Feykir - 17.09.2003, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 31/2003
„Ákaflega yndislegt og gott að vera hér“
SpjaUað við Jón A Baldvinsson vígslubiskup á Hólum
Það var fallegur dagur, sunnudagurinn 22. júní í
sumar, þegar nýr vígslubiskup var settur inn í embætti
á Hólum. Sagt hefur verið að alltaf skarti Hólastaður
sínu fegursta þegar mikið stendur til og veðurguðimir
létu ekki sitt eftir liggja með það. Séra Jón A. Bald-
vinsson er Þingeyingur í húð og hár og þegar blaða-
maður Feykis átti tal við nýja vígslubiskupinn á dög-
unum kom ljós að hann á að baki mikla reynslu í mik-
ilvægum þáttum prestþjónustunnar og helgaði t.d.,
starf sitt um árabil sálgæslustörfum í London, þegar Is-
lendingar fóm þangað í erfiðar aðgerðir. Séra Jón A.
Baldvinsson er þriðji vígslubiskupinn sem situr á Hól-
um, á eftir þeim Sigurði Guðmundssyni og Bolla Gúst-
avssyni, sem einnig áttu mikil tengsl í sínum störfúm
í Þingeyjarsýslumar, Sigurður á Grenjaðarstað og Bolli
á Laufási við Eyjaijörð.
Jón A Baldvinsson vígslubiskup á Hólum ásamt eiginkonu sinni Margréti Sigtryggsdóttur.
„Ég fæddist á Ófeigsstöð-
um í Kinn í Suður-Þingeyjar-
sýslu og ólst síðan upp á
Rangá sem er í sama hlaði. Er
elstur af fimm bömum þeirra
hjóna Balvins Baldurssonar og
Sigrúnar Jónsdóttur írá Hömr-
um í Reykjadal, sem var þekkt
fyrir söng. Að loknu bama-
skólanámi fór ég í skóla til Ak-
ureyrar, miðskóladeild MA og
í landspóf og áfram í þeim
skóla, en þessi miðskóladeild
var lögð niður um þetta leyti,
ég tilheyrði líklega næstsíð-
asta árgangnum. Ég varð stúd-
ent frá MA og fór þaðan beint
í guðfræðideildina, varð guð-
fræðingur 1974 og vígðist þá
til Staðarfellsprestakalls í
Þingeyjarpófastsdæmi, en það
prestakall hefur nú verið lagt
niður, sameinað Hálspresta-
kalli og heitir nú Ljósavatns-
prestakall.
Til náms í sálgæslufræði
Ég var á Staðarfelli í fjögur
ár og fékk þá styrk til franr-
haldsnáms í Edinborg, þar
sem ég lærði sálgæslufræði
með áherslu á sjúkrahúsþjón-
ustu og að því námi loknu
kom ég heim og var önnur
fjögur ár á Staðarfelli. Þá var
ég beðinn að fara til Lundúna
til að taka að mér þjónustu við
sendiráðið, að stærstum hluta
við að taka á móti og aðstoða
sjúklinga, en fjöldi sjúkra
landa minna vom sendir á
þessum ámm til aðgerða í
London, mesthjartasjúklingar
á vegum Tryggingastoinunar,
en kirkjan lagði til starfsmann.
Það að ég var fenginn til
starfans helgaðist af því að ég
hafði verið í þessu námi,
þekkti til þessara hluta á Bret-
landseyjum.”
Hvemig var að starfa að
þessum málum í London?
„Mjög áhugavert, en þetta
starf var ekki auðvelt, mikill
fjöldi sjúklinga sem kom
þama fyrstu árin og mikið
staif en mjög þakklátt. Hins-
vegar reyndi mjög á sálgæslu-
manninn, því dauðsföll vom
nokkuð tíð.
Evrópski söfnuðurinn
í Lundúnum var ég í 20 ár,
en eftir því sem á leið tímann
fækkaði sjúklingunum, því þá
var farið að vinna að þessum
aðgerðum heima, og störf mín
breyttust við það. Strax við
upphaf starfsins í London var
stofnaður söfnuður sem ég
byggði upp og stjómaði, og
síðan fór ég að þjóna samfé-
lögum Islendinga i nágrenn-
inu, svo sem Grimsby og Hull
og á meginlandi Evrópu, sér-
staklega í Luxemburg þar sem
fjöldi Islendinga hefúr verið
búsettur um árabil.
I sandiráðinu vann ég síðan
sem einn af starfsmönnum og
tók að mér ýmsa málaflokka,
hverskonar aðstoðarmál auð-
vitað og menningannál fékkst
ég mjög mikið við, svo og
samskipti sendiráðsins við Is-
lendingafélögin. Með mér í
öllu þessu starfi frá upphafi
míns prestsskapar hefúr alltaf
staðið konan mín, en hún heit-
ir Margrét Sigtryggsdóttir en
við kynntumst í Menntaskól-
anum á Akureyri, dóttir Sig-
tryggs Júlíussonar rakara-
meistara og Jóhönnu Jóhanns-
dóttur sem ættuð er frá Mjóa-
firði. Við eigum saman tvær
dætur Sigrúnu og Róshildi, en
fyrir hjónaband eignaðist ég
soninn Ragnar Þór sem býr á
Húsavík.
Allir íslendingar tengdir
Þessi tími í Lundúnum var
mikill reyslu- og þroskatími
og víkkaði sjóndeildarhring-
inn auðvitað. Bæði fjölbrcytt
stöif mín og stórborgin sjálft,
sem hefúr svo sem margt að
bjóða, þar sem saman eru
komnar allar þjóðir veraldar
og ffamboð á menningu og
listum óþijótandi.
Svo kynntist ég gífúrlegum
fjölda Islendinga alls staðar af
að landinu, þannig að ég get
bankað upp á og fengið mér
kaffi í öllum sýslum landsins.
Þau kynni sannfærðu mig
um það enn betur en áður hve
nátengdir við íslendingar
emm innbyrðis og rétt eins og
ein fjölskylda, því aldrei hitti
ég svo mann að við gætum
ekki rakið okkur saman við
einhvem senr við þekktum
sameiginlega. Enda hafði ég
það fyrir reglu að spyrja
hverra manna þeir væm þegar
ég hitti þá.”
Löng biskupskosning
Hvenær fór hugurinn að
leita til starfa heima?
„Við vomm í nokkur ár
búin að leiða hugann að því að
við þyrftum að fara að koma
heim. Fyrsta alvömtilraunin i
þeirri viðleitni var þegar ég
sótti um Dómkirkjuna á móti
fyrrv. prófasti Skagfirðinga og
nokkmm öðmm fyrir tveimur
ámm, sem hlaut hnossið auð-
vitað, og eftir á að hyggja er ég
ekki óánægður með þá út-
komu, enda væri ég þá ekki á
Hólum, sem mér þykir mikið
hnoss og dýrmætt.
Ég hafði aldrei hugleitt það
fyrr að Hólar gæti orðið okkar
staður, þegar kom til þess að
nokkrir ágætir menn höfðu orð
á þvi að ég gæfi kost á mér til
þessa embættis. Síðan þróaðist
þetta upp í það að ég tók þátt í
þessari kosningu til vígslu-
biskupsembættis, sem endaði
nú með þessum hætti.”
Það hlýtur að hafa fylgt því
Frá vígsludeginum á Hólum 22. júní sl. þegar Hólastaður skartaði sínu fegursta..