Feykir


Feykir - 27.10.2004, Page 7

Feykir - 27.10.2004, Page 7
37/2004 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson Hagyrðingaþáttur 392 Heilir og sælir lesendur góðir. I þætti nr. 390 var ég með nokkrar vísur eftir Pál Ólafsson. Hefur nú glöggur lesandi úr Skagafirði haft samband við mig og gefið mér góðar upplýsingar urn leiðréttingu þar á, sem ég þakka fýrir. Var sú villa hjá mér að ein vísan sem ég birti er í átta línum eins og hún er birt ffá höfundinum. Er rétt og skylt að leiðrétta það hér með. Gœti ég með Ijóðum lýst láni mínu og raunum fyrir það égfengi vist faðmlögþín að launum. Efég legði, ástin mín, awinlega í stefin. Alla hjartans ást til þín eldur hlypi í bréfin. Mikil tíðindi hafa nú nýverið borist í fjölmiðlum um vafasamt faðerni Ólafs konungs í Noregi. Er þær fréttir bárust orti Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð svo. Ég veit tœpast Imir er hvur, né hvurs í aðlifínum. Ekki var hann Ólafur undan pabba sínum. Fyrir skömmu var haldin mikil hátíð í Borgarnesi, til heiðurs íslensku sauðkindinni, svo kölluð Sauðamessa. Var rneðal annars rekinn fjárhópur í gegnurn kaupstaðinn og við að hafa horft á þann atburð mun Guðmundur Guðbrandsson ffá Tröð hafa ort Borgfirðingar flæma féð fram og aftur strœtin. Efþeir tœkju Möggu með myndi aukast kcetin. Munu glöggir lesendur sjá að þar er átt við Margréti sem vistuð er á Skaganum og hefur nú síð- ustu ár talið sér helst til ágætis að skrifa greinar í blöð til þess að níða niður íslenskan landbúnað. Eins og lesendur hafa tekið eftir hefur orðið nokkur breyting á blaðinu eftir ritstjóraskiptin. Einn af góðvinum þáttarins, Jón Gissurarson í Víðimýrarseli, gerir nokkra úttekt þar á í næstu vísum. Feykis enn égfer á vit finnst því létt að ríma. Blaðið hefur breytt um lit boðar nýja tíma. Ennþá hróður Feykisfer Fróns um víðar lendur. Gjarna mun hann gefa hér gull á báðar hendur. Ritstjórnina reyndar tel ráðsnjalla ogþekka. Þessa mun ég virða vel valinkunnu rekka. Áfram vil þviFeyki fá fyrðum þetta kyntii. Fréttirnar égflestar þá fœ aflandsbyggðinni. Eflaust mun það gleðja geð gefa óm til Ijóða. Valtýsson efverður með vísnaþáttinn góða. Flytja mönnum ferskann óð finnst mérgóður siður. Erfitt vœri okkar þjóð efhann legðist niður. Þórhall síðan kveðjum klökk. Kynnum einnig hina. Færum honumjyllstu þökk fyrir ritstjórnina. I þeim veðurofsa sem gengið hefur yfir landsmenn nú undan- farið hafa fjölmiðlar, eins og vanalega við slíkar aðstæður, flutt miklar fféttir af ökuferðum fólks með ökutæki sín misbúin til að takast á við veðurofsann. Trúlega hefur Ólafur Gunnarsson í Borgarnesi heyrt eitthvað svipað er hann orti svo. Úti í iUviðris kófi ökum í ingamóð. Bölsýni er best í hófi. Bjarsýni er líka góð. Um sinn eigin akstur yrkir Ólafur. Þá ég kaldur keyri um lönd kemur ekki að gjaldi. Það er eitis og alvalds hönd oft um stýrið haldi. Að lokum þessi vísa eftir Ólaf. Auraleysi ekki þarf að hiða, inneignin í sparisjóðnum vex. Alla daga er ég líka að bíða eftir þvíað klukkan verði sex. Dagbjartur Dagbjartsson á Refstöðum tók eftir ffiðarljósi við guðshús og orti. Ljósiðfinnst mér Ijúft að sjá lýsa kirkjuvegitin, til að minna okkur á eldinn hinutneginn. í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólrúnar var gerð tilraun til að kjósa um ffamtíð Reykjavíkur- flugvallar. Um það orti Dagbjart- ur svo. Ingibjörg er kjaftaktiá með kímnissvip um etini, en vissukga er vont að sjá í Vatnsmýrina á hetmi. Væri þá að svo kornnu góður kostur að enda þáttinn með þess- ari vísu Dagbjarts. Eftir heitttsins ævibrokk er églúinn, Drottinn. Gefðu mér nú skárri skrokk ogskvettu í lukkupottinn. Bið lesendur þar með að vera sæla að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduós