Feykir - 03.12.2003, Síða 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU1
SAUÐÁRKRÓKI
Fjörutíu störf í Loðskinni í uppnámi
Enn tími til stefnu og
ekki endalyktir málsins
Það kom tlatt upp á starfs-
menn Loðskinns, sveitar-
stjórnarmenn í Skagatlrði
og íbúa héraðsins fyrir helg-
ina þegar þær fregnir bárust
að búið væri að ganga frá
kaupsamningi milli aðaleig-
anda Skinnaiðnaðar og
Kaupþings-Búnaðarbanka
um kaup Akureyringanna á
fyrirtækinu. Þetta kom á ó-
vart einkum í Ijósi þess að
starfsmenn gáfu það út í síð-
asta mánuði að þeir voru
búnir að kaupa hlutafé í
bankanum og tryggja eign-
arhaldið. Engu að síður
töldu starfsmenn Loðskinns
og sveitarstjórnarmenn í
Skagatlrði sig vera í samn-
ingaviðræðum um kaup á
hlutafé bankans í Loðskinni
alveg framundir það síðasta.
Gísli Gunnarsson forseti
sveitarstjómar Skagaljarðar og
Gunnsteinn Bjömsson mark-
aðsstjóri Loðskinns fóm á fund
forstöðumanna íyrirtækjasviðs
Búnaðarbankans og Sólons
Sigurðssonar bankastjóra á
mánudaginn, þar sem þeim var
gerð grein fyrir hvem stórt mál
væri þama á ferðinni fyrir at-
vinnulífið í Skagafirði.
Það var gott hljóð í Gísla
Gunnarssyni þegar Feykir náði
sambandi við hann á mánu-
dagskvöld. Sagðist hann hafa
það á tilfinningunni að þetta
hafi verið góða ferð og þeir
fengið góðar viðtökur hjá Bún-
aðarbankamönnum. Gísli
sagðist líta svo á að þetta mál
væri ekki búið þar sem fyrir-
varar hefðu verið í kaupsamn-
ingnum sem Akureyringamir
gerðu, m.a. þeir að stjóm
Kaupþings Búnaðarbanka
samþykkti samninginn. Það
mál verður væntanlega á dag-
skár í næstu viku og sagði Gísli
að í undirbúningi og athugun
væri að gera bankanum tilboð,
en ljóst er að enn er tími til stefnu.
Eins og greint var frá í
Feyki fyrir ári, það er 4. desem-
ber 2002, var þá búið að ganga
ffá samkomulagi milli Búnað-
arbankans, Sveitarfélagsins
Skagafjarðar og starfsmanna
Loðskinns um að sveitarfélag-
ið tæki að sér að útvega 35
milljónir til félagsins og starfs-
menn keyptu hluti fyrir 20
milljónir króna. Gefnir vom
sex mánuðir til að útvega þessa
peninga og átti því að ganga ffá
málinu í júní sl. Uppákoman
fyrir helgina átti því ekki að
þurfa að koma svo mikið á
óvart, í ljósi þess samkomulags
sem gert var fyrir ári.
Það er orðinn árviss viðburður í lok þemaviku Árskóla og í
byrjun jólaföstu, að efnt sé til friðarkeðju frá kirkjunni upp
Kirkjustíginn að krossinum á Nöfunum. Friðargangan var
farin sl. föstudagsmorgun og þá gekk friðarljós á milli tæp-
Iega 600 nemenda Árskóla frá Sauðárkrókskirju að kross-
inum og þegar þangað kom voru ljós krossins tendruð, en
þau munu lýsa yfir bæiinn fram yfir Þrettándann.
Óhappalaus hálka
Athafnamaður á Skagaströnd
Opnar lískvinnslu á Ólafsfírði
Engar fréttir eru góðar frétt-
ir, er oft sagt, og það eru orð
að sönnu þegar leitað er
frétta hjá lögreglunni og ekk-
ert markvert hefur gerst.
Kristján ÓIi varðstjóri sagði
að þetta hefði sioppið vel,
þrátt fyrir mikla hálku á göt-
um og vegum að undanfornu.
Ökumenn virðast meta að-
stæður rétt í langflestum ril-
fellum og vonandi að svo
verði áfram þó svo að jóla-
annríkið haldi nú innreið sína.
Hjá lögreglunni á Blöndu-
ósi var sömu sögu að segja, ró-
legt. Embættið var að fá sérbú-
inn bíl til hraðamælinga á dög-
unum, sem gerir það að verk-
um að nú þarf einungis einn
lögregluþjónn að vera í bílnum
vegna sönnunarbyrði. Her-
mann Ivarsson lögregluþjónn
sagði að þetta hefði verið svip-
að undanfarið sem lögreglan
hefði sinnt gagnvart hraða-
akstrinum, en Blönduóslög-
reglan hefur annast þennan
þátt löggæslunnar einkar vel,
enda veitir ekki af þar sem
beinir og góðir kaflar, hrað-
brautir, em í Húnaþingi.
Gunnar Þór Gunnarsson á
Skagaströnd, maðurinn á bak
við Norðurós á Blönduósi og
Kolku á Hofósi, er að færa út
kvíamar, samkvæmt því sem
Bæjarpósturinn, héraðsfrétta-
blað Ólafsfirðinga og Dalvík-
inga greindi frá á dögunum. Þar
er sagt ffá þvi að ef allar áætlan-
ir gangi eftir muni félag í eigu
Gunnars Þórs hefja vinnslu á
Ólafsfirði núna í jólamánuðin-
um.
Félagið á bak við nýju
vinnsluna heitir Ripill og er í
eigu Gunnars Þórs. Ripill verð-
ur til húsa þar sem áður var
Fiskverkun Sigvalda Þorleifs-
sonar, en húsnæðið var komið í
eigu Sparisjóðs Ólafsfjarðar og
keypti Gunnar Þór það af
sjóðnum.
Undanfarið hafa staðið yfír
breytingar á húsnæðinu, en í
vinnslunni verður aðaláherslan
lögð á að vinna aukaafiirðir,
hausa, afskurð og fleira. Megn-
ið verður þurrkað, en einnig
verður saltað og þá segir Gunn-
ar Þór í samtali við Bæjarpóst-
inn, að gerðar verði tilraunir
með nýjar verkunaraðferðir.
Aðspurður kvaðst Gunnar Þór
ekki hafa í hyggju að flytjast til
Ólafsfjarðar sjálfur, en búið
væri að ráða ffamleiðslustjóra
sem flytti til Ólafsfjarðar innan
tíðar.
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN
• VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA
jm
bílaverkstæði
Sími 453 5141
Sæmundargata Ib 550 SauSárkrókur \
JfcBílaviðgerðir & Hjólbarðaviðgerðir
Réttingar # Sprautun