Feykir


Feykir - 22.10.2003, Page 8

Feykir - 22.10.2003, Page 8
Sterkur auglýsingamiðill 22. október 2003,36. tölublað, 23. árgangur. Frá brunaæfingunni í Grænumýrartungu upp við Holta- vörðuheiði. Áningarstaður og © Shej;c« ID E Q yCÝÍ EHF. Sími: 453 6666 Sími: 453 6622 Fjallað um nýtingu Steins- staða að loknu skólastarfí í skýrslu sem Atvinnuþró- unarfélag Norðurlands vestra hefur gert um atvinnuupp- byggingu á Steinsstöðum að afloknu skólastarfi, era einkum lagðir fram þrír kostir. Leigja út eignimar til einkaaðila sem hafa hug á að efla atvinnulíf i Tungusveit. Önnur leiðin væri að sveitarfélagið eða stofnanir í eigu þess hefðu rekstur á ein- hverri þjónustu á svæðinu. I þriðja lagi að skólahúsnæðinu verði breytt í hjúkranarheimili fyrir aldraða með samstarfs- samningi við Heilbrigðisstofn- un á Sauðárkróki og hjúkranar- deild Háskólans á Akureyri. Hugmyndimar fengu mis- jafnar undirtektir á fúndi sveit- arstjómar í síðustu viku en þær verða teknar til ffekari umfjöll- unar hjá atvinnumálanefhd á næstunni. I skýrslunni sem Þorsteinn Broddason vann er lagt til að ef eignimar verði leigðar út, verði það án gjalds fyrstu fimm árin. Með því móti gæfist sveitarfé- laginu tækifæri til að styðja á öflugan hátt við atvinnuupp- byggingu á svæðinu án mikill- ar fjárhagslegar áhættu. Hvað annan lið varðar er til- tekin ein stofhun með nokkuð mótaða hugmynd að starfsemi á svæðinu en það er Náttúra- skólinn sem Náttúrastofa Norðurlands vestra hefur út- fært. Hugmyndin um hjúkranar- heimili fyrir aldraða er talin hafa þann kost að hún skapar mörg störf í Tungusveit, en á móti kemur að störfin krefjast flest ákveðinnar menntunnar og sérþekkingar sem ekki er til staðar hjá núverandi íbúum svæðisins. Ein leið er nefnd að auki, en hún er sú að selja eignimar að Steinsstöðum. Bókfært verð á skólahúsnæðinu að Steinsstöð- um er rétt um sjö milljónir. Sú leið er talin einna síst til þess fallin að skapa atvinnuupp- byggingu fyrir sveitina. Sveitarstjóm Skagafjarðar vill kanna áhuga annarra svcitarfélaga kennileiti hverfur Slökkvilið Bæjarhrepps í Strandasýslu hélt brunaæfingu og fékk til þess gamla íbúðar- húsið i Grænumýrartungu við Holtavörðuheiði sem brennt var urn helgina. Þakplötur höfðu losnað og einhveijir ó- prúttnir aðilar gengið berserks- gang með sleggjum, svo hætta stóð af að fara inn í húsið, og eins gat stafað hætta að akandi umferð um þjóðveg 1. í hugum allmargra afkom- enda var þetta ættaróðalið Þetta reisulega hús var byggt 1925 og hafði heimarafstöð og eigin vatnsaflsvirkjun. Framúr- stefnuleg bygging síns tíma. Jörðin hafði verið í eyði ffá 1966, en sama ætt bjó þama samfellt í þrjá ættliði um hund- rað ára skeið. í garðinum lifði elsta grenitré sinnar tegundar á íslandi, og eftir er sjá hvort tréð muni lifa áffam. Þekktast var þetta hús sem varða á vegin- um, skjólið norðan heiðar á áram áður, þegar vegimir og ó- færamar milli landshlutanna vora næstum óteljandi vegna óútreiknanlegs veðurfars og færðar. Sá viti sem varðaði sunnan heiðar var Fomi- hvammur, sem fyrir alllöngu er horfinn líka. En nú er Holta- vörðuheiðin ekki lengur sá far- artálmi sem áður var. Þessi tvö býli sitt hvoram megin heiðar- innar vora eins konar gistihús, viðkomustaðir ferðamanna og landpósta og örugg skjól í vondum vetrarveðrum. Það er alltaf grátlegt að horfa upp á branarústir svona rétt við þjóðveginn og vonandi verður séð til þess að þær verði ekki látnar standa einar eftir, heldur urðað og gengið ffá fljótlega. Aðeins þannig er hægt að sýna horfhum tímum tilhlýðilega virðingu. G. Jóh. Tröllaskaginn kortlagður Á sveitarstjómarfundi þann 16. október sl. samþykkti sveit- arstjóm Skagafjarðar sam- hljóða tillögu ffamsóknar- manna í sveitartjóm um göngu- og reiðleiðakort fyrir Tröllaskaga: „Sveitarstjóm Skagafjarðar samþykkir að fela atvinnu- og ferðamálanefnd að kanna á- huga allra sveitarfélaga við Tröllaskaga á samvinnu um gerð gönguleiða og göngu- korta, reiðleiða og reiðleiða- korta um Tröllaskaga. Ljóst er að verkefnið er stórt og getur haft víða áhrif, því er bent á þann möguleika að nýta Há- skólann á Hólum og Háskól- ann á Akureyri til ráðgjafar við verkefnið.” Tillagan var lögð ffam í ffamhaldi af þeirri vinnu sem unnin var á síðasta kjörtímabili afþáverandi formanni atvinnu- og ferðamálanefndar og vegna þeirra miklu möguleika sem Tröllaskaginn býður upp á sem útivistarsvæði. Tillöguflytj- endur telja mikilvægt að hugsa um svæðið sem eina heild og því sé mikilvægt að kanna á- huga allra sveitarfélaganna sem liggja að Tröllaskaganum. Brunavamir Skagafjajrðar Nýir menn í veigamikil störf Það er skemmtileg tilvilj- un núna þegar nákvæmlega 750 ár era liðin ffá Flugumýr- arbrennu að búið er að ganga ffá ráðningu í tvö af veiga- meiri störfum við eldvamir og slökkviliðsstörf í Skaga- firði. Þeir sem í þessi störf vora ráðnir fæddust báðir í Blönduhlíðinni og komust þar til vits og ára. Garðar Páll Jónsson frá Miðhúsum var valinn í starf eldvamareftirlitsmanns úr hópi tíu umsækjenda. Þá var Kári Gunnarsson ffá Kotum ráðinn varaslökkviliðsstjóri. Bjöm Sverrisson, sem er að láta af störfum fyrir aldurs- sakir, gegndi báðum þessum störfum áður.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.