Sími 452 7154 íþróttafréttir Islandsmót fatlaðra í Boccia Vel heppnað Islandsmót Einbeittur keppandi á Islandsmóti fatlaðra í Boccia nú um helgina. Islandsmót í Boccia var haldið á vegum Grósku, íþróttafélags fatlaðra í Skagafirði, og í samvinnu við íþróttasambands fatl- aðra, hér í íþróttahúsinu á Sauðárkróki um helgina. Keppendur voru tæplega 190 talsins frá 13 félögum víðs vegar af landinu. Keppt var í 6 deildum þroskaheftra og hreyfihamlaðra. Einnig var einn riðill í u-flokki sem eru ófatlaðir og 2 riðlar í rennu- flokki þar sem keppendur þurfa að nýta sér hjálpartæki vegna mikillar fötlunar. Dómgæsla var í höndunt Kiwanisfélaga úr Drangey með dyggri aðstoð Skjaldarfélaga og fríðunt hópi ungra aðstoðarmanna sem stóðu sig með mestu ágætum. Mótið hófst kl. 13 föstu- daginn 22. október nteð móts- setningu og hófst keppni um hálfri stund síðar og var keppt frarn á kvöld. Keppni var svo fram haldið á laugardags- morgni og fram á miðjan dag. Mótinu lauk svo nteð veglegu lokahófi í íþróttahúsinu á laugardagskvöld. Að sögn Salmínu S. Tavsen vilja Gróskufélagar þakka öllurn sem að mótinu kontu og einnig þeim sem Ieitað var til og studdu Grósku og mótshaldið á veglegan hátt. Körfubolti Tveir sigrar í körfunni Tindastóll tók á móti KFÍ sl. fimmtudagskvöld í Síkinu en báðum liðum var fyrir mótið spáð falli úr Intersportdeildinni. Leikur liðanna var ekki burðugur frarnan af en Tinda- stólsmenn bitu frá sér þegar á leikinn leið, náðu 10 stiga forskoti í þriðja leikhluta og þann mun náðu ísfirðingar aldrei að vinna upp og svo fór að leikurinn endaði með góðum sigri Stólanna, 98-86. Leikur Tindastóls var ekki áferðarfallegur enda enn verið að sjóða liðið saman. Ron Robinson hafði aðeins æft tvisvar nteð liðinu og svipaða sögu má segja af Fletcher. Nikola Cvjetkovic var ekki með í leiknum en hann meiddist á æfingu kvöldið íyrir leik. Tindastólsmenn gerðu góða ferð til Reykjavíkur á sunnu- daginn en þá heimsóttu þeir lið IR í Seljaskólann. Stólarnir hófu leikinn vel og voru yfir 17- 30 eftir fýrsta leikhluta. ÍR- ingar komu hins vegar ákveðnir til leiks í öðrurn leikhluta og breyttu til að mynda stöðunni úr 23-34 í 36-36 en leikmenn Tindastóls létu það ekki á sig fá og höfðu yfir 44-50 í leikhléi. Stólarnir náðu 10 stiga forskoti í þriðja leikhluta en seint í leikhlutanum sauð upp úr en þá kom til handalögmála á milli IR-ingsins Fannars Helgasonar og Rons Robinsons hjá Stólunum. Voru þeir sendir í sturtu og eiga sennilega yfir höfði sér leikbann. ÍR-ingar náðu að rninnka muninn í 73- 78 í fjórða leikhluta en nær komust þeir ekki og Stólarnir unnu góðan sigur, 86-99. Svavar og Axel léku vel í liði Tindastóls og þá var leikstjórn- andi liðsins, Bethuel Fletcher, að leika ágætlega. Helgi Rafn Viggósson lék með Stólunum að þessu sinni en líkt og í síð- asta leik var Nikola ekki með. HÓPBÍLA BIKA RINNIKÖRFU íþróttahúsid á Saudárkróki TINDASTOLL 98 KFÍ86 Stig Tindastóls: fíobinson 29, Axel 25, Svavar 23, Fletcher 11, Andri Þór 9 og Maggi 3. INTERSPORTDEILDINIKORFU íþróttasalur Seljaskóla IR86 TINDASTÓLL 99 Stig Tindaslóls: Svavar 32, Flclclier 23, Robinson 16. Axel 15, Andri 4. Helgi Rafn 4. Magnús 2 og Slelán 1. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is — Dehk til sölu Ónotuð 33" GoodYear nagladekk til sölu. Upplýsingar i síma 868 5052 i Bætt heilsa - betri líðan! Hvað getur Herbalife gert fyrir þig? Geri fria heilsuskýrslu. vwm.heilsufrettir.is/sigrungrims. Sigrún Grimsdóttir, s:4524538, E-mail: sigrun-mummi@simnet.is Smáauglýsingar Munið eftir að smáaugiýsingarnar í Feyki eru fríar. Sendið netpóst á feykir@krokur.is og smáauglýsingin skilarsér.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.