Feykir


Feykir - 22.10.2003, Page 2

Feykir - 22.10.2003, Page 2
2 FEYKIR 36/2003 Björn Jónsson formaður UMFÍ í ræðustól og starfsmenn þingsins að störfum: Ingi Þór Agústsson þingritari til vinstri og þingforsetarnir Páll Ragnarsson og Þórir Haraldsson. AUGLÝSING Um deiliskipulagsbreytingar á Sauðárkróki í samræmi viö 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur á breytingum á deiliskipulagi á Sauðárkróki. Skagafjörður 1. Suðurhluti Skógargötu Sveitarstjórn Skagafjarðar auglýsir hér með tillögu að breyttu deiliskipulagi suðurhluta Skógargötu sunnan viö Kirkjuklauf á Sauðárkró- ki samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í breytingu lóðamarka og lóðastærða við Skógargötu og Suðurgötu. Gert er ráð fyrir að 3 hús verði rifin vegna þess hve þau þrengja að götunni og læknisfjósið við Skógargötu. Tillagan felur í sér þá breytingu á gildandi deiliskipulagi að lóðir fyrir þrjú keðjuhús og bíla- geymslur ofan við Skógargötuna falla út. Gert er ráð fyrir einni byggingar- lóð fyrir nýtt íbúðarhús á horni Hlíðarstígs og Skógargötu. Lóðin Suðurgata 4 verður ekki endurbyggð, þar er gert ráð fyrir bílastæðum. 2. Hesteyri 2 og Vatneyri 3 Sveitarstjórn Skagafjarðar auglýsir hér með tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna Hesteyri 2 og Vatneyri 3 á Sauðárkróki samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Breytingin felst í breytingu á lóðamörkum, lóðastærðum og breyttri aðkomu aö lóðinni Hesteyri 2. Lóðin Hesteyri 2 er stækkuð og byggingar- reitur skilgreindur á lóðinni. Lóðin Vatneyri 3 verður minnkuð. Opið svæöi austan við Hesteyri 2 verður líka minnkað. Deiliskipulagstillögurnar verða til sýnis í Ráðhúsinu á Sauðárkróki frá og með fimmtudeginum 23. október 2003 til mánudagsins 24. nóvember 2003. Frestur til að skila athugasemdum við deiliskipulagstillöguna er til þriðjudagsins 9. desember 2003. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins ffests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar Líflegar umræður áþingiUMFÍ Samþykkt var á 43. sam- bandsþingi UMFÍ á Sauðár- króki um helgina að heimila öllu íþróttafólki þátttöku á landsmótum. Þetta þýðir að landsmótin verða enn stærri í- þróttaviðburður en áður og tryggir að allir mestu affeks- menn landssins geti tekið þátt. Þá var samþykkt á þinginu umsókn tveggja stórra íþrótta- bandalaga um aðild að UMFÍ, íþróttabandalögunum í Reykavík og Hafnarfírði. Sett voru ákveðin skilyrði fyrir inngöngu bandalaganna, svo sem að þau breyttu sínum lög- um til samræmis við lög UMFÍ, einnig að samkomulag næðist um nýjar reglur um skiptingu lottófjár milli UMFÍ og ISI fyrir 1. sepbember 2004. Þá var einnig samþykkt á þinginu að unglingalands- mót verði haldin árlega um verslunarmannahelgi. Bjöm Jónsson var endur- kjörinn formaður. Bjöm var einn í kjöri, en ekki kom til mótffamboðs eins og margir höfðu reiknað með. Valdimar Leó Gunnarsson dró ffamboð sitt til baka. Aðrir i stjóm UMFÍ vom kjömir: Helga Guðjónsdóttir HSK varaformaður, Bjöm Þór Armannsson ÚÍA gjaldkeri, Ásdís Helga Bjamadóttir UMSB, Birgir Gunnlaugsson Fjölni, Hreinn Hringsson UMSE og Anna R. Möller UMSK. Sigurbjöm Gunnarsson Keflavík baðst undan endur- kjöri eftir 20 ár í stjóm. Und- anfarin ár hefur Sigurböm gegnt starfi gjaldkera og skil- aði af sér mjög góðum árs- reikningi til þingsins, sem sýnir að staða hreyfingarinnar er mjög sterk um þessar mundir. Flugumýrarbrenna þann 22. okt. 1253 Á þessum útgáfudegi Feykis em 750 ár liðin frá þeim örlagaríku atburðum er fjöldi manns var brenndur inni í brúðkaupsveislu á Flugumýri, til þess eins að ná ffam hefndum og hefta valdaferil manns sem var að hreiðra um sig á nýju um- ráðasvæði. Óvinir hans og and- spymumenn „stigu allir af baki við rétt þá, er var fyrir sunnan húsin, ok bundu þar hesta sína, - og gengu þá í einum duni heldr hljóðliga heim at húsunu” segir Sturla Þórðarson ritari íslenginga sögu og faðir brúðarinnar ungu sem lét lífið í brenn- unni, um brennumenn sem læddust að veislugestum með skelfílegan áseming í sinni. Ástæða brennunnar var sú að Gissur Þorvaldsson höfðingi af hinni sunnlensku ætt Haukdæla sem var í bandalagi við Ásbiminga hér í Skagafírði hafði keypt Flugumýri og var nýfluttur þangað. Þann 18. október kvongaðist Hallur sonur hans Ingibjörgu Sturludótt- ur, en sú tenging var hápóli- tísk ákvörðun til að halda völdum og góðum sambönd- um. Óvinir Gissurar unnm honum ekki þess og bára eld að bænum er heimamenn áttu síst von á, í lok brúð- kaupsveislunnar. Brannu þar margir inni og þeir líflátnir sem út flúðu. Gissur bjarg- aðist sjálfur á ævintýralegan hátt eins og ffægt er, ofan í sýraker í búri bæjarins. Um þennan atburð og margt fleira ótrúlegt og merkilegt má lesa í Smrlungu, sem er safh rita sem skrifuð vora samtimis því og atburðir gerðust á 13. öld eða stuttu seinna. Sturlunga er stór- merkileg heimild um samfé- lag manna er íslenska þjóð- veldið var að syngja sitt síð- asta í lok 13. aldar. Sig&Þór. Kemur út á ntiðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. og feykir@simnet.is Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. ÁskriftaiA'erð 210 krónur livert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.