Feykir


Feykir - 03.12.2003, Blaðsíða 6

Feykir - 03.12.2003, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 42/2003 Skagafjörður Frá Sveitarfélaginu Skagafirði Ein öflug félags- miðstöð í Skagafirði Starfsemi Félagsmiðstöðvarinnar Friðar í Skagafirði hefur verið stórefld síðustu þrjá vet- ur. Lengst af var starfið eingöngu bundið við Sauðárkrók en síðustu tvo vetur hafa skólamir í Varmahlíð, Mofsósi og Hólum bæst við. Öllum bömum frá 11 ára aldri er boðið að taka þátt í félagsstarfmu í Friði og reyndar er 10 ára bömum Árskóla einnig boðið að vera með, en það er einsdæmi í félagsmiðstöðva- starfi á Islandi. Flestar félagsmiðstöðvar miða að því að ná til 12-16 ára krakka en hér er enn betur gert. Alls stendur félagsmiðstöðin nærri 500 bömum og unglingum til boða, þar af liðlega 70 í Varmahlíð um 40 á Hofsósi , Hólum og Fljótum og um 350 á Sauðárkróki. Fjórir starfsmenn vinna í Félagsmiðstöðinni í einu og hálfu stöðugildi, auk þess sem Æskulýðs-og tómstundafulltrúi hefur yfirstjóm með starf- inu. Starfið I upphafi starfseminnar á haustin er kosið í Unglingaráð og einnig í svokallað Miðlunga- ráð, lýðræðislega kjörin ráð, sem hafa það hlutverk helst að miðla upplýsingum frá sínum umbjóðendum til stjómenda og öfugt. Starfið verður miklu skilvirkara og skemmtilegra sé hlustað á raddir þeirra sem eiga að sækja og njóta þjónustunnar. Þannig em allir viðburðir vetrarstarfsins ákveðnir í samráði við ráðin. Hvað gerist svo í Féló? Félagsmiðstöðvamar em opnar einu sinni í viku í Varmahlíð og Hofsósi en 3-4 sinnum í viku fyrir hvom aldurshóp fyrir sig á Sauðár- króki. Starfið einkennist af mismunandi þörfurn eldri unglinganna og yngri bamanna. Þau lifa á tímum hraóa og tíðra breytinga og þurfa að hafa til að bera mikla aðlögunarhæfileika. Ýmsir gmnnþættir þurfa þó alltaf að vera til staðar og lærast. Það er virðing fyrir öðmm sama hver hann er, kurteisi, og fordómaleysi svo eitthvað sé nefnt. Þetta læra böm ekki í einrúmi og því gildir enn gamla orðtækið að maður lærir það sem fyrir manni er haft. Við erum eins sama hvar við búum Mikil áhersla er lögð á að krakkamir líti á sig öll sem Skagfirðinga, óháð búsetu og þó haldin séu diskótek eða böll á Króknum oftar en á hinum stöðvunum em allir velkomnir þangað, hvar sem þeir búa í Skagafirði og gild- ir það sama þegar haldnar em skemmtanir á Hofsósi, Hólum eða Varmahlíð. Þess má geta í þessu sambandi að krakk- amir fengu nýlega hljómsveitina í svörtum föt- um til að spila hjá sér, þar sem þeir áttu hvort eð er leið í Skagafjörðinn. Ingunn Kristjáns- dóttir, nemandi í 8.bekk, söng með þeim og var eins og hún hefði aldrei gert annað og sannaði fyrir þessum mönnum að söngurinn er Skagfirðingum í blóð borinn. Samstarf innan Samfés Félagsmiðstöðin Friður er meðlimur í SAMFÉS, Samtökum félagsmiðstöðva á ís- landi, sem em nærri 100 talsins. Því fylgja margir möguleikar og gott samstarf við aðra krakka á landinu. Nú síðast tóku fjórar stelpur héðan þátt í landskeppninni Stíl 2003 sem haldin var í Kópavogi í lok nóvember.. Þar