Feykir


Feykir - 28.07.2004, Blaðsíða 7

Feykir - 28.07.2004, Blaðsíða 7
26/2004 FEYKIR 7 Mynd nr. 501. Mynd nr. 502. Inerárfjallið vinsælt í síðustu netkönnun ntiðils- ins Skagafjöröur.com kom íram að langflestir taka Þverárijalls- veg fram yfir Vatnsskarðið og Langadalinn þegar farið er á milli Sauðárkróks og þéttbýlis- staðanna Blönduóss og Skaga- strandar. Niðurstöðumar voru afgerandi Þverárfjallsvegi í hag, því 83,9% þeirra sem tóku þátt í könnuninni kváðust frekar fara Þverárfjallið, en 16,1% Vatns- skarðið. A vefnum segir að þessi munur komi talsvert á óvart, en þó megi geta þess að umferð um Þverárfjallið hafi reynst mun meiri en Vegagerðin gerði ráð fyrir. Mikil umferð var um Þverárfjallið í kringum Lands- mót UMFÍ en fyrstu 11 dagana í júlí var meðalumferð um veg- inn 469 bílar á sólarhring. Með- altalið er þó sennilega á bilinu 250-300 bílar nú í sumar. Hinsvegar hefiar það komið í ljós sem margir óttuðust að meðan vegurinn yfir Laxárdals- heiðina um Gönguskörð til Sauðárkróks er ófrágenginn, er hann varasamur yfirferðar. Það eru viðbrigði fyrir ökumenn að koma af breiðum og bundnum veginum yfír Þverárfallið um Laxárdalinn, á mjórri malarveg gjaman með talsverði lausamöl i köntum. Það er því von veg- farenda að ekki líði á löngu þar til haldið verði áfram með Þver- árfjallsveginn og hann kláraður Sauðárkróksmegin. Enskar á Hólum Hver er maðurínn? Ekki þekktist nein mynd í síðasta myndaþætti. Vonunr við að betur takist til við þær myndir sem nú eru birtar. Þau sem þekkja myndimar em vin- samlegast beðin að hafa sam- band við Héraðsskjalasafn Skagfírðinga í síma 453 6640. Ábæjarmessa á sunnudag Hin árlega messa í Ábæjar- kirkju í Austurdal verður nk. sunnudag 1. ágúst kl. 14,30. Sóknarpresturinn séra Ólafúr Þ. Hallgrímsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Halldóra Á. Gestsdóttir á Litlu-Giljá í Húna- þingi syngur einsöng og org- anisti verður Anna María Guð- mundsdóttir. Samkvæmt venju verður öll- um kirkjugestum boðið í kaffi að Markigili að lokinni athöfn. Það em systkini Helga heitins Jónssonar á Merkigili sem em í hlutverki gestgjafans eins og verið hefúr. Rétt er að benda kirkjugest- um á að vegurinn fram að Ábæ er seinfarin og því þarf að taka tillit til þess í ferðaáætlun, en varlega áætlað tekur ferðin þangað hálfa aðra klukkustund frá Varmahlíð. Mikið fjölmenni hefúr jafnan verið við messur í Ábæ, enda staður og umhverfí mjög sérstakt. Á síðasta ári vom til að mynda um 260 manns sem sóttu messuna. Síðustu dagana hefúr staðið yfir á Sauðárkróki, Blönduósi og víða um Norðurland, Opna Norðurlandsmótið í knattspymu kvenna 21 árs og yngri. Liðin höfðu bækistöðvar sínar í Skagafirði meðan á mótinu stóð. Enska liðið dvaldi meðal annars á Hólum þar sem þessi mynd var tekin af nokkmm liðskonum fyrir helgina. Smáauglýsíngar Til sölu! vagn, Combi Camp útfærsla. Upplýsingar í síma 867 5532 eða 854 5532. Hestamenn! Hey í litlum böggum til sölu. Upplýsingar í sima 453 5225. Til sölu heimasmíðaður tjald- Húsnæði! Lítil íbúð eða húshluti með séraðstöðu óskast til leigu. Hafið samband i síma 848 2810 eða 867 4014. Áskrifta- og auglýsinga- sími Feykis er 453 5757 Áskrifendur góðir! Þeir sem eiga ógreidda seðla fyrir ákriftargjöldum eru vinsamlegast beðnir að greiða hið fyrsta. Tilboð! Flaggstangir með húnfestingu 6 metrar 39.000 kr. 7 metrar 43.000 kr. 8 metrar 49.000 Grill frá 4.700 kr. Deta rafgeymar Verslun Har. JúL Aðalgötu 24 Sími 453 5124 Þakkir Ég þakka starfsfólki Sjúkrahússins á Sauðárkróki og læknum fyrir allt það er fyrir mig var gert í mínum miklu veikindum. Sömuleiðis þakka ég Pálínu Jóhannesdóttur Möðruvöllum í Hörgárdal (frá Egg) fyrir þá miklu umhyggju er hún veitti mér. Ingimundur Arnason, Dalatúni 8, Sauðárkró- ki. Bílstjórar og vélamenn! Bílstjóra eða vélamenn vantar í klæðninga- og fræsingaflokk Borgarverks. Vinnusvæði: Vesturland, Norðurland vestra og Vestfirðir. Upplýsingar gefur Sigvaldi Arason í síma 892 1525. Borgarverk ehf. Borgarnesi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.