Feykir


Feykir - 08.10.2003, Síða 4

Feykir - 08.10.2003, Síða 4
4 FEYKIR 34/2003 „Það má kannski búa sér til kenningu....“ Litið inn hjá mæðginum á Ytri - Mælifellsá í Lýtó Lífið í sveitum landsins hefur víða tekið miklum breytingum á síðustu árum. Byggðin er að grisjast, búum fækkar, en mjólkurbúin sum hafa verið að stækka, sérstaklega þar sem bændur hafa tekið nýjustu tækni í sína þjónustu, svo sem nýtísku mjaltabása. í Lýtingsstaðahreppi er lífið líka að breytast og sveitungar þar verða varir við áberandi hluti á þessu hausti, þegar skólahald er lagt niður á Steinsstöðum. Það gera sér kannski ekki allir grein íyrir því hversu stóran þátt bamaskólamir eiga í sveitunum og trúlega eiga Lýtingar eftir að finna fyrir því á næstunni. Sagt hefúr verið að skólamir séu „sálin” í samfélaginu og trúlega er það viðleitnin að halda í skólana sem víða hefur valdið hvað mestri tregðu til sameiningar sveitarfélaga. Þær „selja“ vel kýrnar á Ytri - Mælifellsá, með hæstu meðalnytina í landinu. Þau eru örugg handtökin hjá Jón Arnljótssyni. Ferðinni í þessu Feykisviðtali er sem sagt heitið fram í Lýtó. Þegar komið er rétt framfyrir afleggjarann niður að Fitjum í Tungusveitinni er beygt upp á við á Efribyggðina. Það er að Ytri-Mælifellsá þar sem að búa mæðginin Jón Amljótsson og Margrét Ingvarsdóttir. Það má kannski ætla að lífið hafi litlum breytingum tekið á þessum bæ síðustu áratugina, þar sem þetta er eina mjólkurbúið á landinu þar sem kýmar em enn handmjólkaðar. En bændur á Ytri-Mælifellsá em þó ekki það aftarlega á merinni hvað þægindi nútímans snertir en það, að fyrir þrem- ur ámm var þar borað effir heitu vatni, og nú er kominn ömgg hitaveita i bæ- inn, ásamt þeim möguleika að nota vatnið til ylræktar. „Þegar blaðamaður hringdi í mig á dögunum og var að spyijast fyrir um búskapinn var hann greinilega hissa á því að hitta ekki fyrir eldi mann. Hann bjóst ábyggilega við einhveijum bónda á niræðisaldri og að við byggjum lengst ffarn í afdal”, segir Jón Amljóts- son, sem er rúmlega fertugur og einn sex bama þeirra Margrétar Ingvarsdótt- ur og Amljóts Sveinssonar, sem lést árið 1992. Þau vom að mjólka mæðginin þeg- ar Feykismann bar að garði, og það vom fumlaus handtökin þegar spenam- ir vom stroknir og mjólkin rann í föt- una. Það var verið að enda við, enda einungis íjórar af sex kúm mjólkandi á þessum tíma. Tvær kvígur eiga að bera núna snemma vetrar. Geta ekki notað „afleysinguna“ Ég spurði Jón hvort hann vissi um hvenær næstsíðasta „handmjólkurbú- ið” hafi lagst af? „Nei ég ekki hugmynd um það, en líklega er þónokkuð síðan það var. Það vom þeir hjá Landssambandi kúa- bænda sem komust að þessari niður- stöðu að við væmm þau síðustu sem beittu þessum gömlu vinnubrögðum”, segir Jón og Margrét móðir hans bætir við að það hafi svo margt breyst þegar tankamir komu til sögunnar, þá hafi vafalaust margir hætt að handmjólka. En þetta hlýtur að vera mjög bind- andi búskapur, ekki gott að fá fólk til að leysa af? „Já þetta er gífurlega bindandi og við getum ekki notað afleysingaþjón- ustu, en yfirleitt forum við ekki bæði lengra til, það er reynt að fara svona til skiptis eitthvað.” - Nú hafið þið tvö siðustu árin ver- ið með afúrðahæsta kúabúið, meðal- nytina. Er það kannski þannig að kým- ar „selji” betur við handmjólkun en vélmjólkun? „Það mætti kannski búa sér til kenn- ingum um það”, segir Jón og hlær, „en sjálfsagt skiptir þar mestu máli fóðrun, umhirðu og heilsufar gripanna. Það nást til dæmis yfirleitt góðar afúrðir ef hittist á að heilsufar sé gott.” - En er þetta ekki erfið vinna? „Ekki við svona fáar kýr. Það var púl þegar kominn var hópur, kannski upp í tíu kýr fýrir eina manneskju, en þær vom fleiri hjá okkur kýmar á tíma- bili. Fyrir óvana er þetta náttúrlega erfitt, eins og með annað sem maður hefúr ekki þjálfún í” segir Margrét og Jón bætir við að hann viti ekki hversu holl þessi vinnustelling sé. Vont að missa skólann Það er búið að mjólka á Ytri-Mæli- fellsá þennan morguninn og við göng- um inn í bæ. Margrét hellir á könnuna og fer að bera brauð á borðið. Hún bregst aldrei