tóku alls 42 lið, af öllu landinu þátt og mikil reynsla sem eftir situr. Þar á undan hafði Frið- ur haldið undankeppnina Hár-Stíl-Förðun í Ljósheimum og tóku nærri 50 stúlkur þátt þar í 13 liðum. Þetta er í annað sinn sem þetta er gert og er útlitið þannig í dag að þessi viðburður sé kom- inn til að vera. Þá fór héðan einnig 3ja manna lið í spumingakeppnina Viskuna í útvarpinu og fyrirséð er að einhverjir taka þátt í Söngvakeppni Samfés sem haldin verður í jan- úar auk þess sem Freestyle-keppni Tónabæjar fær til sín keppendur úr Skagafirði. Það að auki em í boði ýmsir aðrir viðburðir eins og Rimnaflæði, námskeið í stuttmyndagerð, snjó- brettamót, námskeið fyrir hljómsveitir og svo mætti lengi telja. Friður og ró Svo er stundum gott að hafa bara stað sem krakkamir geta safnast saman á, verið þau sjálf án þess að fylgja fyrirfram ákveðinni dagskrá. Félagsmiðstöð er ekki skólastofnun þó margt megi þar læra eftir öðmm leiðum.Þar er hægt að finna sér ýmislegt til afþreyingar eins og td. að syngja í karókí , spila borðtennis, þyt- hokký, fótboltaspil, pool og horfa á góða mynd, svo að eitthvað sé nefht. Að ógleymdri tónlistinni sem krakkamir sjá um að hljómi all- an tímann. Einnig ber að nefna nýjung hér í Skagafirði en verið er að koma af stað Box hóp, en þar gefst áhugasömum krökkum möguleiki á að koma saman og iðka, undir handleiðslu starfsmanns, það sem við köllum öðmvísi íþróttir. Þá em í boði ýmis námskeið eins og t.d í Ijósmyndun, mósaík, förðun og söng. Betur sjá augu en auga Það sem búið er að sýna ffain á það fyrir löngu hve vel skipulagt félagsstarf bama og unglinga er mikilvægt þroska þeirra, er á tím- um aukins hraða og minni tíma með foreldmm mikilvægt að þessi hópureigi greiðan aðgang að öðmm fúllorðnum sem þau treysta og geta aðstoðað þau. Við segjum oft að það þurfi að hafa góð eyru og augu en lítin munn þegar maður starfar með unglingum. Gott, faglegt og faglært starfsfólk er þó gulls ígildi. Samstarf foreldra, skóla, félagsmiðstöðvar, iþróttahreyfingar, kirkju og annarra þeirra er koma að uppeldi bama og unglinga skiptir höfúðmáli þegar kemur að því að ala upp bam í dag. Að lokum Starfsmenn Félagsmiðstöðvarinnar Friðar í Skagafirði, hvetja alla þá sem umhugað er um böm og unglinga að líta inn og kynna sér starf- ið, ræða við okkur og ekki síst fylgjast með hvemig krökkunum vegnar. María Björk - Aðalbjörg - Stefán Arnar - Kristín Anna - Sigurlaug Vordís. Sjávarútvegur á Norðurlandi Á baksíðu síðasta Feykis mátti lesa frétt þar sem dregin vom saman helstu atriði í er- indi Jóns E. Friðrikssonar, ffamkvæmdastjóra FISK, sem hann hélt á ráðstefnunni Sjáv- arútvegur á Norðurlandi. I fféttinni kemur ffam hörð gagnrýni á okkur sem höfúm gagnrýnt fiskveiðistjómunar- kerfið og ef marka má ffétta- flutning Feykis þá emm við sem viljum breyta kerfinu hættulegri en allt Kínaveldi. í upphafi skal þess getið að ég met Jón E Friðriksson mik- ils sem ffamkvæmdastjóra FISK og á alls ekki von á að Fiskiðjunni vegni verr undir stjóm Jóns E. Friðrikssonar, þó svo það verði tekið upp réttlát- ara og árangursríkara fiskveiði- stjómunarkerfi. Hvers vegna eigum við að breyta kvótakerfinu? 