Feykir


Feykir - 28.07.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 28.07.2004, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 26/2004 Til varnar Spari- sjóði Hólahrepps Fornleifafræðingarnir sem vinna að uppgreftrinum við Kolkuós, með byggingarnar í baksýn sem endurbyggðar verða á næstu misserum. Frá vinstri talið: Douglas Boland- er, Derek Watson, Sigurður Steinn Sveinsson og Hrafnkell Hallmundsson. Gamalt og nýtt við Kolkuós Eftir að rikisbankamir vom einkavæddir og seldir snérist athyglin að sparisjóðunum, einu fjármálastofnunum sem eftir vom með staðbundnar þjónustuskyldur og í samfé- lagseign. Þeir hafa nú bundist samtökum í Sambandi spari- sjóða sér til vamar og í gegnum þau samtök hafa einstakir sparisjóðir verið studdir hafi nauðsyn borið til. Skyndilega urðu litlir spari- sjóðir sem ekki höföu áður ver- ið gleyptir af næsta banka mik- ils virði. Bankaleyfið eitt er talið um 500 miljóna króna virði. Með lævísum hætti er nú hægt að komast yfir þau verð- mæti fyrir lítið. Sú er staðan með Sparisjóð Hólahrepps. Hann er nú orðinn eftirsótt eign. Hingað til hefur tekist að forða því að einstök fyrirtæki eða fyrirtækjasamsteypur hafi getað brotist inn í sparisjóð og náð þar völdum. Kaupfélagið og Sparisjóðurinn Kaupfélag Skagfirðinga hefúr yfirburðastöðu í öllum atvinnurekstri í Skagafirði. Er það ánægjulegt hversu félagið stendur traustum fótum. Sú á- byrgð er þó vandmeðfarin, þegar atvinnulífið í heilu hér- aði er háð nánast einni fyrir- tækjasamsteypu. Hætta er á einhæfni og að olnbogarými annarra í atvinnurekstri verði þrengt. Þó menn hafí í fyrstu fagn- að aðkomu forsvarsmanna kaupfélagsins að Sparisjóði Hólahrepps áttu aðstandendur hans ekki von á því, að tilgang- urinn væri sá að komast yfir sparisjóðinn og verðmæti hans. En þá fyrirætlan hefúr kaupfé- lagsstjórinn áréttað með bréfi dags. 5. febr. sl. sem hann skrifar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga til Alþingis. Þar er þess óskað að lögum verði breytt í þá vem að auðvelda fyrirtækjum kaupfélagsins og forsvarsmönnum þeirra yfir- töku á Sparisjóði Hólahrepps. Gekk það erindi gegn gmnn- hugsjón sparisjóðanna og þvert á þá stefnu sem Alþingi var að marka til vamar sparisjóðunum í landinu. Er það vilji Skagfirðinga? í fjölmiðlum síðastliðin tvö ár hefúr ítrekað verið greint ffá miklum væringum um stjóm- un sparisjóðsins og framtíð hans. Þar deila forsvarsmenn kaupfélagsins við þá stofnfjár- eigendur sem vilja að spari- sjóðurinn starfi áfram á gmnd- velli hugsjóna og þess skipu- lags sem sparisjóðimir hafa starfað eftir og byggja tilveru sína á. Agreiningur er um at- kvæðisrétt stjómenda Kaupfé- lagsins í sparisjóðnum sem enn er ekki útkljáður. Sparisjóðsstjórinn víkur að kröfu kaupfélagsmanna í DV 29. júní sl. ergreint frá því, að fúlltrúar Kaupfélags Skagfirðinga í stjóm spari- sjóðsins hafi krafist þess að sparisjóðsstjórinn verði látinn víkja. Hefúr hann þó fengið mjög gott orð fyrir starf sitt og verið talinn einarður spari- sjóðsmaður. I viðtali við Morg- unblaðið fyrir um ári síðan haföi hann varað við auknum í- tökum kaupfélagsins í spari- sjóðnum og áhrifúm forsvars- manna þess í stjóm sjóðsins. Slík ásælni væri ekki í anda sparisjóðahugsjónarinnar og gæti stefnt ffamtíð sparisjóðs- ins í tvísýnu. Telur DV líklegt að vilji þeirra kaupfélags- manna standi til, að annar sparisjóðsstjóri verði ráðinn sem þjóni betur markmiðum þeirra. Tveir stjómannenn Spari- sjóðs Hólahrepps mótmæltu þessari ómaklegu aðfor að sparisjóðsstjóranum og eru þeir nú í forsystu þeirra stofn- fjárfesta sem berjast fyrir sjálf- stæðri framtíð sparisjóðsins. Kaupfélagið hverfi úr Sparisjóði Hólahrepps Það getur ekki verið hlut- verk samvinnufélags eins og Kaupfélags Skagfirðinga að standa í slíkum deilum sem geta ekki leitt til annars en tjóns fyrir héraðið, ímynd þess og einingu. Það liggur fyrir að Samband íslenskra sparisjóða og einstaklingar heimafyrir eru reiðubúnir að koma að og efla eiginfjárstöðu sjóðsins og tryggja sjálfstæði hans. Mikil- vægt er að Sparisjóður Hóla- hrepps geti starfað hlutlaust og óháð einstökum fyrirtækjum eða fyrirtækjasamsteypum. Það verður best gert með því að kaupfélagið skili aftur eign- arhlut sínum í sparisjóðnum inn til sjóðsins og hætti þegar í stað öllum tilraunum til að komast yfir sjóðinn eða hafa afskipti af stjómun hans og starfsemi. Fái Sparisjóður Hólahrepps að starfa sjálfstætt og óháður á grundvelli hug- sjóna sparisjóðanna getur hann vel gegnt þýðingarmiklu hlut- verki í fjármálaþjónustu Skag- fírðinga til ffamtíðar. Það hlýt- ur að vera sjálfsögð og sterk krafa Skagfirðinga, félags- manna kaupfélagsins til stjóm- enda þess að láta nú þegar í stað af Öllum deilum um Spari- sjóð Hólahrepps. Þessar deilur stríða gegn hagsmunum hér- aðsins og eru Kaupfélagi Skag- firðinga til vansa. Jón Bjamason alþingisniaður. Undirbúningur er hafinn fyr- ir endurbyggingu húsa í Kolku- ósi en hópur í kringum Valgeir Þorvaldsson og Snorra Þor- fmnsson ehf. hefúr í hyggju að byggja upp hestabúgarð þar sem Kolkuóskynið þekkta verð- ur í aðalhlutverki. Þá er þessa dagana haldið áfram uppgreftri fomminja við Kolkuósinn, en það verður þó á næsta sumri sem meginþungi þeirra rann- sókna verður, er danskir djúp- sjávar-fomleifaffæðingar kanna fjöruboröiö og álinn út í Elínar- hólma sem er skammt undan landi. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir lif. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. og feykir@simnet.is Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Áskriftarxerð 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.