Feykir


Feykir - 08.10.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 08.10.2003, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 34/2003 Danimir í heim- sókn í Árskóla Á síðustu árum hafa átt sér stað gagnkvæm samskipti milli eldri bekkja Árskóla og Hastr- up-skólans í Koge vinabæjar Sauðárkróks. Hópur danskra krakka kom í heimsókn til Sauðárkróks í síðustu viku og gistu á heimilum jafhaldra sinna í Árskóla.Danski hópurinn kom til Sauðárkróks á mánudag og hófst formleg dagská heim- sóknarinnar með kvöldverði í félagsmiðstöðinni Friði. Nemendur 10. bekkjar Ár- skóla tóku virkan þátt í móttöku Dananna, m.a. með því að elda kvöldverðinn sem í boði var. Þá var farið í Rafting á Jökulsá vestari og gist á Bakkaflöt, auk ýmsa atriða sem á dagskránni var í þessari heimsóknarviku dönsku nemendanna í Árskóla. Danimir héldu síðan til síns heima á laugardag að lokinni viðburðarríkri og skemmtilegri viku í Skagaftrði í boði Árskóla. Gróskumikið sumar að baki Enginn vaft virðist á að árstíðaskipti eiga sér nú stað. Við sjáum að baki löngu og gróskumiklu sumri, líklega því besta sem komið hefur frá því fyrir miðja síðustu öld, eða það telja vísinda- menn á veðurstofúnni og mun það stemma ágætlega við það sem elstu menn muna. Og ekki nóg með það að síðasta sumar hafi verið með eindæm- um gott, heldur allt síðasta ár. Það má einnig segja að árferðið í at- vinnulífinu hafi verið með besta móti. Atvinnuástand hefúr verið með því betra á seinni ámm, en hinsvegar em erfið rekstrarskilyrði í einstökum grein- um sjávarútvegs- og landbúnaðar, svo sem rækjuiðnaði og sauðfjárrækt. Aftur á móti er líklegt að aðrar greinar hafi notið góðærisins, svo sem ferðaþjónust- an, og gefur fjölgun gistinátta, sem langmest varð á Norðurlandi vestra fyrsta ársfjórðunginn, tilefni til að ætla að þessi þjónustugrein hafi átt mjög gott sumar. - Og ekki hefur veðursældin hér nyðra dregið úr því að innlendir ferða- menn flykktust inn á svæðið. Vitað er að fjöldi erlendra ferðamanna var ó- venjumikill og sannar það hin mikla fjölgun gesta sem varð í Byggðasafuið í Glaumbæ liðið sumar. Sem kunnugt er, þá er ferðaþjónust- an sú atvinnugrein sem næstmestum tekjum skilar orðið í þjóðarbúið, og hafa tekjur af greininni farið vaxandi á síð- ustu árum. Hér á svæðinu virðist ýmis- legt jákvætt að gerast í uppbyggingu ferðaþjónustunnar. í Húnaþingi vestra hafa margir aðilar verið mjög duglegir að vinna í þessum málum og eru stöðugt að sækja í sig veðrið við að nýta hin ýmsu tækifæri til atvinnusköpunar. Blönduós og nágrannabyggð hefur einnig vakið athygli hvað þetta varðar. Það virðist líka vera mikill sóknarhugur í Skagfirðingum, og er stærsta dæmið þar þau áform sem em um uppbyggingu í Kolkuósi, og þrihyminginn Hólar, Kolkuós og Hofsós með Vesturfarasetr- ið. Mjög metnaðarfúll áform sem gam- an verður að fylgjast með. Þegar stóðréttir em nýafstaðnar er gaman að velta því fyrir sér hvaða áhrif atburður eins og Laufskálarétt hefúr á ferðaþjónustuna í Skagafirði og hvað í rauninni er hægt að tvinna í kringum þá miklu afþreyingu sem þessi stóðréttar- samkoma er. Það veldur reyndar vanga- veltum hjá mörgum, hversvegna í ó- sköpunum fólk flykkist að til að fylgjast með því þegar nokkur hundmð hrossum er smalað framan úr Kolbeinsdal og úr beitarhólfúm í nágrenninu? Það er vitað að Laufskálaréttargestir skilja eftir þónokkra fjánuuni í hérað- inu, í formi gistingar og veitinga sem þeir greiða fyrir, auk þess að borga sig inn á stóðréttardansleikina. Það er líka að verða talsvert um að fólk komi og dvelji í Skagafrði vikuna á undan rétt- inni og taki þá þátt í smalamennsku og fari i styttri útreiðartúra sér til skemmt- unar og tilbreytingar. Pistilritari ræddi t.d. við Jón Garðarsson í Neðra -Ási rétt fyrir Laufskálaréttarhelgina og þá hafði hann verið með hóp fólks alla vikuna. Var þá skroppið í útreiðartúra niður að Kolkuós, fram í dal og víðar. Aðspurð- ur sagði Jón að þessi tími í kringum rétt- imar væri farinn að gefa ferðaþjónustu- aðilum vemleg búdrýgindi, og er ekki að efa það. Kannski liggja ónotuð tæki- færi viða í sambandi við ferðaþjónstuna, þó Laufskálaréttin hafi verið tekin hér sem dæmi. ÞÁ. Tólf böm í dagvist í Víðidal Þegar ferðaþjónustutíma- bilinu lýkur í Dæli í Víðidal, tekur þar við dagheimli fyrir eins til fimm ára böm. í vetur og fram á vor verða 12 böm á dagheimilinu í Dæli sem þrjár konur starfa að. í Dæli var byggt rúmgott aðstöðu- hús fyrir ferðaþjónustuna sem nýtist vel við dagvistina. „Við emm búin að starf- rækja þessa dagvist fyrir sveitarfélagið í nokkur ár. Þetta byrjaði þannig að nokkrar mæður hérna úr Víðidalnum tóku sig sainan og foluðust eftir húsnæðinu að láni og spurðu hvort ég vissi af manneskju sem gæti hugsað sér að vinna við að passa bömin. Við höfum síð- an verið tvær og þrjár sem annast þetta og í vetur verð- um við þrjár. Þetta hefur gengið ágætlega og hentar vel fyrir alla aðila”, segir Sig- rún Valdimarsdóttir í Dæli. Óh áð fréttahlað á Morðurla ndi v estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverö 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.