1) Þorskafli íslendinga er helmingur af þvi sem hann var fyrir daga kvótakerfisins svo að árangur kerfisins til að stækka veiðistofn er enginn. Það má færa fyrir því fúllgild rök að ómögulegt sé að beita líffræðilegri stjómun með kvótum í blönduðum botnfisk- veiðum. 2) Kvótakerfið veldur byggðaröskun, kvóti er seldur í burtu úr byggðalögum og eftir sitja íbúar án atvinnuréttar. 3) Kvótakerfið hvetur til brottkasts og rangra afla- skýrsla. Það leiðir af sér að öll reiknilíkön byggð á að greina stofnstærð út frá aldri fiska í afla gefa ranga útkomu. 4) Mikið Qármagn hefur streymt út úr sjávarútveginum. Dæmi em um menn sem hafa selt kvóta fyrir rúmar þijú þús- und milljónir. Þetta hefúr leitt af sér gríðarlega skuldsetningu greinarinnar. Skuldir sjávarút- vegsins hafa nánast tífaldast síðan kvótakerfið var tekið upp. 5) Kvótakerfið hefúr tekið nánast fyrir alla nýliðun í sjáv- arútvegi og er það ekki gott fyrir neina atvinnugrein að nýj- ir aðilar geti ekki halsað sér völl. Æ færri leggja stund á nám tengt sjávarútvegi. Bæði hefúr aðsókn að Stýrimann- skólanum dregist saman og búið er að loka báðum fisk- vinnsluskólum þjóðarinnar. Ég er alls ekki sammála Jóni að aðskilnaður veiða og vinnslu yrði náðarhögg fyrir ís- lenska fiskvinnslu. Nú þegar em starfandi fiskvinnslur í blómlegum rekstri, sem um árabil hafa keypt allan sinn afla á mörkuðum. Það var ömgglega ekki vegna áhugaleysis á sjávarút- vegsmálum sem einungis einn þingmaður mætti á ráðstefnuna Sjávarútvegur á Norðurlandi. Ástæðan er frekar sú að á ráð- stefhudaginn stóðu yfir nefnd- ardagar. Hitt er svo íhugunarefhi að uppsetning ráðstefnunnar og val á fyrirlesurum gaf til kynna að þar ætti að fara fram ein- hliða kvótamessa. Ég er sann- færður um að ráðstefhan hefði vakið meiri athygli og verið gagnlegri ef að þeim sem hafa gagnrýnt kvótakerfið hefði ver- ið boðið að flytja erindi og menn tekist á í málefhalegri rökræðu. Núverandi kvótakerfi þjón- ar alls ekki hagsmunum þjóð- arinnar að hámarka afrakstur sameiginlegra fiskveiðiauð- lindar Islendinga. Það er nauð- synlegt að stórútgerðamenn fari að viðurkenna þessa aug- ljósu galla sem em á kerfinu og taki þátt i því með ábyrgum stjómmálamönnum að koma á árangursríkara og réttlátara fiskveiðistjómunarkerfi. Sigurjón Þórðarson, þing- maður Fijálslynda flokksins. Enn gengur ekkert í körfunni Það gengur ekki vel hjá úrvaldsdeildarliði Tindastóls í Intersportdeildinni um þessar mundir. Liðið tapaði enn einum leiknum sl. fimmtudagskvöld, mjög naumlega á síðustu sekúndunum fyrir Hamri á Króknum, en Tindastóll hefúr oft átt í erfiðleikum með Hvergerðingana. Næsti leikur í deildinni er syðra gegn ÍR annaðkvöld. Tindastólsmenn unnu hinsvegar ömggan sigur gegn Þór í Bikarkeppninni á sunnudagskvöldið og drógust gegn sameiginlegu liði Gaindafjaröar og Reynis í 16 liða úrslitum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.