamla bæinn.
Gamli bærinn verður allur
byggilegur eftir að þessar göt-
ur verða komnar í ffamtiðar-
horf’, segir Brynjar Pálsson.
SLÁTURMATUR
á frábæru verði!
179-«
Blóð 2,5 ltr.
389,-
379i-M
99-* I^ahjorta
199'- 659,-
Gervikeppir 5 í pk.