gestrisnin í sveitinni. Við spjöllum um það sem efst er á bugi þessa tímana. Þau segja það verði við- brigði að missa skólann. Kannski hefði ekki þurft svona að fara ef allir hefðu staðið bak við skólann. Sumir foreldar vom famir að senda sina krakka í Vamiahlið og það þarf fimmtíu manna rútu til að flytja hópinn á milli, minni bíll dugar ekki til. „Félagslífið hér hefúr verið mest í kringum skólann, samkomumar hjá bömunum. Það vartil dæmis ansi nota- leg stund þegar danssýningin var að lokinni danskennslunni í fýtra. Þá kom fólkið saman og drakk kaffi á eftir. Svo hafa verið haldin spilakvöld og á sumardaginn fyrsta er alltaf samkoma á vegum skólans og sunnudagaskólans. Svo er kvenfélagið með jólatrés- skemmtun og líka með sölu á ættar- mótum í Árgarði”, segir Margrét. „Það er brids í Árgarði á vetuma, það eina sem er stöðugt í gangi, og svo er fólk í þessum kómm sem hafa bæki- stöðvar sínar í Varmahlíð. Svo er það náttúrlega þorrablótið. Mér finnst líkur á að það dregi eitthvað úr félagslífi þegar skólinn er farinn, en ekki er kom- in reynsta á það ennþá, þannig að mað- ur ætti ekki að vera að fúllyrða mikið”, segir Jón. Sjálfs síns herra Það er farið að spjalla um búskap- inn. Á Ytri-Mælifellsá er blandaður búskapur, auk kúnna 160-170 fjár og tæplega 20 hross. Það var byijað að byggja upp ájörðinni 1963, íbúðarhús- ið og svo fjósið. Það er Margrét sem telst fýrir mjólkurbúinu, en Jón fýrir sauðfénu. „Það er helst giskað á að það hafi ver- ið kringum 1985 sem ég kom inn í bú- skapinn með formlegum hætti”, segir Jón. - Og ætlaðir þú alltaf að verða bóndi? „Ja ég hafði að minnsta kosti ekki neitt annað á pijónunum og það hafúr sjálfsagt legið beint við að fara í bú- skapinn. Það er ágætt að vera sinn eig- in herra, að því leyti sem maður er það. Maður ræður því allavega hvenær far- ið er á fætur, þó að mjólkurbillinn stjómi því eitthvað, en hann kemur um hálfátta leytið, mjólkurtankurinn er þvi nánast aldrei tómur.” - En hvemig er nú að stunda búskap í dag miðað við áður? „Það er að mörgu leyti aðveldara. Eftir að tankamir komu þarf nú ekki lengur að brasa við að kæla mjólkina heima i hitum á sumin og frostum á vetuma og flytja hana niður að vegi, en svo er kannski annað mál með útkom- una. Það er að sumu leyti ekki svo gott að bera þetta saman. Þetta var svolítið skrítið þegar við vorum að byggja upp. Þá var verðbólga og maður fleyttist kannski svolítið á henni”, segir Mar- grét. „Kerfið hefúr breyst og ekki eins auðvelt fyrir menn að byggja í dag og áður, sérstaklega ekki fjárhús þar sem framlegðin er svo lítil. Styrkimir em t.d. alveg dottnir út. Verðlagið hefúr náttúrlega versnað í sauðfénu, það er ekki hægt að neita því, en hinsvegar er ég ekki óánægður með útkomuna úr sumarslátruninni. Ég hef nýtt það und- anfarin ár að fara með dilka til slátrun- ar í ágúst og núna fór ég með rúmlega helminginn. Þeir borga þónokkuð yfir- verð og útflutningsprósentan er lægri. Þannig að þetta borgar sig frekar en að ala lömbin ffam á haustið, þau ná ekki að þygjast það mikið að fáist eins mik- ið fýrir þau og í sumarslátruninni.” - Ertu þá bara með lambféð héma heima við yfir sumarið? „Það er bara héma ffaman í fjallinu að mestu leyti, því er bara sleppt út á túnið á vorin ekki rekið neitt á affétt. - Svo er heyskapurinn orðinn miklu létt- ari en áður. Hér er allt komið í plast, ég fæ Bessa til að binda fýrir mig. Mér finnst það borga sig, en fá sér allar vél- ar til þess.” Teflt á netinu - Mér skilst að þú sért mikill áhuga- maður um skák? „Já, skákin er aðaláhugamálið. Það var ábyggilega pabbi sem kenndi mér mannganginn, en ég byijaði svo ekki að tefla að viti fýrr en ég hætti í skóla, og varla hægt að segja að ég hafi byij- að af alvöru fýrr en um tvítugt, svona opinberlega. Lengst af hef ég teflt á Króknum. Þegar ég byijaði rétt upp úr 1980 vom haldin fjögur mót innan hér- aðs, en þau mót lögðust af, síðan hefúr ekkert skáklíf verið héma innan héraðs nema á Króknum. Maður hefúr teflt á Norðurlandsmótum og svo í deildar-'

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.