Feykir


Feykir - 08.10.2003, Page 6

Feykir - 08.10.2003, Page 6
6 FEYKIR 34/2003 Frá Sveitarfélaginu Skagafirði Teymi barna: Hvað eru sérfræðingarnir að bardúsast? Sum böm þurfa þjónustu margra sérfræðinga með ólíka þekkingu. Stundum starfa þessir sérfræðingar hver í sínu homi og jafnvel án þess að vita hvað hinir eru að gera. Með markvissu samstaríí sérffæðinga og þjónstustofhana er hægt að bæta þjónustu við böm og foreldra. Við Fjölskylduþjónustu Skagfirðinga og Heilbrigðisstofhunina á Sauðárkróki er nú starfrækt svo kallað TEYMI BARNA í þessum tilgangi. í teyminu sitja ffá Fjölskylduþjónustunni Dóra Heiða Halldórsdóttir, þroskaþjálfi, og Ingvar Guðnason, sálffæðingur. Frá heilbrigðisstofhuninni sitja þau Grethe Have, heilsugæslu- læknir og Guðrún Jóhannsdóttir, hjúkmnarffæðingur. Eftir atvikum er leitað eftir sérþekkingu frá félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, talmeinaffæðingi og öðrum sér- fræðingum. Markmið teymisvinnunnar er að tryggja að þörfum hvers bams sé mætt og það fái bestu mögulegu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Ekki er fjallað um málefhi einstakra bama í teyminu nema í samráði við foreldrana og með skriflegu leyfi þeirra. Leyfinu er skilað til viðkomandi sérffæðings sem sér um mál þess. Ýtrasta trúnaðar er gætt við meðferð þeirra mála sem koma fyrir teymið. Stundum eru stofnuð sérstök teymi um málefhi einstakra bama til að fylgja eftir áætlunum og aðgerðum. Þá bætist skóli eða leikskóli í liðið og síðast en ekki síst for- eldrar bamsins sem verða fastir þátttakendur í teyminu, enda em þeir oft mestu sér- fræðingamir í málefnum bama sinna, ef svo má segja. Hópefli Föstudaginn 3. október héldu forstöðumenn og yfírmenn úr stjómsýslunni vinnudag á Bakkaflöt og í Árgarði. Yfirskrift dagsins var Snúum bökum saman - að skapa liðsheild. Fengnir vom tveir sérffæðingar að sunnan, Jakob Frímann Þorsteinsson, fyrrverandi atvinnuráðgjafi hjá Hring hf. og Bjöm Vilhjálmsson ffá Hinu húsinu til að sfyra vinn- unni. Dagurinn þótti takast vel, rætt var um samskipti og hlutverk forstöðumanna og stjómsýslunnar og fjallað um það hvemig betur megi ná því takmarki að þjónusta sveitarfélagsins, hvaða nöfnum sem hún nefnist, verði betri. Ráðgert er að hvert haust hittist þessi hópur sem í raun heldur um alla ffamkvæmda- þræði sveitarfélagsins og því jafn mikilvægur sveitarfélaginu eins og hjartað er líkamanum. GEYMSLUSVÆÐI Til greina kemur að setja upp afgirt og læst geymslusvæði á iðnaðarsvæðinu á Sauðárkróki, þar sem fyrirtæki og einstaklingar gætu fengið leigt svæði undir gáma og annan vaming. Þeir aðilar, sem hafa þörf fyrir slíka aðstöðu og myndu Skagafjörður nýta hana, eru hvattir til að hafa samband við Tæknideild Skagafjarðar, þar sem gefhar em ffekari upplýsingar. Nánari upplýsingar veitir Hallgrimur Ingólfsson í s. 455 6000 Tæknideild Skagafjarðar Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Valbjöm ráðinn franikvæmdastj óri Valbjöm Steingrímsson rekstrarffæðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. Staðan var auglýst nýlega og sóttu níu um. Mats- nefnd á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins fór yfir umsókn- ir og ákvað m.a. hveijir upp- fylltu skilyrði fyrir ráðningu. Ráðherra skipaði svo Valbjöm nú í byrjun mánaðarins. Valbjöm Steingrímsson er fæddur og uppalinn á Siglu- firði. Hann hefur starfað sem ijármálastjóri og fram- kvæmdastjóri hjá ýmsum fýr- irtækjum, m.a. hjá íslenskum sjávarsöltum ehf., Landsfest- urn ehf., Lykilhótelum hf. og fleirum. Valbjöm tekur fonn- lega við stöðunni um miðjan mánuðinn en Pétur Jónsson, sem gengt hefur stöðu ffam- kvæmdastjóra sl. ár, starfar út mánuðinn Valbimi til halds og trausts. Veðurathugunarstöð á Skagastrandarhöfn Á Skagastrandarhöfn hefur verið komið upp veðurathug- unarstöð sem mælir bæði veður og sjólag. Upplýsingar frá stöð- inni birtast á vefsíðu Siglinga- stofhunar www.sigling.is og þar er hægt að sjá upplýsingar um vindátt, vindhraða, hitastig, loftþrýsting og ölduhæð. Frá þessu er greint á vefsíðu Skaga- strandar. Veðurstöðin mælir í raun líka sjávarfoll en þeim upplýs- ingum hefiir ekki verið komið fyrir á vefnum enn. í athugun er hvort mögulegt er að birta upp- lýsingamar beint á skagas- trond.is en það hefur ekki verið leyst enn. Veðurstöðin var hönnuð og sett upp af M&T ehf. í samstarfi við Siglinga- stofnun og Skagastrandarhöfh. Skemmtikvöld starfsbrautar FNV Skemmtikvöld starfsbrautar er fyrirhugað miðvikudaginn 15.okt. á sal skólans og hefst kl. 20:30. Á dagskránni er m. annars: 1. Kynning á starfsbraut (nemendur kynna starfsnám sitt á vinnustöðunum og sýna myndband sem tekið var sl. vor). 2. Forkeppni fyrir söngv- arakeppni starfsbrauta sem haldin verður í Fjölbrautaskóla Suðumesja 23. okt. (gestir í salnum greiða atkvæða ásamt dómnefnd) 3. Kaffihlé - kaffi og vöfflur.4. Spuming dagsins. 5. Urslit úr forkeppni söngvara- keppni kynnt og sigurlagið flutt. Þá er framundan: Þátttaka í menningarkvöldi FNV 22. okt. Söngvarakeppni starfsbrauta í Fjölbrautaskóla Suðumesja 23. okt. Fjáröflun fyrir brautskrán- ingarferð að vori. Nemendur starfsbrautar safna nú í ferðasjóð sinn á ný- stárlegan hátt: Ámi Heiðar framleiðir stuðlaberg úr stein- steypu og selur fólki í garða sína á umsömdu verði. Hákon Unnar býr til múla og dráttartóg hjá ÍS- NET netaverkstæði og selur þeim sem panta á umsömdu verði. Edvin Ström tekur að sér að mála bílakerrur á Bílaverk- stæði KS gegn umsömdu verði. Atli Freyr og Sigurður taka að sér að þrífa og bóna bíla. Hall- dóra og Sævar annast dreifingu og sölu á dagatölum sem starfs- braut mun gefa út fyrir jólin. (fréttatilkynning)

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.